Bróðir Adebayors stelur öllu steini léttara Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2015 15:00 Emmanuel er ekki sáttur. vísir/getty Emmanuel Adebayor, framherji Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, skrifaði reiðipistil á Facebook-síðu sína um bróður sinn, Rotimi. Sá er mikill þjófur virðist vera, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tógómaðurinn notar opinbera Facebook-síðu sína til að skammast yfir systkinum sínum. „Árið 2002 fór ég í Afríkukeppnina í Malí og varð þess heiðurs aðnjótandi að skipta á treyjum við Marc-Vivien Foé. Megi hann hvíla í friði,“ segir Adebayor, en Foé, sem var landsliðsmaður Kamerún, lést í miðjum leik í Álfukeppninni ári síðar. „Þegar ég kom aftur til Tógó setti ég þá treyju á öruggan stað, en bróðir minn fann leið til að stela henni og seldi hana svo.“ „Þegar ég fór frá Metz til Monaco komumst við í Meistaradeildina og spiluðum þar gegn Real Madrid. Ég var svo heppinn að fá treyju Zidane áritaða, en bróðir minn stal henni líka og seldi.“ Adebayor hélt áfram að skammast yfir bróður sínum sem lagðist svo lágt að stela af móður þeirra. „Þegar ég var hjá Metz fékk ég 15.000 evrur í laun á mánuði. Ég vildi gefa móður minni eitthvað sérstakt fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Ég vildi gleðja hana,“ segir Adebayor. „Ég ákvað nota þriggja mánaða laun og kaupa handa henni Cartier-hálsfesti. Hún kostaði 45.000 evrur. Rotimi og félagar hans, Akim og Tao, stálu henni og seldu fyrir 800 evrur,“ segir Emmanuel Adebayor. Enski boltinn Tógó Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira
Emmanuel Adebayor, framherji Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, skrifaði reiðipistil á Facebook-síðu sína um bróður sinn, Rotimi. Sá er mikill þjófur virðist vera, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tógómaðurinn notar opinbera Facebook-síðu sína til að skammast yfir systkinum sínum. „Árið 2002 fór ég í Afríkukeppnina í Malí og varð þess heiðurs aðnjótandi að skipta á treyjum við Marc-Vivien Foé. Megi hann hvíla í friði,“ segir Adebayor, en Foé, sem var landsliðsmaður Kamerún, lést í miðjum leik í Álfukeppninni ári síðar. „Þegar ég kom aftur til Tógó setti ég þá treyju á öruggan stað, en bróðir minn fann leið til að stela henni og seldi hana svo.“ „Þegar ég fór frá Metz til Monaco komumst við í Meistaradeildina og spiluðum þar gegn Real Madrid. Ég var svo heppinn að fá treyju Zidane áritaða, en bróðir minn stal henni líka og seldi.“ Adebayor hélt áfram að skammast yfir bróður sínum sem lagðist svo lágt að stela af móður þeirra. „Þegar ég var hjá Metz fékk ég 15.000 evrur í laun á mánuði. Ég vildi gefa móður minni eitthvað sérstakt fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Ég vildi gleðja hana,“ segir Adebayor. „Ég ákvað nota þriggja mánaða laun og kaupa handa henni Cartier-hálsfesti. Hún kostaði 45.000 evrur. Rotimi og félagar hans, Akim og Tao, stálu henni og seldu fyrir 800 evrur,“ segir Emmanuel Adebayor.
Enski boltinn Tógó Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira