Íslenski boltinn

Arnar: Þetta er ekki alveg íslenska úrvalsdeildin | Myndband

ÍBV og Leiknir skildu jöfn, 2-2, í 4. umferð Pepsi-deidar karla í gær.



Um tíma var óvíst hvort leikurinn myndi fara fram en Herjólfur sigldi ekki frá Landeyjahöfn eftir hádegi í gær vegna slæms sjólags við höfnina.

Leiknismenn komust þó á endanum til Eyja, með farþegabátnum Víkingi en lagt var úr höfn um klukkan 16. Leiknismenn ferðuðust með stuðningsmönnum sínum sem og Ian Jeffs, leikmanni ÍBV.

Leikurinn hófst svo loks klukkan 19:15 en hann átti upphaflega að hefjast klukkan 18:00.

Strákarnir í Pepsi-mörkunum fóru yfir þessa skrautlegu atburðarrás í þætti gærkvöldsins.

„Maður veltir þessu fyrir sér,“ sagði þáttarstjórnandinn Hörður Magnússon.

„Leiknismenn hefðu getað farið um morgunin. Eyjamenn hafa ekki misst af leik uppi á landi í 20 ár. Þeir eru með þrjár áætlanir; fara með Herjólfi, fljúga frá Bakka eða fara daginn áður og gista eina nótt í bænum,“ sagði Hörður og Arnar Gunnlaugsson tók upp þráðinn:

„Deildin er alltaf að reyna vera meira „pro“ á hverju ári og þetta er kannski þáttur sem þarf að bæta. Hvort sem það er að fara deginum áður en fyrr um morguninn.

„Þótt það gaman að sjá þessar myndir (frá komu Leiknismanna) er þetta ekki alveg íslenska úrvalsdeildin,“ sagði Arnar en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×