Íslenski boltinn

ÍA aðeins fengið 20 stig af 57 mögulegum í opnunarleikjum frá 1997

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik ÍA og Breiðabliks í fyrstu umferðinni 2012. Skagamenn unnu leikinn 0-1.
Úr leik ÍA og Breiðabliks í fyrstu umferðinni 2012. Skagamenn unnu leikinn 0-1. vísir/pjetur
ÍA beið lægri hlut fyrir Íslandsmeisturum Stjörnunnar í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla á Norðurálsvellinum á Akranesi í gær.



Ólafur Karl Finsen skoraði eina mark leiksins með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu á 23. mínútu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Skagamenn eru tómhentir eftir fyrsta leik en á undanförnum árum hefur liðinu jafnan gengið illa í fyrstu umferð, hvort sem það er í efstu eða næstefstu deild.

Frá árinu 1997 hefur ÍA aðeins unnið fimm af 19 opnunarleikjum sínum á Íslandsmótinu. Fimm sinnum hafa Akurnesingar gert jafntefli en níu leikir hafa tapast.

Uppskeran í þessum 19 opnunarleikjum síðan 1997 er aðeins 20 stig af 57 mögulegum, eða 1,1 stig að meðaltali í leik.

Ellefu af þessum 19 leikjum hafa verið á heimavelli en það hefur litlu breytt. Uppskera Skagamanna í 11 heimaleikjum í fyrstu umferð síðan 1997 eru þrír sigrar, fjögur jafntefli og fjögur töp.

Skagamenn geta þó huggað sig við það að frammistaðan í gær, og þá sérstaklega í seinni hálfleik, var góð og þeir létu Íslandsmeistarana hafa mikið fyrir hlutunum.

ÍA mætir Leikni í nýliðaslag á Leiknisvelli í næstu umferð. Leikurinn, sem er á mánudaginn eftir viku, hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Jóhannes Valgeirsson sýnir Árna Thor Guðmundssyni, varnarmanni ÍA, rauða spjaldið í opnunarleik Íslandsmótsins 2007.vísir/vilhelm
Fyrstu leikir ÍA á Íslandsmóti síðan 1997:



1997

ÍBV 3-1 ÍA

1998

ÍA 1-1 Keflavík

1999

KR 1-0 ÍA

2000

ÍA 1-0 Leiftur

2001

ÍA 2-2 FH

2002

ÍA 0-1 Þór

2003

FH 1-1 ÍA

2004

ÍA 1-1 Fylkir

2005

ÍA 1-0 Þróttur

2006

Grindavík 3-2 ÍA

2007

ÍA 2-3 FH

2008

ÍA 1-1 Breiðablik

2009 (1. deild)

Þór 3-0 ÍA

2010 (1. deild)

ÍA 1-2 HK

2011 (1. deild)

HK 0-3 ÍA

2012

Breiðablik 0-1 ÍA

2013

ÍBV 1-0 ÍA

2014 (1. deild)

ÍA 1-0 Selfoss

    

2015

ÍA 0-1 Stjarnan


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×