Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2015 11:59 Ingólfur Helgason, annar frá hægri, í héraðsdómi í liðinni viku. vísir/gva Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. Hún sagði að starf sitt hefði aðallega snúist um starfsmannaviðskipti og að sjá um málefni sem tengdust innherjum og innherjaviðskiptum. Þá sinnti hún jafnframt fræðslu fyrir starfsmenn en regluvörður var ekki hluti af innra eftirliti bankans. Aðspurð sagði Ólöf að eftirlit með starfsemi eigin viðskipta bankans hafi ekki verið í hennar verkahring en þó voru samskipti hennar við starfsmenn þeirrar deildar nokkuð mikil. Sagði hún þau samskipti hafi mikið snúist um málefni sem tengdust Kínamúrum innan bankans. „Leiðbeiningar Fjármálaeftirlitsins varðandi Kínamúraaðskilnað voru til dæmis ekkert rosalega skýrar. Ég útbjó þess vegna minnisblað um hvernig þetta átti að virka og setti upp mynd hvernig þetta virkaði og skiptist niður,” sagði Ólöf.Frekar upplýsingaöflun en fyrirmæli Komið hefur fram hjá starfsmönnum eigin viðskipta að sjálfstæði deildarinnar hafi verið takmarkað hvað varðaði viðskipti með bréf í Kaupþingi. Afskipti Ingólfs Helgasonar, forstjóra bankans á Íslandi, hafi til að mynda verið mikil en Ólöf minntist þess ekki að starfsmenn eigin viðskipta hafi leitað sérstaklega til hennar vegna afskipta Ingólfs. „Eins og ég man okkar samtöl þá var það frekar að það væri verið að hringja og afla upplýsinga frá deildinni en ég man ekki eftir því að hafa skilið það sem fyrirmæli. Ingólfur hafði töluverðar heimildir til að afla sér upplýsinga frá deildinni en það er svo allt annar handleggur ef hann var að gefa fyrirmæli.” Ólöf sagði að ef hún hefði skilið það sem svo að forstjórinn hefði verið að gefa fyrirmæli þá hefði hún aldrei samþykkt það. Hennar skilningur hafi verið sá að deild eigin viðskipta hafi verið sjálfstæði í sínum störfum og aðskilin frá öðrum deildum bankans enda hafi það verið forsenda tilvistar slíkrar deildar innan bankans. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Segir Hreiðar, Sigurð og Ingólf hafa tekið ákvarðanir um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi Fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings sagði við vitnaleiðslur í dag að deildin hafi ekki verið sjálfstæð þegar kom að viðskiptum með hlutabréf í bankanum sjálfum. 7. maí 2015 17:46 Kínamúrarnir virðast ekki hafa verið nægilega sterkir "Ljóst er að þessi staða hefur aukið talsvert við hvata bankanna til þess að styðja við eigið hlutabréfaverð,“ sagði í bréfi Baldurs Thorlacius til Fjármálaeftirlitsins árið 2011. 7. maí 2015 13:32 Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Baldur Thorlacius nefndi sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. 7. maí 2015 11:56 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. Hún sagði að starf sitt hefði aðallega snúist um starfsmannaviðskipti og að sjá um málefni sem tengdust innherjum og innherjaviðskiptum. Þá sinnti hún jafnframt fræðslu fyrir starfsmenn en regluvörður var ekki hluti af innra eftirliti bankans. Aðspurð sagði Ólöf að eftirlit með starfsemi eigin viðskipta bankans hafi ekki verið í hennar verkahring en þó voru samskipti hennar við starfsmenn þeirrar deildar nokkuð mikil. Sagði hún þau samskipti hafi mikið snúist um málefni sem tengdust Kínamúrum innan bankans. „Leiðbeiningar Fjármálaeftirlitsins varðandi Kínamúraaðskilnað voru til dæmis ekkert rosalega skýrar. Ég útbjó þess vegna minnisblað um hvernig þetta átti að virka og setti upp mynd hvernig þetta virkaði og skiptist niður,” sagði Ólöf.Frekar upplýsingaöflun en fyrirmæli Komið hefur fram hjá starfsmönnum eigin viðskipta að sjálfstæði deildarinnar hafi verið takmarkað hvað varðaði viðskipti með bréf í Kaupþingi. Afskipti Ingólfs Helgasonar, forstjóra bankans á Íslandi, hafi til að mynda verið mikil en Ólöf minntist þess ekki að starfsmenn eigin viðskipta hafi leitað sérstaklega til hennar vegna afskipta Ingólfs. „Eins og ég man okkar samtöl þá var það frekar að það væri verið að hringja og afla upplýsinga frá deildinni en ég man ekki eftir því að hafa skilið það sem fyrirmæli. Ingólfur hafði töluverðar heimildir til að afla sér upplýsinga frá deildinni en það er svo allt annar handleggur ef hann var að gefa fyrirmæli.” Ólöf sagði að ef hún hefði skilið það sem svo að forstjórinn hefði verið að gefa fyrirmæli þá hefði hún aldrei samþykkt það. Hennar skilningur hafi verið sá að deild eigin viðskipta hafi verið sjálfstæði í sínum störfum og aðskilin frá öðrum deildum bankans enda hafi það verið forsenda tilvistar slíkrar deildar innan bankans.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Segir Hreiðar, Sigurð og Ingólf hafa tekið ákvarðanir um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi Fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings sagði við vitnaleiðslur í dag að deildin hafi ekki verið sjálfstæð þegar kom að viðskiptum með hlutabréf í bankanum sjálfum. 7. maí 2015 17:46 Kínamúrarnir virðast ekki hafa verið nægilega sterkir "Ljóst er að þessi staða hefur aukið talsvert við hvata bankanna til þess að styðja við eigið hlutabréfaverð,“ sagði í bréfi Baldurs Thorlacius til Fjármálaeftirlitsins árið 2011. 7. maí 2015 13:32 Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Baldur Thorlacius nefndi sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. 7. maí 2015 11:56 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Segir Hreiðar, Sigurð og Ingólf hafa tekið ákvarðanir um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi Fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings sagði við vitnaleiðslur í dag að deildin hafi ekki verið sjálfstæð þegar kom að viðskiptum með hlutabréf í bankanum sjálfum. 7. maí 2015 17:46
Kínamúrarnir virðast ekki hafa verið nægilega sterkir "Ljóst er að þessi staða hefur aukið talsvert við hvata bankanna til þess að styðja við eigið hlutabréfaverð,“ sagði í bréfi Baldurs Thorlacius til Fjármálaeftirlitsins árið 2011. 7. maí 2015 13:32
Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Baldur Thorlacius nefndi sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. 7. maí 2015 11:56