Messi lék níu sinnum á leikmenn Bayern í gær - allt Bayern-liðið þrisvar sinnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2015 15:00 Messi lék varnarmenn Bayern München sundur og saman í gær. vísir/getty Barcelona vann sem kunnugt er öruggan 3-0 sigur á Bayern München í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Lionel Messi fór hamförum í leiknum, skoraði tvö fyrstu mörk Börsunga og lagði það þriðja upp fyrir Neymar. Það verður því ekki annað sagt en að Barcelona sé í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á þriðjudaginn. Sé litið á tölfræði Messi í leiknum í gær kemur ýmislegt í ljós. Argentínski snillingurinn átti t.a.m. fjögur skot á markið, átti fjórar lykilsendingar og vann boltann þrisvar sinnum af mótherja samkvæmt tölfræðisíðunni WhoScored. Sá tölfræðiþáttur sem stendur hins vegar upp úr er að Messi níu sinnum framhjá mótherja í leiknum. Félagar hans í framlínunni voru einnig duglegir að leika á leikmenn Bayern; Neymar lék fimm sinnum á mótherja og Luis Suárez fjórum sinnum. Andrés Iniesta fór sömuleiðis fjórum sinnum framhjá mótherja. Alls fóru leikmenn Barcelona 26 sinnum framhjá mótherja í leiknum en leikmenn Bayern aðeins þrisvar sinnum. Um var að ræða sama leikmanninn í öllum tilfellum; spænska bakvörðinn Juan Bernet. Þessi tölfræði sýnir kannski best hversu mikið Þýskalandsmeistararnir söknuðu Arjen Robben og Franck Ribéry sem eru báðir frá vegna meiðsla. Robben fer 4,5 sinnum framhjá mótherja að meðaltali í leik vetur og Ribéry 3,8 sinnum. Þegar þeirra nýtur ekki við vantar töluvert í leik liðsins; m.ö.o. eiginleikann til að leika á mótherja og brjóta leikinn upp. Sóknarleikur Bayern var fremur stirður í gær og til marks um það átti liðið ekki skot á markið í leiknum. Bayern München tekur á móti Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni um helgina á meðan Barcelona fær Alfreð Finnbogason og félaga hans í Real Sociedad í heimsókn.Robbery. Arjen Robben og Franck Ribéry á góðri stund.vísir/getty Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Íþróttastjörnur um allan heim töpuðu sér yfir frammistöðu Messi Kobe Bryant heillaðist með argentínska snillingnum en Dirk Nowitzki var ekki skemmt. 7. maí 2015 10:30 Enginn fótbolti á Spáni eftir 16. maí Spænska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að flauta tímabilið af 16. maí næstkomandi en sambandið er mjög ósátt við að þeirra mati yfirgang spænskra stjórnvalda. 6. maí 2015 19:34 Meistari Messi afgreiddi Bæjara í 3-0 sigri | Sjáið mörkin Lionel Messi gerði enn á ný útslagið fyrir Barcelona liðið í kvöld þegar liðið vann 3-0 sigur á Bayern München í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 6. maí 2015 16:52 Segir Bayern München hafa tekið skref afturábak undir stjórn Guardiola Allt í rugli hjá Bayern á Nývangi í gær. Messi með sýningu og Müller reifst við Guardiola. 7. maí 2015 09:30 Þetta gerðist þegar Barcelona og Bayern München mættust síðast | Myndband Pep Guardiola snýr aftur á Nývang í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Þýskalandsmeisturum Bayern München í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. 6. maí 2015 14:45 Engin áður skorað tvö mörk á þremur mínútum í undanúrslitunum Lionel Messi afgreiddi Þýskalandsmeistara Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld, fyrst með því að skora tvö mörk á þriggja mínútna kafla og svo með því að leggja upp þriðja markið í uppbótartíma. 6. maí 2015 21:58 Thiago: Messi myndi skora 25 mörk þó hann væri markvörður Thiago Alcantara væri enn hjá Barcelona ef Pep Guardiola hefði ekki hætt. 6. maí 2015 14:00 Markatalan er 23-0 í síðustu sex leikjum Börsunga Barcelona-liðið hefur verið óstöðvandi í síðustu leikjum sínum og í kvöld vann liðið 3-0 sigur á Bayern München í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 6. maí 2015 21:33 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Barcelona vann sem kunnugt er öruggan 3-0 sigur á Bayern München í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Lionel Messi fór hamförum í leiknum, skoraði tvö fyrstu mörk Börsunga og lagði það þriðja upp fyrir Neymar. Það verður því ekki annað sagt en að Barcelona sé í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á þriðjudaginn. Sé litið á tölfræði Messi í leiknum í gær kemur ýmislegt í ljós. Argentínski snillingurinn átti t.a.m. fjögur skot á markið, átti fjórar lykilsendingar og vann boltann þrisvar sinnum af mótherja samkvæmt tölfræðisíðunni WhoScored. Sá tölfræðiþáttur sem stendur hins vegar upp úr er að Messi níu sinnum framhjá mótherja í leiknum. Félagar hans í framlínunni voru einnig duglegir að leika á leikmenn Bayern; Neymar lék fimm sinnum á mótherja og Luis Suárez fjórum sinnum. Andrés Iniesta fór sömuleiðis fjórum sinnum framhjá mótherja. Alls fóru leikmenn Barcelona 26 sinnum framhjá mótherja í leiknum en leikmenn Bayern aðeins þrisvar sinnum. Um var að ræða sama leikmanninn í öllum tilfellum; spænska bakvörðinn Juan Bernet. Þessi tölfræði sýnir kannski best hversu mikið Þýskalandsmeistararnir söknuðu Arjen Robben og Franck Ribéry sem eru báðir frá vegna meiðsla. Robben fer 4,5 sinnum framhjá mótherja að meðaltali í leik vetur og Ribéry 3,8 sinnum. Þegar þeirra nýtur ekki við vantar töluvert í leik liðsins; m.ö.o. eiginleikann til að leika á mótherja og brjóta leikinn upp. Sóknarleikur Bayern var fremur stirður í gær og til marks um það átti liðið ekki skot á markið í leiknum. Bayern München tekur á móti Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni um helgina á meðan Barcelona fær Alfreð Finnbogason og félaga hans í Real Sociedad í heimsókn.Robbery. Arjen Robben og Franck Ribéry á góðri stund.vísir/getty
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Íþróttastjörnur um allan heim töpuðu sér yfir frammistöðu Messi Kobe Bryant heillaðist með argentínska snillingnum en Dirk Nowitzki var ekki skemmt. 7. maí 2015 10:30 Enginn fótbolti á Spáni eftir 16. maí Spænska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að flauta tímabilið af 16. maí næstkomandi en sambandið er mjög ósátt við að þeirra mati yfirgang spænskra stjórnvalda. 6. maí 2015 19:34 Meistari Messi afgreiddi Bæjara í 3-0 sigri | Sjáið mörkin Lionel Messi gerði enn á ný útslagið fyrir Barcelona liðið í kvöld þegar liðið vann 3-0 sigur á Bayern München í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 6. maí 2015 16:52 Segir Bayern München hafa tekið skref afturábak undir stjórn Guardiola Allt í rugli hjá Bayern á Nývangi í gær. Messi með sýningu og Müller reifst við Guardiola. 7. maí 2015 09:30 Þetta gerðist þegar Barcelona og Bayern München mættust síðast | Myndband Pep Guardiola snýr aftur á Nývang í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Þýskalandsmeisturum Bayern München í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. 6. maí 2015 14:45 Engin áður skorað tvö mörk á þremur mínútum í undanúrslitunum Lionel Messi afgreiddi Þýskalandsmeistara Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld, fyrst með því að skora tvö mörk á þriggja mínútna kafla og svo með því að leggja upp þriðja markið í uppbótartíma. 6. maí 2015 21:58 Thiago: Messi myndi skora 25 mörk þó hann væri markvörður Thiago Alcantara væri enn hjá Barcelona ef Pep Guardiola hefði ekki hætt. 6. maí 2015 14:00 Markatalan er 23-0 í síðustu sex leikjum Börsunga Barcelona-liðið hefur verið óstöðvandi í síðustu leikjum sínum og í kvöld vann liðið 3-0 sigur á Bayern München í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 6. maí 2015 21:33 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Íþróttastjörnur um allan heim töpuðu sér yfir frammistöðu Messi Kobe Bryant heillaðist með argentínska snillingnum en Dirk Nowitzki var ekki skemmt. 7. maí 2015 10:30
Enginn fótbolti á Spáni eftir 16. maí Spænska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að flauta tímabilið af 16. maí næstkomandi en sambandið er mjög ósátt við að þeirra mati yfirgang spænskra stjórnvalda. 6. maí 2015 19:34
Meistari Messi afgreiddi Bæjara í 3-0 sigri | Sjáið mörkin Lionel Messi gerði enn á ný útslagið fyrir Barcelona liðið í kvöld þegar liðið vann 3-0 sigur á Bayern München í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 6. maí 2015 16:52
Segir Bayern München hafa tekið skref afturábak undir stjórn Guardiola Allt í rugli hjá Bayern á Nývangi í gær. Messi með sýningu og Müller reifst við Guardiola. 7. maí 2015 09:30
Þetta gerðist þegar Barcelona og Bayern München mættust síðast | Myndband Pep Guardiola snýr aftur á Nývang í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Þýskalandsmeisturum Bayern München í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. 6. maí 2015 14:45
Engin áður skorað tvö mörk á þremur mínútum í undanúrslitunum Lionel Messi afgreiddi Þýskalandsmeistara Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld, fyrst með því að skora tvö mörk á þriggja mínútna kafla og svo með því að leggja upp þriðja markið í uppbótartíma. 6. maí 2015 21:58
Thiago: Messi myndi skora 25 mörk þó hann væri markvörður Thiago Alcantara væri enn hjá Barcelona ef Pep Guardiola hefði ekki hætt. 6. maí 2015 14:00
Markatalan er 23-0 í síðustu sex leikjum Börsunga Barcelona-liðið hefur verið óstöðvandi í síðustu leikjum sínum og í kvöld vann liðið 3-0 sigur á Bayern München í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 6. maí 2015 21:33