Íslenski boltinn

Aron Sig: Spurning um að færa Fjölnisleikina á Vodafone-völlinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fjölnismaðurinn Aron Sigurðarson hefur farið vel af stað í Pepsi-deildinni í sumar.

Aron skoraði glæsilegt mark í 3-3 jafntefli Fjölnis og Vals á Vodafone-vellinum á mánudaginn með skoti af löngu færi. Það merkilega er að Aron hefur skorað fjögur mörk í efstu deild, þar af þrjú á sama markið á Vodafone-vellinum (það sem er nær Öskjuhlíðinni).

Valtýr Björn Valtýsson fór með Aron í heimsókn á Vodafone-völlinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Aðspurður hvort hann væri á leið í Val hafði Aron þetta að segja:

„Nei, ég er ekki á leið í Val. En ég hef fundið mig vel hér svo það spurning um að færa leiki Fjölnis hingað,“ sagði Aron í léttum dúr en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Grafarvogsliðið í gær.

Hann kvaðst ósáttur að hafa ekki náð í sigur gegn Val en bætti því við að Fjölnisliðið sé sterkara en í fyrra.

„Við erum stöðugri. Við höfum unnið tvo leiki, gert tvö jafntefli og bara tapað einu sinni. Við erum að safna stigum og þetta gengur ágætlega,“ sagði Aron en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×