Barist í Skotlandi annað kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 1. maí 2015 22:30 Þrír fræknir Íslendingar úr Mjölni berjast annað kvöld í Skotlandi. Bardagarnir fara fram í Headhunters Championship bardagasamtökunum í Falkirk og er fjaðurvigtarbelti í húfi.Hrólfur Ólafsson (1-0) berst sinn fyrsta bardaga síðan hann lenti í erfiðum meiðslum í apríl 2013. Við undirbúning fyrir sinn annan bardaga sleit Hrólfur krossband og verður þetta hans fyrsti bardagi síðan í nóvember 2012.Sunna Rannveig Davíðsdóttir (1-1) er fyrsta íslenska konan til að berjast í MMA en hún mun berjast sinn fyrsta bardaga síðan í september 2013. Erfiðlega hefur gengið fyrir Sunnu að fá bardaga en sjö andstæðingar hafa hætt við bardaga gegn henni. Það verður því kærkomið fyrir Sunnu mæta Helen Copus (2-0-1) annað kvöld.Sjá einnig: Leiðin að búrinu-Sunna Rannveig Davíðsdóttir vs. Helen CopusBjarki Ómarsson (3-2) er einn efnilegasti bardagakappi þjóðarinnar. Bjarki berst um fjaðurvigtartitil bardagasamtakanna gegn Calum Murrie (5-1).Sjá einnig: Leiðin að búrinu-Bjarki Ómarsson vs. Calum MurrieJón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, er með í för en þegar Vísir hafði samband var vigtun að hefjast. „Stemningin í hópnum er mjög góð. Ég er mjög bjartsýnn fyrir bardagana en þetta verða erfiðir bardagar,“ segir Jón Viðar. „Sunna er að berjast tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan sig gegn mjög sterkri glímustelpu. Bjarki berst um fjaðurvigtarbeltið gegn andstæðingi með taekwondo bakgrunn. Svo fer Hrólfur gegn sterkum glímukappa þannig að þetta verða allt hörku bardagar.“ „Þetta er hvergi sýnt beint þannig að við hvetjum bara fólk til að fylgjast með okkur á stórskemmtilegu Snapchatti Mjölnis undir mjolnirmma. Við munum svo snappa beltið í bak og fyrir þegar það verður komið í hús,“ segir Jón Viðar og hlær. MMA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira
Þrír fræknir Íslendingar úr Mjölni berjast annað kvöld í Skotlandi. Bardagarnir fara fram í Headhunters Championship bardagasamtökunum í Falkirk og er fjaðurvigtarbelti í húfi.Hrólfur Ólafsson (1-0) berst sinn fyrsta bardaga síðan hann lenti í erfiðum meiðslum í apríl 2013. Við undirbúning fyrir sinn annan bardaga sleit Hrólfur krossband og verður þetta hans fyrsti bardagi síðan í nóvember 2012.Sunna Rannveig Davíðsdóttir (1-1) er fyrsta íslenska konan til að berjast í MMA en hún mun berjast sinn fyrsta bardaga síðan í september 2013. Erfiðlega hefur gengið fyrir Sunnu að fá bardaga en sjö andstæðingar hafa hætt við bardaga gegn henni. Það verður því kærkomið fyrir Sunnu mæta Helen Copus (2-0-1) annað kvöld.Sjá einnig: Leiðin að búrinu-Sunna Rannveig Davíðsdóttir vs. Helen CopusBjarki Ómarsson (3-2) er einn efnilegasti bardagakappi þjóðarinnar. Bjarki berst um fjaðurvigtartitil bardagasamtakanna gegn Calum Murrie (5-1).Sjá einnig: Leiðin að búrinu-Bjarki Ómarsson vs. Calum MurrieJón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, er með í för en þegar Vísir hafði samband var vigtun að hefjast. „Stemningin í hópnum er mjög góð. Ég er mjög bjartsýnn fyrir bardagana en þetta verða erfiðir bardagar,“ segir Jón Viðar. „Sunna er að berjast tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan sig gegn mjög sterkri glímustelpu. Bjarki berst um fjaðurvigtarbeltið gegn andstæðingi með taekwondo bakgrunn. Svo fer Hrólfur gegn sterkum glímukappa þannig að þetta verða allt hörku bardagar.“ „Þetta er hvergi sýnt beint þannig að við hvetjum bara fólk til að fylgjast með okkur á stórskemmtilegu Snapchatti Mjölnis undir mjolnirmma. Við munum svo snappa beltið í bak og fyrir þegar það verður komið í hús,“ segir Jón Viðar og hlær.
MMA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira