Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin | 4. þáttur

Fjórði þáttur Pepsi-markanna var á dagskrá á Stöð 2 Sport í gærkvöldi, en þar var farið yfir fjórðu umferðina í Pepsi-deildinni.

Hörður Magnússon stýrir þættinum að vanda en honum til aðstoðar í gær voru Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson.

Alls voru nítján mörk skoruð í leikjunum sex en næsta umferð fer fram á mánudaginn og þriðjudaginn í næstu viku.

Líkt og í fyrra verður styttri útgáfa af Pepsi-mörkunum birt á Vísi daginn eftir frumsýningu, á sama tíma og þátturinn er sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2.


Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 1-0 | Höskuldur hetja Blika

Breiðablik bjargaði sér með naumindum frá því að gera fjórða jafntefli sitt í röð þegar þeir tóku á móti Völsurum á Kópavogsvelli í kvöld. Valsarar unnu frækinn sigur á FH í síðustu umferð en hvorugt liðið náði einhverjum hæðum í kvöld. Leikurinn var illa leikinn að mestu og bragðdaufur en Höskuldur Gunnlaugsson bjargaði því sem bjargað varð og skoraði sigurmarkið á 81. mínútu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×