Meira malbikað frá Mývatni á Kópasker Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2015 20:30 Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag til brýnna úrbóta á vegakerfinu. Þetta kom fram í viðtali við Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker,“ syngur Helgi Björnsson í vinsælu dægurlagi þessa dagana. Til að komast þá leið þarf að skrölta um holótta og niðurgrafna malarvegi. En það horfir nú til bóta, með þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar. „Við erum að bæta 1.800 milljónum í samgöngumál fyrir árið 2015 sem við erum að setja til brýnna vegaframkvæmda. Þar erum við að horfa til vega sem eru tilbúnir í útboð núna strax svo hægt sé að hefja framkvæmdir. Þar horfum við á samspil mikilvægra samgönguframkvæmda og ferðamála,“ segir Ólöf Nordal.Frá lagningu nýja Dettifossvegarins vestan Jökulsár á Fjöllum árið 2009.Mynd/Stöð 2.Mest af aukaframlaginu, eða 800 milljónir, fer í að byggja upp Dettifossveg, reyndar ekki hjá Grímsstöðum, heldur að vestanverðu við Jökulsá á Fjöllum og verður drifið í að klára næstu áfanga, milli Ásbyrgis og Hljóðakletta. Áður var búið að leggja fyrsta áfanga vegarins, frá hringveginum á Mývatnsöræfum að Dettifossi. Þá verða Kjósarskarðsvegur og Uxahryggjavegur byggðir upp sem þýðir að nýjar tengingar fást milli Borgarfjarðar og Suðurlands sem ráðherra segir mjög mikilvægar til að flytja ferðamenn á milli svæða. Þá fara 500 milljónir króna aukalega í viðhald vega. Ráðherrann kynnir einnig samgönguáætlun til næstu fjögurra ára. Þar ber hæst að hefjast á handa við Dýrafjarðargöng árið 2017. En getur ráðherrann þar með sagt Vestfirðingum að það verði farið í Dýrafjarðargöng á þarnæsta ári? „Ég get að minnsta kosti sagt að það stendur í tillögu að samgönguáætlun, sem núna er að birtast þinginu. Síðan er það auðvitað þingsins að taka ákvarðanir. En forgangsröðunin er í þessa átt; að Dýrafjarðargöngin eru næst.“Séð að Dýrafjarðarbrú. Jarðgöngin verða grafin í gegnum fjallið handan brúar og yfir í Arnarfjörð.Mynd/Stöð 2. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Niðurskurðarhnífur skar Dettifossveg Bundið slitlag sem bætist við þjóðvegakerfið á þessu ári verður að öllum líkindum það minnsta í nærri fjörutíu ár. 2. apríl 2015 09:00 Lífsspursmál að eyða óvissunni um Dýrafjarðargöng Þetta segir í bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. 31. janúar 2014 08:07 Hálfur Dettifossvegur verri en enginn Ferðaþjónustuaðilar á norðausturhorni landsins óttast hrun, þegar bara hálfur Dettifossvegur verður opnaður meðfram Jökulsárgljúfrum næsta sumar, og segja að ferðamennirnir muni sleppa Ásbyrgi og byggðunum við norðurströndina. 25. október 2009 11:24 Dynjandisheiði opnast eftir 5 mánaða ófærð Hópur snjóruðningsmanna á fjórum vinnuvélum keppist nú við að ryðja snjó af þjóðveginum um Dynjandisheiði. 8. maí 2015 15:13 Flýgur til Reykjavíkur til að komast milli byggða á Vestfjörðum Hvernig ætli Reykvíkingum þætti það ef þeir kæmust ekki til Suðurlands nema aka fyrst norður til Blönduóss og þaðan suður yfir Kjöl? Þetta er sú staða sem uppi er á Vestfjörðum 17. mars 2014 22:31 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag til brýnna úrbóta á vegakerfinu. Þetta kom fram í viðtali við Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker,“ syngur Helgi Björnsson í vinsælu dægurlagi þessa dagana. Til að komast þá leið þarf að skrölta um holótta og niðurgrafna malarvegi. En það horfir nú til bóta, með þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar. „Við erum að bæta 1.800 milljónum í samgöngumál fyrir árið 2015 sem við erum að setja til brýnna vegaframkvæmda. Þar erum við að horfa til vega sem eru tilbúnir í útboð núna strax svo hægt sé að hefja framkvæmdir. Þar horfum við á samspil mikilvægra samgönguframkvæmda og ferðamála,“ segir Ólöf Nordal.Frá lagningu nýja Dettifossvegarins vestan Jökulsár á Fjöllum árið 2009.Mynd/Stöð 2.Mest af aukaframlaginu, eða 800 milljónir, fer í að byggja upp Dettifossveg, reyndar ekki hjá Grímsstöðum, heldur að vestanverðu við Jökulsá á Fjöllum og verður drifið í að klára næstu áfanga, milli Ásbyrgis og Hljóðakletta. Áður var búið að leggja fyrsta áfanga vegarins, frá hringveginum á Mývatnsöræfum að Dettifossi. Þá verða Kjósarskarðsvegur og Uxahryggjavegur byggðir upp sem þýðir að nýjar tengingar fást milli Borgarfjarðar og Suðurlands sem ráðherra segir mjög mikilvægar til að flytja ferðamenn á milli svæða. Þá fara 500 milljónir króna aukalega í viðhald vega. Ráðherrann kynnir einnig samgönguáætlun til næstu fjögurra ára. Þar ber hæst að hefjast á handa við Dýrafjarðargöng árið 2017. En getur ráðherrann þar með sagt Vestfirðingum að það verði farið í Dýrafjarðargöng á þarnæsta ári? „Ég get að minnsta kosti sagt að það stendur í tillögu að samgönguáætlun, sem núna er að birtast þinginu. Síðan er það auðvitað þingsins að taka ákvarðanir. En forgangsröðunin er í þessa átt; að Dýrafjarðargöngin eru næst.“Séð að Dýrafjarðarbrú. Jarðgöngin verða grafin í gegnum fjallið handan brúar og yfir í Arnarfjörð.Mynd/Stöð 2.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Niðurskurðarhnífur skar Dettifossveg Bundið slitlag sem bætist við þjóðvegakerfið á þessu ári verður að öllum líkindum það minnsta í nærri fjörutíu ár. 2. apríl 2015 09:00 Lífsspursmál að eyða óvissunni um Dýrafjarðargöng Þetta segir í bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. 31. janúar 2014 08:07 Hálfur Dettifossvegur verri en enginn Ferðaþjónustuaðilar á norðausturhorni landsins óttast hrun, þegar bara hálfur Dettifossvegur verður opnaður meðfram Jökulsárgljúfrum næsta sumar, og segja að ferðamennirnir muni sleppa Ásbyrgi og byggðunum við norðurströndina. 25. október 2009 11:24 Dynjandisheiði opnast eftir 5 mánaða ófærð Hópur snjóruðningsmanna á fjórum vinnuvélum keppist nú við að ryðja snjó af þjóðveginum um Dynjandisheiði. 8. maí 2015 15:13 Flýgur til Reykjavíkur til að komast milli byggða á Vestfjörðum Hvernig ætli Reykvíkingum þætti það ef þeir kæmust ekki til Suðurlands nema aka fyrst norður til Blönduóss og þaðan suður yfir Kjöl? Þetta er sú staða sem uppi er á Vestfjörðum 17. mars 2014 22:31 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30
Niðurskurðarhnífur skar Dettifossveg Bundið slitlag sem bætist við þjóðvegakerfið á þessu ári verður að öllum líkindum það minnsta í nærri fjörutíu ár. 2. apríl 2015 09:00
Lífsspursmál að eyða óvissunni um Dýrafjarðargöng Þetta segir í bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. 31. janúar 2014 08:07
Hálfur Dettifossvegur verri en enginn Ferðaþjónustuaðilar á norðausturhorni landsins óttast hrun, þegar bara hálfur Dettifossvegur verður opnaður meðfram Jökulsárgljúfrum næsta sumar, og segja að ferðamennirnir muni sleppa Ásbyrgi og byggðunum við norðurströndina. 25. október 2009 11:24
Dynjandisheiði opnast eftir 5 mánaða ófærð Hópur snjóruðningsmanna á fjórum vinnuvélum keppist nú við að ryðja snjó af þjóðveginum um Dynjandisheiði. 8. maí 2015 15:13
Flýgur til Reykjavíkur til að komast milli byggða á Vestfjörðum Hvernig ætli Reykvíkingum þætti það ef þeir kæmust ekki til Suðurlands nema aka fyrst norður til Blönduóss og þaðan suður yfir Kjöl? Þetta er sú staða sem uppi er á Vestfjörðum 17. mars 2014 22:31