Málatilbúnaður sérstaks saksóknara „heimspekileg þversögn” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2015 22:30 Sigurður Einarsson ásamt verjanda sínum. vísir/ernir Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, tók í málflutningsræðu sinni í dag að öllu leyti undir málflutning Harðar Felix Harðarsonar, verjanda Hreiðars Más Sigurðssonar, sem flutti málflutningsræðu sína í morgun. Gestur fer fram á frávísun málsins og til vara fram á sýknu. Sigurður og Hreiðar eru báðir á meðal ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en alls eru níu ákærðir í málinu fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik vegna viðskipta með hlutabréf í bankanum.„Aldrei gert neitt ólöglegt en samt eru viðskiptin ólögleg”Í ræðu sinni gerði Gestur meðal annars málatilbúnað sérstaks saksóknara að umtalsefni. Hann sagði ekkert ólögmætt hafa átt sér stað með viðskipti Kaupþings í eigin bréfum, hvort sem að það sneri að kaupum bankans á þeim eða sölum til eignarhaldsfélaga, en fyrir þetta tvennt er ákært í málinu. Þá er einnig ákært fyrir lán sem bankinn veitti eignarhaldsfélögunum til að kaupa bréfin með veði í bréfunum sjálfum. Um þetta allt sagði Gestur: „Það eru engin lög eða reglur sem banna sölu eigin bréfa til eignarhaldsfélaga. Það eru engin lög eða reglur sem banna bankanum að selja bréf með fullri fjármögnun. Það eru engin lög eða reglur sem banna bankanum að tak veð í bréfunum sjálfum. Salan er lögmæt, fjármögnunin er lögmæt [...] Það eru engar reglur um tilkynningar brotnar. [...] Það er aldrei gert neitt ólöglegt en samt eru viðskiptin ólögleg. Þetta er heimspekileg þversögn.”Mikið fjallað í fjölmiðlum um „krassandi búta” úr símtölumGestur gagnrýndi svo einnig sönnunarfærslu ákæruvaldsins fyrir dómi, sem hann sagði að yrði að vera hlutlæg. Vísaði hann meðal annars til spurninga sem lögð voru fyrir vitni í málinu. „Almenn vitni má ekki spyrja matskenndra spurninga en ítrekað var gengið eftir því að fá skoðun þeirra ekki bara á eigin gjörðum heldur líka á gjörðum. annarra Svo hafa verið spilaðir hér krassandi bútar úr símtölum og borin undir vitnin.” Verjandinn sagði svo að mikið hefði verið fjallað um þessi símtöl í fjölmiðlum sem flutt hafa fréttir af málinu. Sagði Gestur slíkar fréttir því miður til þess fallnar að skapa ákveðin hughrif.Yfirlýsing saksóknara honum til minnkunarÞá gagnrýndi Gestur saksóknara harðlega fyrir að lýsa því yfir í málflutningsræðu sinni í gær að Sigurður hefði játað markaðsmisnotkun fyrir dómi og sagði að sú yfirlýsing hefði samstundis orðið fréttaefni. Fullyrti Gestur að saksóknari hefði haft rangt eftir skjólstæðingi sínum og yfirlýsing saksóknarans væri honum til minnkunar. Gestur sagði svo að saksóknari færi með ósannindi þegar hann talaði um að Sigurður hefði veitt samþykki sitt fyrir viðskiptunum og lagt línur varðandi þau. „Þetta eru orð án innihalds. [...] [Saksóknaranum] ber að sýna hlutlægni og virða sannleikann í öllu sem hann gerir.” Málflutningur heldur áfram á morgun og gert er ráð fyrir að honum ljúki á föstudag. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir „Fjárskortur er ekki gild afsökun stjórnvalds fyrir því að virða ekki mannréttindi” Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, gagnrýndi fangelsismálayfirvöld harðlega í málflutningsræðu sinni í dag. 19. maí 2015 16:15 Segir hvorki gögn né framburði sanna sekt Hreiðars Más Hörður Felix,Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði ekkert styðja kenningar ákæruvaldsins um kerfisbundna markaðsmisnotkun. 19. maí 2015 14:11 Hreiðari Má hleypt út í samfélagið með hleraðan síma í vasanum Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í byrjun málflutningsræðu sinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. maí 2015 11:32 Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi „Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 12:53 Fer fram á þunga dóma yfir Kaupþingstoppum: Alvarlegri brot en í Al Thani-málinu Björn Þorvaldsson, saksóknari, lauk fyrri málflutningsræðu sinni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 18. maí 2015 17:48 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, tók í málflutningsræðu sinni í dag að öllu leyti undir málflutning Harðar Felix Harðarsonar, verjanda Hreiðars Más Sigurðssonar, sem flutti málflutningsræðu sína í morgun. Gestur fer fram á frávísun málsins og til vara fram á sýknu. Sigurður og Hreiðar eru báðir á meðal ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en alls eru níu ákærðir í málinu fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik vegna viðskipta með hlutabréf í bankanum.„Aldrei gert neitt ólöglegt en samt eru viðskiptin ólögleg”Í ræðu sinni gerði Gestur meðal annars málatilbúnað sérstaks saksóknara að umtalsefni. Hann sagði ekkert ólögmætt hafa átt sér stað með viðskipti Kaupþings í eigin bréfum, hvort sem að það sneri að kaupum bankans á þeim eða sölum til eignarhaldsfélaga, en fyrir þetta tvennt er ákært í málinu. Þá er einnig ákært fyrir lán sem bankinn veitti eignarhaldsfélögunum til að kaupa bréfin með veði í bréfunum sjálfum. Um þetta allt sagði Gestur: „Það eru engin lög eða reglur sem banna sölu eigin bréfa til eignarhaldsfélaga. Það eru engin lög eða reglur sem banna bankanum að selja bréf með fullri fjármögnun. Það eru engin lög eða reglur sem banna bankanum að tak veð í bréfunum sjálfum. Salan er lögmæt, fjármögnunin er lögmæt [...] Það eru engar reglur um tilkynningar brotnar. [...] Það er aldrei gert neitt ólöglegt en samt eru viðskiptin ólögleg. Þetta er heimspekileg þversögn.”Mikið fjallað í fjölmiðlum um „krassandi búta” úr símtölumGestur gagnrýndi svo einnig sönnunarfærslu ákæruvaldsins fyrir dómi, sem hann sagði að yrði að vera hlutlæg. Vísaði hann meðal annars til spurninga sem lögð voru fyrir vitni í málinu. „Almenn vitni má ekki spyrja matskenndra spurninga en ítrekað var gengið eftir því að fá skoðun þeirra ekki bara á eigin gjörðum heldur líka á gjörðum. annarra Svo hafa verið spilaðir hér krassandi bútar úr símtölum og borin undir vitnin.” Verjandinn sagði svo að mikið hefði verið fjallað um þessi símtöl í fjölmiðlum sem flutt hafa fréttir af málinu. Sagði Gestur slíkar fréttir því miður til þess fallnar að skapa ákveðin hughrif.Yfirlýsing saksóknara honum til minnkunarÞá gagnrýndi Gestur saksóknara harðlega fyrir að lýsa því yfir í málflutningsræðu sinni í gær að Sigurður hefði játað markaðsmisnotkun fyrir dómi og sagði að sú yfirlýsing hefði samstundis orðið fréttaefni. Fullyrti Gestur að saksóknari hefði haft rangt eftir skjólstæðingi sínum og yfirlýsing saksóknarans væri honum til minnkunar. Gestur sagði svo að saksóknari færi með ósannindi þegar hann talaði um að Sigurður hefði veitt samþykki sitt fyrir viðskiptunum og lagt línur varðandi þau. „Þetta eru orð án innihalds. [...] [Saksóknaranum] ber að sýna hlutlægni og virða sannleikann í öllu sem hann gerir.” Málflutningur heldur áfram á morgun og gert er ráð fyrir að honum ljúki á föstudag.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir „Fjárskortur er ekki gild afsökun stjórnvalds fyrir því að virða ekki mannréttindi” Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, gagnrýndi fangelsismálayfirvöld harðlega í málflutningsræðu sinni í dag. 19. maí 2015 16:15 Segir hvorki gögn né framburði sanna sekt Hreiðars Más Hörður Felix,Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði ekkert styðja kenningar ákæruvaldsins um kerfisbundna markaðsmisnotkun. 19. maí 2015 14:11 Hreiðari Má hleypt út í samfélagið með hleraðan síma í vasanum Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í byrjun málflutningsræðu sinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. maí 2015 11:32 Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi „Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 12:53 Fer fram á þunga dóma yfir Kaupþingstoppum: Alvarlegri brot en í Al Thani-málinu Björn Þorvaldsson, saksóknari, lauk fyrri málflutningsræðu sinni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 18. maí 2015 17:48 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
„Fjárskortur er ekki gild afsökun stjórnvalds fyrir því að virða ekki mannréttindi” Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, gagnrýndi fangelsismálayfirvöld harðlega í málflutningsræðu sinni í dag. 19. maí 2015 16:15
Segir hvorki gögn né framburði sanna sekt Hreiðars Más Hörður Felix,Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði ekkert styðja kenningar ákæruvaldsins um kerfisbundna markaðsmisnotkun. 19. maí 2015 14:11
Hreiðari Má hleypt út í samfélagið með hleraðan síma í vasanum Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í byrjun málflutningsræðu sinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. maí 2015 11:32
Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi „Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 12:53
Fer fram á þunga dóma yfir Kaupþingstoppum: Alvarlegri brot en í Al Thani-málinu Björn Þorvaldsson, saksóknari, lauk fyrri málflutningsræðu sinni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 18. maí 2015 17:48