Guðjón Pétur: Set stefnuna á að skora meira en í fyrra 19. maí 2015 19:00 Guðjón Pétur Lýðsson hefur farið á kostum með Blikum í fyrstu leikjum liðsins í Pepsi-deildinni og er markahæsti leikmaður deildarinnar með þrjú mörk í þremur leikjum. Blikinn sparkvissi byrjaði mótið á bekknum en kom inn í hálfleik gegn Fylki í fyrsta leik og tryggði Blikum stig. Hann hefur síðan haldið uppteknum hætti. „Það er búið að spyrja mig nokkrum sinnum að því en ég held að það sé klárt mál að menn eru aldrei sáttir við að byrja á bekknum. Það var mjög svekkjandi að byrja á bekknum en þá er um að gera að koma sér í liðið," segir Guðjón Pétur í viðtali við Hörð Magnússon. Öll þrjú mörk Guðjóns hafa bjargað stigi fyrir Blika sem hafa gert jafntefli í öllum þrem leikjum sínum til þessa. „Það er gott ef mörkin hjálpa okkur. Ég tæki samt frekar þrjú stig í staðinn fyrir mark hjá mér. Það er það sem koma skal. Að við förum að ná í þrjú stig," segir Guðjón Pétur en Blikarnir eru óumdeildir jafntefliskóngar Íslands og gerðu tólf jafntefli á síðustu leiktíð. Arnar Grétarsson, þjálfari Blika, hefur þótt koma mjög fagmannlega fram og fer gott orð af honum. Er hann samt ekkert að öskra á menn á æfingum? „Nei, hann hefur nú haldið ró sinni. Það er alger óþarfi að detta í eitthvað panikk núna enda bara þrír leikir búnir og við ekkert að spila illa," segir miðjumaðurinn en Blikar spila við Valsmenn á morgun. „Það er alltaf gaman að spila þar og mér þykir mjög vænt um tímann sem ég var hjá Val," segir Guðjón en hvað ætlar hann að skora mikið í sumar? „Ég setti stefnuna á að skora meira en í fyrra. Þá skoraði ég átta mörk. Það er raunhæft markmið ef ég fæ að spila." Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Guðjón Pétur Lýðsson hefur farið á kostum með Blikum í fyrstu leikjum liðsins í Pepsi-deildinni og er markahæsti leikmaður deildarinnar með þrjú mörk í þremur leikjum. Blikinn sparkvissi byrjaði mótið á bekknum en kom inn í hálfleik gegn Fylki í fyrsta leik og tryggði Blikum stig. Hann hefur síðan haldið uppteknum hætti. „Það er búið að spyrja mig nokkrum sinnum að því en ég held að það sé klárt mál að menn eru aldrei sáttir við að byrja á bekknum. Það var mjög svekkjandi að byrja á bekknum en þá er um að gera að koma sér í liðið," segir Guðjón Pétur í viðtali við Hörð Magnússon. Öll þrjú mörk Guðjóns hafa bjargað stigi fyrir Blika sem hafa gert jafntefli í öllum þrem leikjum sínum til þessa. „Það er gott ef mörkin hjálpa okkur. Ég tæki samt frekar þrjú stig í staðinn fyrir mark hjá mér. Það er það sem koma skal. Að við förum að ná í þrjú stig," segir Guðjón Pétur en Blikarnir eru óumdeildir jafntefliskóngar Íslands og gerðu tólf jafntefli á síðustu leiktíð. Arnar Grétarsson, þjálfari Blika, hefur þótt koma mjög fagmannlega fram og fer gott orð af honum. Er hann samt ekkert að öskra á menn á æfingum? „Nei, hann hefur nú haldið ró sinni. Það er alger óþarfi að detta í eitthvað panikk núna enda bara þrír leikir búnir og við ekkert að spila illa," segir miðjumaðurinn en Blikar spila við Valsmenn á morgun. „Það er alltaf gaman að spila þar og mér þykir mjög vænt um tímann sem ég var hjá Val," segir Guðjón en hvað ætlar hann að skora mikið í sumar? „Ég setti stefnuna á að skora meira en í fyrra. Þá skoraði ég átta mörk. Það er raunhæft markmið ef ég fæ að spila." Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira