BANDALOOP dansar á Aðalstræti 6 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. maí 2015 16:44 Bandaríski dansflokkurinn BANDALOOP er kominn til landsins og hefur hafið æfingar á framhlið Aðalstrætis 6 við Ingólfstorg. Hópurinn mun flytja opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík á húsinu á miðvikudag klukkan 17.30. BANDALOOP hefur sýnt á þekktum byggingum víða um veröld svo sem á Kauphöllinni í New York, IFC turninum í Seoul, höfuðstöðvum IBM í Sao Paolo, Nálinni í Seattle og svo mætti lengi telja. Loftdans eða lóðréttan dans mætti kalla það þegar dansað er á lóðréttum fleti, í línu líkt og í klettaklifri en BANDALOOP hefur sérhæft sig í slíkum dansi frá því á 10. áratug síðustu aldar undir listrænni stjórn Ameliu Rudolph. Í lóðréttum dansi sameinast danstækni, líkamlegur styrkur og klifurtækni í magnaðri upplifun fyrir áhorfendur. Óhefðbundin tengsl við þyngdaraflið og náin tengsl við náttúruna eru leiðarstefið í verkum Ameliu Rudolph sem hefur leitt dansflokk sinn fram á ystu brún, í bókstaflegri merkingu, á skýjakljúfum og klettabjörgum víðs vegar um heiminn. Þannig teygir flokkurinn hugmyndir okkar um dans og útivist til hins ítrasta. Á morgun, þriðjudag mun vera opin æfing kl.14.30 við Ingólfstorg og generalprufa kl.17.30. Strax að henni lokinni geta áhorfendur rætt við dansara og aðstandendur fyrir framan bygginguna. Hér að neðan má sjá upptöku af því þegar tveir dansarar hópsins dansa á ráðhúsi Oakland í Kaliforníu. Listahátíð í Reykjavík Menning Tengdar fréttir Górillustelpur og klifurdans Tveir heimsfrægir listhópar opna Listahátíð Reykjavíkur í ár með opnum viðburðum miðborginni sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. 9. apríl 2015 13:00 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Bandaríski dansflokkurinn BANDALOOP er kominn til landsins og hefur hafið æfingar á framhlið Aðalstrætis 6 við Ingólfstorg. Hópurinn mun flytja opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík á húsinu á miðvikudag klukkan 17.30. BANDALOOP hefur sýnt á þekktum byggingum víða um veröld svo sem á Kauphöllinni í New York, IFC turninum í Seoul, höfuðstöðvum IBM í Sao Paolo, Nálinni í Seattle og svo mætti lengi telja. Loftdans eða lóðréttan dans mætti kalla það þegar dansað er á lóðréttum fleti, í línu líkt og í klettaklifri en BANDALOOP hefur sérhæft sig í slíkum dansi frá því á 10. áratug síðustu aldar undir listrænni stjórn Ameliu Rudolph. Í lóðréttum dansi sameinast danstækni, líkamlegur styrkur og klifurtækni í magnaðri upplifun fyrir áhorfendur. Óhefðbundin tengsl við þyngdaraflið og náin tengsl við náttúruna eru leiðarstefið í verkum Ameliu Rudolph sem hefur leitt dansflokk sinn fram á ystu brún, í bókstaflegri merkingu, á skýjakljúfum og klettabjörgum víðs vegar um heiminn. Þannig teygir flokkurinn hugmyndir okkar um dans og útivist til hins ítrasta. Á morgun, þriðjudag mun vera opin æfing kl.14.30 við Ingólfstorg og generalprufa kl.17.30. Strax að henni lokinni geta áhorfendur rætt við dansara og aðstandendur fyrir framan bygginguna. Hér að neðan má sjá upptöku af því þegar tveir dansarar hópsins dansa á ráðhúsi Oakland í Kaliforníu.
Listahátíð í Reykjavík Menning Tengdar fréttir Górillustelpur og klifurdans Tveir heimsfrægir listhópar opna Listahátíð Reykjavíkur í ár með opnum viðburðum miðborginni sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. 9. apríl 2015 13:00 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Górillustelpur og klifurdans Tveir heimsfrægir listhópar opna Listahátíð Reykjavíkur í ár með opnum viðburðum miðborginni sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. 9. apríl 2015 13:00