Erlent

Tollafgreiðsla í Nepal tefur hjálparstarf

Birgir Olgeirsson skrifar
Þúsundir þorpa eru rústir einar eftir skjálftann í Nepal.
Þúsundir þorpa eru rústir einar eftir skjálftann í Nepal. AFP/PHILIPPE LOPEZ
Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt yfirvöld í Nepal til að slaka á tollgæslu svo hraða megi varningi til landsins sem mun nýtast þeim sem fóru illa út úr skjálftanum mikla, að því er fram kemur á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC.

Yfirmaður mannúðarmála og hjálparstarfs hjá Sameinuðu þjóðunum, Valerie Amos, segir það vera skyldu yfirvalda í Nepal að hraða afgreiðslu þessa varnings í gegnum tollinn. Margir eiga eftir að fá aðstoð viku eftir að hamfarnir áttu sér stað.

Í það minnsta 6.840 létust í skjálftanum og hafa yfirvöld útilokað að einhverjir muni finnast á lífi úr þessu.

Amos segist hafa minnt forsætisráðherra Nepal, Sushil Koirala, á að hann hefði skrifað undir samkomulag við Sameinuðu þjóðirnar árið 2007 sem kveður á um skjóta afgreiðslu varnings sem er ætlaður fórnarlömbum náttúruhamfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×