Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2015 12:24 Rúrik í vináttulandsleik gegn Belgíu í fyrra. vísir/getty „Það er alltaf gott að koma heim og það er svo mikið í húfi sem gerir verkefnið ennþá meira spennandi,“ sagði Rúrik Gíslason fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. Framundan er leikur gegn Tékkum í undankeppni EM 2016 á föstudaginn en eftirvæntingin fyrir þennan stórleik er mikil. Rúrik segir að spennan sé nánast áþreifanleg. „Það seldist strax upp á leikinn og það er ótrúlegur áhugi á leiknum og jákvæð stemmning í kringum hann. Fólk ætlast til að við vinnum og við ætlumst líka til þess sjálfir.“ Rúrik leikur með FC Köbenhavn sem lenti í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, auk þess sem liðið vann bikarmeistaratitilinn eftir sigur á Vestsjælland í framlengdum úrslitaleik. „Það eru alltaf viss vonbrigði þegar FCK verður ekki meistari. En við reynum að finna ljósa punkta í þessu, við urðum bikarmeistarar og enduðum með fleiri en meistararnir í fyrra,“ sagði Rúrik sem veit ekki hvað tekur við hjá honum sjálfum - hvort hann verður áfram í herbúðum FCK þar sem hann hefur leikið síðan 2013. „Ég veit það ekki. Það er óvíst. Ég á eitt ár eftir af samningnum mínum. Landsleikurinn er það sem skiptir máli núna og svo sjáum við til,“ sagði landsliðsmaðurinn en er eitthvað í kortunum hjá honum? „Er ekki alltaf eitthvað í kortunum? Ég veit það ekki, það eru alltaf einhverjar sögusagnir á kreiki. Maður veit s.s. ekki hvað er rétt og rangt í þessu,“ sagði Rúrik sem vildi ekki ræða um meintan áhuga þýska B-deildarliðsins Nürnberg á honum. En hefur hann áhuga á að vera áfram í Danmörku? „Já, mér líður frábærlega í Kaupmannahöfn og þetta er einstakur klúbbur. Ég get þess vegna hugsað mér að búa í Kaupmannahöfn eftir ferilinn. Manni líður það vel þarna,“ sagði Rúrik að endingu. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi. 3. júní 2015 13:30 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
„Það er alltaf gott að koma heim og það er svo mikið í húfi sem gerir verkefnið ennþá meira spennandi,“ sagði Rúrik Gíslason fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. Framundan er leikur gegn Tékkum í undankeppni EM 2016 á föstudaginn en eftirvæntingin fyrir þennan stórleik er mikil. Rúrik segir að spennan sé nánast áþreifanleg. „Það seldist strax upp á leikinn og það er ótrúlegur áhugi á leiknum og jákvæð stemmning í kringum hann. Fólk ætlast til að við vinnum og við ætlumst líka til þess sjálfir.“ Rúrik leikur með FC Köbenhavn sem lenti í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, auk þess sem liðið vann bikarmeistaratitilinn eftir sigur á Vestsjælland í framlengdum úrslitaleik. „Það eru alltaf viss vonbrigði þegar FCK verður ekki meistari. En við reynum að finna ljósa punkta í þessu, við urðum bikarmeistarar og enduðum með fleiri en meistararnir í fyrra,“ sagði Rúrik sem veit ekki hvað tekur við hjá honum sjálfum - hvort hann verður áfram í herbúðum FCK þar sem hann hefur leikið síðan 2013. „Ég veit það ekki. Það er óvíst. Ég á eitt ár eftir af samningnum mínum. Landsleikurinn er það sem skiptir máli núna og svo sjáum við til,“ sagði landsliðsmaðurinn en er eitthvað í kortunum hjá honum? „Er ekki alltaf eitthvað í kortunum? Ég veit það ekki, það eru alltaf einhverjar sögusagnir á kreiki. Maður veit s.s. ekki hvað er rétt og rangt í þessu,“ sagði Rúrik sem vildi ekki ræða um meintan áhuga þýska B-deildarliðsins Nürnberg á honum. En hefur hann áhuga á að vera áfram í Danmörku? „Já, mér líður frábærlega í Kaupmannahöfn og þetta er einstakur klúbbur. Ég get þess vegna hugsað mér að búa í Kaupmannahöfn eftir ferilinn. Manni líður það vel þarna,“ sagði Rúrik að endingu.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi. 3. júní 2015 13:30 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49
Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi. 3. júní 2015 13:30
Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19
Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50