Sport

Líklegt að meistararnir hafi svindlað

Tom Brady, leikstjórnandi Patriots.
Tom Brady, leikstjórnandi Patriots. vísir/getty
NFL-deildin setti í gang mikla rannsókn á því hvort meistarar New England Patriots hafi svindlað í úrslitakeppninni og nú er búið að skila 243 blaðsíðna skýrslu.

Rannsóknin snérist um hvort Patriots hefði viljandi haft of lítið loft í boltunum er liðið vann Indianapolis Colts, 45-7, í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Þessi sigur sendi liðið í Super Bowl þar sem liðið vann dramatískan sigur.

Niðurstöðurnar eru ekki afgerandi en í henni stendur að það sé líklegra en ekki að Patriots hafi gert þetta viljandi.

Í skýrslunni segir líka að leikstjórnandi Patriots, Tom Brady, hafi að minnsta kosti verið meðvitaður um þetta ólöglega athæfi.

Ellefu af tólf boltum sem notaðir voru í leiknum voru með of litlu lofti. Brady fékk þvi betra grip í köldum og erfiðum aðstæðum. Ef þetta var viljandi er líka líklegt að hann hafi æft með bolta með jafn miklu lofti.

Það er verið að væna meistarana um skipulagt svindl en þar sem niðurstöðurnar eru ekki afgerandi gæti orðið erfitt fyrir NFL-deildina að refsa félaginu.

Einhverjar breytingar verða samt líklega gerðar á verklagi til að koma í veg fyrir meint svindl í framtíðinni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×