Viðskipti innlent

Arngrímur dómari skilur vitnin núna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá aðalmeðferð málsins.
Frá aðalmeðferð málsins. vísir/gva
Vitnaleiðslum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings lauk á ellefta tímanum í dag. Framundan er munnlegur málflutningur sem mun taka alla næstu viku og jafnvel eitthvað fram í vikuna á eftir.

Áður en dómþingi lauk í dag kallaði dómsformaður, Arngrímur Ísberg, eftir því hversu langar ræður ákæruvaldið og verjendur hygðust flytja í málflutningi. Lagði hann mikla áherslu á mikilvægi málflutningsins fyrir dóminn og að menn slægju ekkert af í ræðum sínum.

Þinghaldið mun standa frá 9-16 eins og verið hefur en Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, spurði hvort ekki væri betra að hætta klukkan 15. Sagðist hann hafa verið í einu máli þar sem Arngrímur var dómari og hefði þá verið á því að ekki væri ráðlegt að sitja málflutning lengur en sex tíma.

Dómsformaðurinn velti þessu aðeins fyrir sér en sagði svo:

„Nú skil ég framburð margra vitnanna, ég man ekkert eftir þessu.”


Tengdar fréttir

Hverjir eru hvar í Kaup­þings­réttar­höldunum?

Ingólfur Helgason er eini sakborningurinn sem setið hefur alla aðalmeðferðina. Sigurður Einarsson kom í hálfan dag og starfsmennirnir "á gólfinu” létu ekki sjá sig þegar topparnir gáfu skýrslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×