„Ég hefði mögulega játað á mig morð í þessum símtölum” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. maí 2015 13:11 Frosti Reyr var forstöðumaður verðbréfamiðlunar hjá Kaupþingi. vísir/gva Frosti Reyr Rúnarsson, fyrrverandi forstöðumaður hjá verðbréfamiðlun Kaupþings, var seinasta vitnið sem kom fyrir dóminn í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans. Björn Þorvaldsson, saksóknari, byrjaði á að vekja athygli dómsins á því að Frosti hefði á ákveðnum tímapunkti verið með stöðu sakbornings í málinu. Arngrímur Ísberg, dómsformaður, brýndi þá fyrir vitninu að hann mætti neita að svara spurningum sem gætu bent til sektar hans. Frosti svaraði spurningum saksóknara um deild eigin viðskipta bankans og kvaðst til að mynda vita að eigin viðskipti voru með óformlega viðskiptavakt í hlutabréfum Kaupþings. Hvað varðaði hversu mikið bankinn ætti í sjálfum sér á hverjum tíma sagðist Frosti hafa séð það í hlutahafaskrá bankans sem gefin var út í hverri viku. Hann kvaðst svo ekki vita hver hefði lagt línuna varðandi hversu mikið eigin viðskipti ættu að kaupa í hlutabréfum í bankanum eða hversu mikið tap varð af viðskiptunum.„Ekki mikið umburðarlyndi gagnvart bankamönnum á þessum tíma”Tvö símtöl voru spiluð fyrir dómi í dag sem hleruð voru við rannsókn málsins vorið 2010 eftir að Rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Í öðru þeirra ræðir Frosti við vin sinn og segir að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafi ráðið “öllu í bankanum” en að Hreiðar Már Sigurðsson hafi hins vegar verið forstjóri og hefði því borið ábyrgð á daglegum rekstri bankans. Beðinn um að útskýra orð sín varðandi það að Sigurður hafi ráðið öllu sagði Frosti: „Ég hafði í raun ekkert fyrir mér í þessu. Þetta símtal á sér stað þarna eftir að Rannsóknarskýrsla Alþingis kemur út og það var ekki mikið umburðarlyndi gagnvart bankamönnum á þessum tíma. [...] Ég var bara að reyna að eyða þessu tali.” Saksóknari gekk þá á hann og reyndi Frosti þá aftur að útskýra andrúmsloftið í samfélaginu þegar símtalið átti sér stað: „Ég hefði mögulega játað á mig morð í þessum símtölum.”„Er þetta ekki bara eitthvað starfsmannakjaftæði?”Í öðru símtali sem Frosti átti við annan fyrrverandi starfsmann Kaupþings segir hann: „Maður horfir líka á greyið Ingólf Helgason [forstjóra Kaupþings á Íslandi] sem að náttúrulega réð aldrei neinu í þessum blessaða banka.” Aftur spurði saksóknari Frosta út í orð hans og sagðist hann aftur bara hafa verið að reyna að eyða tali. Verjendur ákærðu í málinu voru vægast sagt ósáttir við spurningar saksóknarans og spurði Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, hvers konar sönnunarfærsla væri að eiga sér stað. Dómsformaður blandaði sér þá í málið og sagði að vitnið væri að gefa útskýringar á orðum sínum og verjendur ættu að hlusta eftir því. Hann spurði svo sjálfur vitnið: „Hvað veist þú sem forstöðumaður í verðbréfamiðlun hver réð hverju? Er þetta ekki bara eitthvað starfsmannakjaftæði?” Frosti hugsaði sig þá um og virtist vera að tala um Ingólf Helgason: „Hann var hvorki stjórnarformaður eða forstjóri bankans.”Keyrði og tilkynnti viðskiptin að beiðni Ingólfs HelgasonarSaksóknari spilaði svo nokkur símtöl sem Frosti átti við starfsmenn Kaupþings og Glitnis vegna hlutabréfaviðskipta á ákærutímabilinu. Reyndi hann meðal annars að fá fram hvað Frosti hefði vitað um hlutabréfakaup eignarhaldsfélaganna Holt Investment, Mata, Desulo og svo fjárfestins Kevins Stanford. Allir þessir aðilar keyptu hlutabréf í Kaupþingi fyrir milljarða króna á árinu 2008 með fullri fjármögnun bankans sjálfs. Sjaldan voru aðrar tryggingar fyrir lánunum en veð í hlutabréfunum sjálfum. Frosti kvaðst hafa keyrt öll þessi viðskipti og tilkynnt þau í Kauphöllina að beiðni Ingólfs Helgasonar. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um það hver hefði ákveðið magn, verð eða fjármögnun viðskiptanna. Frosti sagði að Ingólfur hefði tilkynnt honum magn og verð og hann keyrt viðskiptin. Eftir á hefði hann svo fengið upplýsingar um fjármögnunina í einhverjum tilfellum en hann kvaðst ekki muna hvaðan hann hefði fengið þær upplýsingar. Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Arngrímur dómari skilur vitnin núna Vitnaleiðslum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings lauk í dag en stíf dagskrá er framundan í næstu viku þegar málflutningur fer fram. 15. maí 2015 11:42 Hverjir eru hvar í Kaupþingsréttarhöldunum? Ingólfur Helgason er eini sakborningurinn sem setið hefur alla aðalmeðferðina. Sigurður Einarsson kom í hálfan dag og starfsmennirnir "á gólfinu” létu ekki sjá sig þegar topparnir gáfu skýrslu. 15. maí 2015 09:15 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Frosti Reyr Rúnarsson, fyrrverandi forstöðumaður hjá verðbréfamiðlun Kaupþings, var seinasta vitnið sem kom fyrir dóminn í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans. Björn Þorvaldsson, saksóknari, byrjaði á að vekja athygli dómsins á því að Frosti hefði á ákveðnum tímapunkti verið með stöðu sakbornings í málinu. Arngrímur Ísberg, dómsformaður, brýndi þá fyrir vitninu að hann mætti neita að svara spurningum sem gætu bent til sektar hans. Frosti svaraði spurningum saksóknara um deild eigin viðskipta bankans og kvaðst til að mynda vita að eigin viðskipti voru með óformlega viðskiptavakt í hlutabréfum Kaupþings. Hvað varðaði hversu mikið bankinn ætti í sjálfum sér á hverjum tíma sagðist Frosti hafa séð það í hlutahafaskrá bankans sem gefin var út í hverri viku. Hann kvaðst svo ekki vita hver hefði lagt línuna varðandi hversu mikið eigin viðskipti ættu að kaupa í hlutabréfum í bankanum eða hversu mikið tap varð af viðskiptunum.„Ekki mikið umburðarlyndi gagnvart bankamönnum á þessum tíma”Tvö símtöl voru spiluð fyrir dómi í dag sem hleruð voru við rannsókn málsins vorið 2010 eftir að Rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Í öðru þeirra ræðir Frosti við vin sinn og segir að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafi ráðið “öllu í bankanum” en að Hreiðar Már Sigurðsson hafi hins vegar verið forstjóri og hefði því borið ábyrgð á daglegum rekstri bankans. Beðinn um að útskýra orð sín varðandi það að Sigurður hafi ráðið öllu sagði Frosti: „Ég hafði í raun ekkert fyrir mér í þessu. Þetta símtal á sér stað þarna eftir að Rannsóknarskýrsla Alþingis kemur út og það var ekki mikið umburðarlyndi gagnvart bankamönnum á þessum tíma. [...] Ég var bara að reyna að eyða þessu tali.” Saksóknari gekk þá á hann og reyndi Frosti þá aftur að útskýra andrúmsloftið í samfélaginu þegar símtalið átti sér stað: „Ég hefði mögulega játað á mig morð í þessum símtölum.”„Er þetta ekki bara eitthvað starfsmannakjaftæði?”Í öðru símtali sem Frosti átti við annan fyrrverandi starfsmann Kaupþings segir hann: „Maður horfir líka á greyið Ingólf Helgason [forstjóra Kaupþings á Íslandi] sem að náttúrulega réð aldrei neinu í þessum blessaða banka.” Aftur spurði saksóknari Frosta út í orð hans og sagðist hann aftur bara hafa verið að reyna að eyða tali. Verjendur ákærðu í málinu voru vægast sagt ósáttir við spurningar saksóknarans og spurði Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, hvers konar sönnunarfærsla væri að eiga sér stað. Dómsformaður blandaði sér þá í málið og sagði að vitnið væri að gefa útskýringar á orðum sínum og verjendur ættu að hlusta eftir því. Hann spurði svo sjálfur vitnið: „Hvað veist þú sem forstöðumaður í verðbréfamiðlun hver réð hverju? Er þetta ekki bara eitthvað starfsmannakjaftæði?” Frosti hugsaði sig þá um og virtist vera að tala um Ingólf Helgason: „Hann var hvorki stjórnarformaður eða forstjóri bankans.”Keyrði og tilkynnti viðskiptin að beiðni Ingólfs HelgasonarSaksóknari spilaði svo nokkur símtöl sem Frosti átti við starfsmenn Kaupþings og Glitnis vegna hlutabréfaviðskipta á ákærutímabilinu. Reyndi hann meðal annars að fá fram hvað Frosti hefði vitað um hlutabréfakaup eignarhaldsfélaganna Holt Investment, Mata, Desulo og svo fjárfestins Kevins Stanford. Allir þessir aðilar keyptu hlutabréf í Kaupþingi fyrir milljarða króna á árinu 2008 með fullri fjármögnun bankans sjálfs. Sjaldan voru aðrar tryggingar fyrir lánunum en veð í hlutabréfunum sjálfum. Frosti kvaðst hafa keyrt öll þessi viðskipti og tilkynnt þau í Kauphöllina að beiðni Ingólfs Helgasonar. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um það hver hefði ákveðið magn, verð eða fjármögnun viðskiptanna. Frosti sagði að Ingólfur hefði tilkynnt honum magn og verð og hann keyrt viðskiptin. Eftir á hefði hann svo fengið upplýsingar um fjármögnunina í einhverjum tilfellum en hann kvaðst ekki muna hvaðan hann hefði fengið þær upplýsingar.
Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Arngrímur dómari skilur vitnin núna Vitnaleiðslum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings lauk í dag en stíf dagskrá er framundan í næstu viku þegar málflutningur fer fram. 15. maí 2015 11:42 Hverjir eru hvar í Kaupþingsréttarhöldunum? Ingólfur Helgason er eini sakborningurinn sem setið hefur alla aðalmeðferðina. Sigurður Einarsson kom í hálfan dag og starfsmennirnir "á gólfinu” létu ekki sjá sig þegar topparnir gáfu skýrslu. 15. maí 2015 09:15 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Arngrímur dómari skilur vitnin núna Vitnaleiðslum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings lauk í dag en stíf dagskrá er framundan í næstu viku þegar málflutningur fer fram. 15. maí 2015 11:42
Hverjir eru hvar í Kaupþingsréttarhöldunum? Ingólfur Helgason er eini sakborningurinn sem setið hefur alla aðalmeðferðina. Sigurður Einarsson kom í hálfan dag og starfsmennirnir "á gólfinu” létu ekki sjá sig þegar topparnir gáfu skýrslu. 15. maí 2015 09:15