Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2015 12:37 Pétur Kristinn Guðmarsson er hér lengst til vinstri ásamt nokkrum verjendum í málinu. vísir/gva „Markmiðið var að græða pening,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fyrir dómi í morgun. Hann var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum bankans á því tímabili sem ákæran tekur til. Pétur er ákærður, ásamt Birni Sæ Björnssyni, sem einnig starfaði við eigin viðskipti Kaupþings, fyrir að hafa í upphafi hvers viðskiptadags lagt fram stór tilboð í hlutabréf í Kaupþingi með litlu innbyrðis verðbili í tilboðabækur kauphallanna. Þeir hafi með háttsemi sinni haft óeðlileg áhrif á verð í hlutabréfum bankans og því gerst sekir um markaðsmisnotkun. Stunduðu þeir hana að undirlagi yfirmanna sinna, þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar, Ingólfs Helgasonar og Einars Pálma Sigmundssonar.Bónusar starfsmanna tengdir því að græða sem mest Saksóknari, Björn Þorvaldsson, eyddi dágóðum tíma í morgun í að fara yfir hvaða hlutverk Pétur hafði hjá eigin viðskiptum, hvaða tilgang sú deild hafði og hvaða markmið. „Tilgangurinn var að skapa seljanleika, vera viðskiptavaki og stöðutaka,” sagði Pétur. Þegar lá fyrir að markmiðið deildarinnar hafi verið að græða pening spurði saksóknari hvort að bónusar starfsmanna hafi ekki verið tengdir því að græða pening? „Jú, mikið rétt,” svaraði Pétur.Björn Þorvaldsson er hér lengst til hægri ásamt aðstoðarmönnum sínum.vísir/gvaLítil sem engin samskipti við Hreiðar Má Þá var Pétur spurður út í hvaða yfirmenn sína hann hafði samskipti við. Hann nefndi ítrekað Ingólf Helgason, forstjóra Kaupþings á Íslandi, og Einar Pálma Sigmundsson, forstöðumann eigin viðskipta. „Hann [Ingólfur] hafði samband við okkur og gaf okkur fyrirmæli.” Aðspurður hvort að algengt hafi verið að Ingólfur hafi haft beint samband við hann sagðist Pétur telja að svo hafi verið. Hann sagðist hins vegar haft lítil sem engin samskipti við Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings-samstæðunnar. Hreiðar og Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, hafi þó fengið upplýsingapósta, væntanlega um félög sem þeir vildu fylgjast með, að sögn Péturs, sem tók þó einnig fram að hann hafi ekki alveg vitað hvers vegna þeir hafi fengið póstana. Saksóknari spurði hann þá hvort að einhver breyting hafi orðið á samskiptum hans við sína yfirmenn á ákærutímabilinu. „Ég man ekki eftir því að samskiptin hafi eitthvað breyst en þau virðast hafa gert það miðað við gögnin sem þið hafið tekið saman.” Hann var þá spurður hvort hann muni eftir því að samskiptin hafi færst meira yfir í farsíma: „Nei, ég man það ekki en væntanlega hafa þau gert það út frá ykkar gögnum.”Hörður Felix Harðarson, lögmaður Hreiðars Más, og Gestur Jónsson, lögmaður Sigurðar Einarssonar í réttarsal í morgun. Skjólstæðingar þeirra mættu ekki en þeir afplána nú fangelsisdóm vegna Al Thani-málsins.vísir/gvaHlutabréfaverð í Kaupþingi ekkert óeðlilegt Pétur lagði á það mikla áherslu að það hafi ekki verið neitt óeðlilegt við það að starfsmenn eigin viðskipta hafi sett fram mikil kauptilboð í hlutabréf bankans. Þeir hafi einnig selt mikið. Að sama skapi hafi verðið á hlutabréfunum aldrei verið misvísandi eða óeðlilegt. Saksóknari spurði þá Pétur ítrekað hvort markmiðið hafi ekki verið að styðja við gengi hlutabréfanna. Svaraði hann því til að markmiðið hafi verið að fjárfesta í bankanum, enda hafi Kaupþing verið „einn besti banki í heiminum”, og vísaði Pétur þar í greiningar matsfyrirtækja á þessum tíma. „Ég er enn sannfærður um það að Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum. [...] Það er mín trú að ef hann hefði ekki fallið á þann máta sem var þá væri ég enn að vinna fyrir Kaupþing,” sagði Pétur. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53 Hreiðar Már, Magnús og Sigurður ekki mættir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. apríl 2015 09:48 Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02 Yfir 50 manns á vitnalista í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
„Markmiðið var að græða pening,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fyrir dómi í morgun. Hann var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum bankans á því tímabili sem ákæran tekur til. Pétur er ákærður, ásamt Birni Sæ Björnssyni, sem einnig starfaði við eigin viðskipti Kaupþings, fyrir að hafa í upphafi hvers viðskiptadags lagt fram stór tilboð í hlutabréf í Kaupþingi með litlu innbyrðis verðbili í tilboðabækur kauphallanna. Þeir hafi með háttsemi sinni haft óeðlileg áhrif á verð í hlutabréfum bankans og því gerst sekir um markaðsmisnotkun. Stunduðu þeir hana að undirlagi yfirmanna sinna, þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar, Ingólfs Helgasonar og Einars Pálma Sigmundssonar.Bónusar starfsmanna tengdir því að græða sem mest Saksóknari, Björn Þorvaldsson, eyddi dágóðum tíma í morgun í að fara yfir hvaða hlutverk Pétur hafði hjá eigin viðskiptum, hvaða tilgang sú deild hafði og hvaða markmið. „Tilgangurinn var að skapa seljanleika, vera viðskiptavaki og stöðutaka,” sagði Pétur. Þegar lá fyrir að markmiðið deildarinnar hafi verið að græða pening spurði saksóknari hvort að bónusar starfsmanna hafi ekki verið tengdir því að græða pening? „Jú, mikið rétt,” svaraði Pétur.Björn Þorvaldsson er hér lengst til hægri ásamt aðstoðarmönnum sínum.vísir/gvaLítil sem engin samskipti við Hreiðar Má Þá var Pétur spurður út í hvaða yfirmenn sína hann hafði samskipti við. Hann nefndi ítrekað Ingólf Helgason, forstjóra Kaupþings á Íslandi, og Einar Pálma Sigmundsson, forstöðumann eigin viðskipta. „Hann [Ingólfur] hafði samband við okkur og gaf okkur fyrirmæli.” Aðspurður hvort að algengt hafi verið að Ingólfur hafi haft beint samband við hann sagðist Pétur telja að svo hafi verið. Hann sagðist hins vegar haft lítil sem engin samskipti við Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings-samstæðunnar. Hreiðar og Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, hafi þó fengið upplýsingapósta, væntanlega um félög sem þeir vildu fylgjast með, að sögn Péturs, sem tók þó einnig fram að hann hafi ekki alveg vitað hvers vegna þeir hafi fengið póstana. Saksóknari spurði hann þá hvort að einhver breyting hafi orðið á samskiptum hans við sína yfirmenn á ákærutímabilinu. „Ég man ekki eftir því að samskiptin hafi eitthvað breyst en þau virðast hafa gert það miðað við gögnin sem þið hafið tekið saman.” Hann var þá spurður hvort hann muni eftir því að samskiptin hafi færst meira yfir í farsíma: „Nei, ég man það ekki en væntanlega hafa þau gert það út frá ykkar gögnum.”Hörður Felix Harðarson, lögmaður Hreiðars Más, og Gestur Jónsson, lögmaður Sigurðar Einarssonar í réttarsal í morgun. Skjólstæðingar þeirra mættu ekki en þeir afplána nú fangelsisdóm vegna Al Thani-málsins.vísir/gvaHlutabréfaverð í Kaupþingi ekkert óeðlilegt Pétur lagði á það mikla áherslu að það hafi ekki verið neitt óeðlilegt við það að starfsmenn eigin viðskipta hafi sett fram mikil kauptilboð í hlutabréf bankans. Þeir hafi einnig selt mikið. Að sama skapi hafi verðið á hlutabréfunum aldrei verið misvísandi eða óeðlilegt. Saksóknari spurði þá Pétur ítrekað hvort markmiðið hafi ekki verið að styðja við gengi hlutabréfanna. Svaraði hann því til að markmiðið hafi verið að fjárfesta í bankanum, enda hafi Kaupþing verið „einn besti banki í heiminum”, og vísaði Pétur þar í greiningar matsfyrirtækja á þessum tíma. „Ég er enn sannfærður um það að Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum. [...] Það er mín trú að ef hann hefði ekki fallið á þann máta sem var þá væri ég enn að vinna fyrir Kaupþing,” sagði Pétur.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53 Hreiðar Már, Magnús og Sigurður ekki mættir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. apríl 2015 09:48 Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02 Yfir 50 manns á vitnalista í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53
Hreiðar Már, Magnús og Sigurður ekki mættir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. apríl 2015 09:48
Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02
Yfir 50 manns á vitnalista í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. apríl 2015 07:00