Hverjir eru hvar í Kaupþingsréttarhöldunum? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. maí 2015 09:15 Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason. Vísir Aðalmeðferð í allsherjarmarkaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hefur nú staðið yfir í tæpar 4 vikur. Alls eru níu fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn bankans ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik á ellefu mánaða tímabili fyrir hrunið í október 2008. Skýrslutökur yfir ákærðu tóku alls ellefu daga og hófust vitnaleiðslur fyrir rúmri viku síðan. Yfir fimmtíu manns hafa komið fyrir dóminn og gefið skýrslu og hefur vitnisburður sumra vakið meiri athygli en annarra. Það var til að mynda þétt setið í dómsalnum þegar Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings og einn af ákærðu í málinu, kom og gaf skýrslu. Þó voru þá fjarverandi starfsmennirnir „á gólfinu” sem einnig eru ákærðir í málinu, verðbréfasalarnir Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson. Sakborningarnir hafa því mismikið látið sjá sig í dómsal og tók Vísir saman smá samantekt um viðveru níumenninganna í réttarhöldunum.Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu.Vísir/GVASigurður verið minnst í dómsalHreiðar Már Sigurðsson: Forstjórinn fyrrverandi hefur aðeins setið aðalmeðferðina í einn dag, það er þegar hann kom og gaf skýrslu. Eins og kunnugt er situr hann nú í fangelsinu á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins en það tekur tæpa þrjá tíma að keyra þaðan til Reykjavíkur. Fangelsismálastofnun segist ekki hafa yfir nægum mannskap og tækjum að ráða til að keyra á milli Reykjavíkur og Kvíabryggju á hverjum degi. Hreiðari var því boðið að dvelja á gæsluvarðhaldsganginum í Hegningarhúsinu svo hann gæti mætt í dómsal. Sigurður Einarsson gaf skýrslu og hélt svo aftur á Kvíabryggju.Vísir/GVAÍ tilfinningaþrunginni ræðu sem hann hélt áður en saksóknari spurði hann út í ákæruatriðin kvaðst Hreiðar ekki treysta sér til þess að dvelja á gæsluvarðhaldsganginum. Þá kom jafnframt fram að hann telur slíka málsmeðferð ekki í samræmi við mannréttindasáttmála Evrópu.Sjá einnig: Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra Sigurður Einarsson: Líkt og Hreiðar afplánar Sigurður, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, fangelsisdóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins. Skýrslutakan yfir honum tók hálfan dag og fór hann strax aftur á Kvíabryggju að henni lokinni. Hann hefur því verið minnst í dómsal af sakborningunum níu. Sigurður sagði meðal annars fyrir dómnum að réttur hans til að vera viðstaddur aðalmeðferðina hefði verið fótum troðinn af yfirvöldum.Magnús Guðmundsson hefur verið reglulegur gestur í dómssal.vísir/gvaMagnús komið oft í fylgd fangavarðaMagnús Guðmundsson: Fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg var einnig dæmdur í fangelsi vegna Al Thani-málsins og hefur hafið afplánun. RÚV greindi frá því að hún hefði hafist í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og má gera ráð fyrir því að Magnús sé nú búinn að dvelja þar í nokkrar vikur þar sem hann hefur oft komið í dómsal í fylgd fangavarða. Hvert Magnús fer svo liggur ekki fyrir en einn staður sem kemur til greina er Kvíabryggja þar sem hann myndi hitta félaga sína úr Kaupþingi. Ingólfur Helgason: Fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi er eini sakborningurinn sem hefur verið viðstaddur öll réttarhöldin og varla misst mínútu úr. Skal kannski engan undra því mörg spjót hafa beinst að honum við aðalmeðferðina.Sjá einnig: Var ekki einvaldur í KaupþingiEinar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings, ásamt verjanda sínum.vísir/gvaStarfsmennirnir „á gólfinu” verið mikið í dómsalEinar Pálmi Sigmundsson: Fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta hefur setið meirihluta réttarhaldanna. Hann var fjarverandi þegar topparnir Hreiðar, Sigurður og Magnús gáfu skýrslu en hlustaði á framburð Ingólfs enda áttu þeir í miklum samskiptum á ákærutímabilinu. Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson (verðbréfasalar í eigin viðskiptum): Starfsmennirnir „á gólfinu” sem ákærðir eru fyrir markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi. Pétur og Birnir keyptu hlutabréfin fyrir hönd bankans í miklum mæli á ákærutímabilinu, og eiga að hafa gert það að undirlagi Hreiðars, Sigurðar, Magnúsar, Ingólfs og Einars Pálma. Verðbréfasalarnir fyrrverandi hafa verið mikið í dómsal en mættu þó ekki þegar Hreiðar, Sigurður og Magnús gáfu skýrslu.Sjá einnig: Ákærði brotnaði niður í dómsal Bjarki Diego og Björk Þórarinsdóttir (sátu í lánanefnd Kaupþings á Íslandi): Bjarki var framkvæmdastjóri útlána hjá bankanum og Björk starfsmaður fyrirtækjasviðs. Þau létu lítið sjá sig í réttarsal fyrstu daga aðalmeðferðarinnar þegar starfsmenn eigin viðskipta gáfu skýrslu, en mættu svo þegar forstjórarnir og stjórnarformaðurinn komu fyrir dóminn. Bjarki og Björk eru ákærð fyrir söluhlið málsins; það sem snýr að lánveitingum Kaupþings til eignarhaldsfélaga svo þau gætu keypt hlutabréf í bankanum. Þau eru einu sakborningarnir sem gáfu skýrslu úr vitnastúkunni; aðrir sátu við lögmanna sinna. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir mætti í dómssal.Vísir/ValliHéraðsdómari og borgarfulltrúi litu viðÝmsir hafa svo litið við í dómsal til að fylgjast með réttarhöldunum. Það vakti til dæmis athygli þegar héraðsdómarinn Þórður S. Gunnarsson mætti, að því er virtist bara til að hlusta á framburð Egils Ágústssonar. Egill átti eignarhaldsfélagið Desulo Trading Ltd sem fékk milljarða að láni hjá Kaupþingi til þess að kaupa hlutabréf í bankanum. Hann bar fyrir dómi að hafa lítið sem ekkert vitað um viðskiptin og sagðist hafa lesið um það í Rannsóknarskýrslu Alþingis hvað Desulo hafði keypt mikið í bankanum. Þá kíkti líka borgarfulltrúinn Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir við í hálftíma einn daginn en hún er lögmaður og sagðist í samtali við Vísi hafa haft gaman að því að sjá hversu tæknilegt dómþingið var. Kærastinn hennar er Gizur Bergsteinsson, verjandi Einars Pálma. Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Telur ákæruna byggða á misskilningi Björk Þórarinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækjasviðs Kaupþings og nefndarmaður í lánanefnd Kaupþings-samstæðunnar, gaf skýrslu í markaðsmisnotkunarmálinu í dag. 6. maí 2015 16:41 Allt nema ristavélin tekið við húsleit Skýrslutaka yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en hann er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans. 5. maí 2015 15:32 Sigurður Einarsson í héraðsdómi: „Traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar“ Dagurinn byrjaði á því að Sigurður sagði nokkur orð. 5. maí 2015 09:45 Grunaður í fimm ár: Valdið ákærða miklu hugarangri og sett álag á hans nánustu "Ég er saklaus af þeim ávirðingum sem á mig eru bornar,” sagði Birnir Sær Björnsson, fyrrum verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings, við upphaf skýrslutöku. 22. apríl 2015 15:33 Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 6. maí 2015 15:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Aðalmeðferð í allsherjarmarkaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hefur nú staðið yfir í tæpar 4 vikur. Alls eru níu fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn bankans ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik á ellefu mánaða tímabili fyrir hrunið í október 2008. Skýrslutökur yfir ákærðu tóku alls ellefu daga og hófust vitnaleiðslur fyrir rúmri viku síðan. Yfir fimmtíu manns hafa komið fyrir dóminn og gefið skýrslu og hefur vitnisburður sumra vakið meiri athygli en annarra. Það var til að mynda þétt setið í dómsalnum þegar Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings og einn af ákærðu í málinu, kom og gaf skýrslu. Þó voru þá fjarverandi starfsmennirnir „á gólfinu” sem einnig eru ákærðir í málinu, verðbréfasalarnir Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson. Sakborningarnir hafa því mismikið látið sjá sig í dómsal og tók Vísir saman smá samantekt um viðveru níumenninganna í réttarhöldunum.Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu.Vísir/GVASigurður verið minnst í dómsalHreiðar Már Sigurðsson: Forstjórinn fyrrverandi hefur aðeins setið aðalmeðferðina í einn dag, það er þegar hann kom og gaf skýrslu. Eins og kunnugt er situr hann nú í fangelsinu á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins en það tekur tæpa þrjá tíma að keyra þaðan til Reykjavíkur. Fangelsismálastofnun segist ekki hafa yfir nægum mannskap og tækjum að ráða til að keyra á milli Reykjavíkur og Kvíabryggju á hverjum degi. Hreiðari var því boðið að dvelja á gæsluvarðhaldsganginum í Hegningarhúsinu svo hann gæti mætt í dómsal. Sigurður Einarsson gaf skýrslu og hélt svo aftur á Kvíabryggju.Vísir/GVAÍ tilfinningaþrunginni ræðu sem hann hélt áður en saksóknari spurði hann út í ákæruatriðin kvaðst Hreiðar ekki treysta sér til þess að dvelja á gæsluvarðhaldsganginum. Þá kom jafnframt fram að hann telur slíka málsmeðferð ekki í samræmi við mannréttindasáttmála Evrópu.Sjá einnig: Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra Sigurður Einarsson: Líkt og Hreiðar afplánar Sigurður, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, fangelsisdóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins. Skýrslutakan yfir honum tók hálfan dag og fór hann strax aftur á Kvíabryggju að henni lokinni. Hann hefur því verið minnst í dómsal af sakborningunum níu. Sigurður sagði meðal annars fyrir dómnum að réttur hans til að vera viðstaddur aðalmeðferðina hefði verið fótum troðinn af yfirvöldum.Magnús Guðmundsson hefur verið reglulegur gestur í dómssal.vísir/gvaMagnús komið oft í fylgd fangavarðaMagnús Guðmundsson: Fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg var einnig dæmdur í fangelsi vegna Al Thani-málsins og hefur hafið afplánun. RÚV greindi frá því að hún hefði hafist í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og má gera ráð fyrir því að Magnús sé nú búinn að dvelja þar í nokkrar vikur þar sem hann hefur oft komið í dómsal í fylgd fangavarða. Hvert Magnús fer svo liggur ekki fyrir en einn staður sem kemur til greina er Kvíabryggja þar sem hann myndi hitta félaga sína úr Kaupþingi. Ingólfur Helgason: Fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi er eini sakborningurinn sem hefur verið viðstaddur öll réttarhöldin og varla misst mínútu úr. Skal kannski engan undra því mörg spjót hafa beinst að honum við aðalmeðferðina.Sjá einnig: Var ekki einvaldur í KaupþingiEinar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings, ásamt verjanda sínum.vísir/gvaStarfsmennirnir „á gólfinu” verið mikið í dómsalEinar Pálmi Sigmundsson: Fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta hefur setið meirihluta réttarhaldanna. Hann var fjarverandi þegar topparnir Hreiðar, Sigurður og Magnús gáfu skýrslu en hlustaði á framburð Ingólfs enda áttu þeir í miklum samskiptum á ákærutímabilinu. Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson (verðbréfasalar í eigin viðskiptum): Starfsmennirnir „á gólfinu” sem ákærðir eru fyrir markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi. Pétur og Birnir keyptu hlutabréfin fyrir hönd bankans í miklum mæli á ákærutímabilinu, og eiga að hafa gert það að undirlagi Hreiðars, Sigurðar, Magnúsar, Ingólfs og Einars Pálma. Verðbréfasalarnir fyrrverandi hafa verið mikið í dómsal en mættu þó ekki þegar Hreiðar, Sigurður og Magnús gáfu skýrslu.Sjá einnig: Ákærði brotnaði niður í dómsal Bjarki Diego og Björk Þórarinsdóttir (sátu í lánanefnd Kaupþings á Íslandi): Bjarki var framkvæmdastjóri útlána hjá bankanum og Björk starfsmaður fyrirtækjasviðs. Þau létu lítið sjá sig í réttarsal fyrstu daga aðalmeðferðarinnar þegar starfsmenn eigin viðskipta gáfu skýrslu, en mættu svo þegar forstjórarnir og stjórnarformaðurinn komu fyrir dóminn. Bjarki og Björk eru ákærð fyrir söluhlið málsins; það sem snýr að lánveitingum Kaupþings til eignarhaldsfélaga svo þau gætu keypt hlutabréf í bankanum. Þau eru einu sakborningarnir sem gáfu skýrslu úr vitnastúkunni; aðrir sátu við lögmanna sinna. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir mætti í dómssal.Vísir/ValliHéraðsdómari og borgarfulltrúi litu viðÝmsir hafa svo litið við í dómsal til að fylgjast með réttarhöldunum. Það vakti til dæmis athygli þegar héraðsdómarinn Þórður S. Gunnarsson mætti, að því er virtist bara til að hlusta á framburð Egils Ágústssonar. Egill átti eignarhaldsfélagið Desulo Trading Ltd sem fékk milljarða að láni hjá Kaupþingi til þess að kaupa hlutabréf í bankanum. Hann bar fyrir dómi að hafa lítið sem ekkert vitað um viðskiptin og sagðist hafa lesið um það í Rannsóknarskýrslu Alþingis hvað Desulo hafði keypt mikið í bankanum. Þá kíkti líka borgarfulltrúinn Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir við í hálftíma einn daginn en hún er lögmaður og sagðist í samtali við Vísi hafa haft gaman að því að sjá hversu tæknilegt dómþingið var. Kærastinn hennar er Gizur Bergsteinsson, verjandi Einars Pálma.
Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Telur ákæruna byggða á misskilningi Björk Þórarinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækjasviðs Kaupþings og nefndarmaður í lánanefnd Kaupþings-samstæðunnar, gaf skýrslu í markaðsmisnotkunarmálinu í dag. 6. maí 2015 16:41 Allt nema ristavélin tekið við húsleit Skýrslutaka yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en hann er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans. 5. maí 2015 15:32 Sigurður Einarsson í héraðsdómi: „Traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar“ Dagurinn byrjaði á því að Sigurður sagði nokkur orð. 5. maí 2015 09:45 Grunaður í fimm ár: Valdið ákærða miklu hugarangri og sett álag á hans nánustu "Ég er saklaus af þeim ávirðingum sem á mig eru bornar,” sagði Birnir Sær Björnsson, fyrrum verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings, við upphaf skýrslutöku. 22. apríl 2015 15:33 Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 6. maí 2015 15:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Telur ákæruna byggða á misskilningi Björk Þórarinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækjasviðs Kaupþings og nefndarmaður í lánanefnd Kaupþings-samstæðunnar, gaf skýrslu í markaðsmisnotkunarmálinu í dag. 6. maí 2015 16:41
Allt nema ristavélin tekið við húsleit Skýrslutaka yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en hann er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans. 5. maí 2015 15:32
Sigurður Einarsson í héraðsdómi: „Traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar“ Dagurinn byrjaði á því að Sigurður sagði nokkur orð. 5. maí 2015 09:45
Grunaður í fimm ár: Valdið ákærða miklu hugarangri og sett álag á hans nánustu "Ég er saklaus af þeim ávirðingum sem á mig eru bornar,” sagði Birnir Sær Björnsson, fyrrum verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings, við upphaf skýrslutöku. 22. apríl 2015 15:33
Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 6. maí 2015 15:00