„Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi“ sunna kristín hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2015 10:58 vísir/gva Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Sigurð Einarsson nú út í ákæruatriði í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Sigurður byrjaði á að svara spurningum sem snúa að fyrsta lið ákærunnar en þar eiga starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Eiga þeir að hafa gert það að undirlagi yfirmanna hjá Kaupþingi, meðal annars Sigurðar Einarssonar. Kom ekki nálægt hlutabréfakaupum bankans í sjálfum sér Fyrir dómi í morgun kvaðst Sigurður ekki kannast við að hafa komið nálægt kaupum Kaupþings á hlutabréfum í sjálfu sér. Hann segist aðeins hafa vitað að bankinn mætti ekki fara yfir 10% mörkin samkvæmt lögum og reglum. Fimm prósent mörkin hafi ekki skipt hann sérstaklega miklu máli.Sjá einnig: Sigurður Einarsson í héraðsdómi: „Traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar“ Þá sagði Sigurður að hann hefði ekki haft neina yfirsýn yfir það hversu mikið eigin viðskipti keyptu í eigin bréfum enda hafi hann engu ráðið þar um. Það eina sem hann vissi var það sem kom fram á stjórnarfundum hverju sinni um hversu mikið Kaupþing átti í eigin bréfum. Fram kom við skýrslutöku yfir Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi að Sigurður hafi lagt línuna með það hversu mikið bankinn keypti í sjálfum sér. Sigurður kannaðist ekki við það fyrir dómi í dag.„Kannski var þessum póstum eytt“ Gögn málsins benda til þess að Sigurður hafi fengið yfirlitspósta yfir viðskipti eigin viðskipta með bréf í Kaupþingi en Sigurður segir að þessir tölvupóstar finnist ekki í pósthólfi hans. „Kannski var þessum póstum eytt af aðstoðarmanni mínum, ég veit það ekki. Ég fór yfir þetta í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara á sínum tíma að þessir póstar hafi ekki fundist í inboxinu mínu.“ Saksóknari spurði Sigurð svo út í formlega og óformlega viðskiptavakt en komið hefur fram að Kaupþing hafi verið með svokallaða óformlega viðskiptavakt í bréfum bankans. Sigurður gat litlu svarað um þetta og spurði saksóknari hann þá út í það hvaða reglur gilda um formlega viðskiptavakt. „Ég er ekki í prófi hérna,“ svaraði Sigurður. Undir þetta tók dómsformaður, Arngrímur Ísberg: „Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi. Það á bara að spyrja út í ákæruatriðin.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Sigurð Einarsson nú út í ákæruatriði í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Sigurður byrjaði á að svara spurningum sem snúa að fyrsta lið ákærunnar en þar eiga starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Eiga þeir að hafa gert það að undirlagi yfirmanna hjá Kaupþingi, meðal annars Sigurðar Einarssonar. Kom ekki nálægt hlutabréfakaupum bankans í sjálfum sér Fyrir dómi í morgun kvaðst Sigurður ekki kannast við að hafa komið nálægt kaupum Kaupþings á hlutabréfum í sjálfu sér. Hann segist aðeins hafa vitað að bankinn mætti ekki fara yfir 10% mörkin samkvæmt lögum og reglum. Fimm prósent mörkin hafi ekki skipt hann sérstaklega miklu máli.Sjá einnig: Sigurður Einarsson í héraðsdómi: „Traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar“ Þá sagði Sigurður að hann hefði ekki haft neina yfirsýn yfir það hversu mikið eigin viðskipti keyptu í eigin bréfum enda hafi hann engu ráðið þar um. Það eina sem hann vissi var það sem kom fram á stjórnarfundum hverju sinni um hversu mikið Kaupþing átti í eigin bréfum. Fram kom við skýrslutöku yfir Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi að Sigurður hafi lagt línuna með það hversu mikið bankinn keypti í sjálfum sér. Sigurður kannaðist ekki við það fyrir dómi í dag.„Kannski var þessum póstum eytt“ Gögn málsins benda til þess að Sigurður hafi fengið yfirlitspósta yfir viðskipti eigin viðskipta með bréf í Kaupþingi en Sigurður segir að þessir tölvupóstar finnist ekki í pósthólfi hans. „Kannski var þessum póstum eytt af aðstoðarmanni mínum, ég veit það ekki. Ég fór yfir þetta í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara á sínum tíma að þessir póstar hafi ekki fundist í inboxinu mínu.“ Saksóknari spurði Sigurð svo út í formlega og óformlega viðskiptavakt en komið hefur fram að Kaupþing hafi verið með svokallaða óformlega viðskiptavakt í bréfum bankans. Sigurður gat litlu svarað um þetta og spurði saksóknari hann þá út í það hvaða reglur gilda um formlega viðskiptavakt. „Ég er ekki í prófi hérna,“ svaraði Sigurður. Undir þetta tók dómsformaður, Arngrímur Ísberg: „Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi. Það á bara að spyrja út í ákæruatriðin.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira