Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu um að „setja niður hælana“ og „stöðva frjálst fall“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2015 22:00 Úr dómssal í dag. Vísir/GVA Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði í dag Pétur Kristin Guðmarsson, einn sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, út í einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæran nær til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Saksóknari spilaði meðal annars upptökur af símtölum og varpaði myndum úr kauphallarhermi upp á vegg til að varpa ljósi á viðskiptin. Var að gera sig „kláran fyrir skotgrafirnar“ Eitt símtalanna sem spilað var átti Pétur við eiganda verðbréfafyrirtækis þann 6. nóvember 2007. Í því sagðist Pétur meðal annars vera að fara að gera sig „kláran fyrir skotgrafirnar“. Saksóknari spurði hvað þeir hafi verið að ræða. „Hann er að bjóða mér "market access", það er að geta átt viðskipti í gegnum hans auðkenni. En ég vil taka það fram að við nýttum okkur þetta aldrei. Við áttum alltaf viðskipti í gegnum okkar auðkenni,“ svaraði Pétur. Þegar hann var svo spurður út í hvað hann átti við með „skotgrafarhernaði“ svaraði hann: „Ég veit það ekki. Ég var lengi í hernum og þetta er bara eitthvað líkingamál sem ég nota,“ en fram kom við upphaf skýrslutökunnar yfir Pétri að hann hafi farið í herforingjaskóla að loknu stúdentsprófi.Mátti ekki vera of mikið flökt á bréfunum Annað símtal sem spilað var átti Pétur við yfirmann sinn hjá eigin viðskiptum, Einar Guðna Sigmundsson, snemma morguns þann 8. nóvember 2007. Þar ræddu þeir meðal annars „að setja niður hælana“ og „að stöðva frjálst fall“ varðandi viðskipti bankans með bréf í sjálfum sér. Saksóknari bað Pétur um að útskýra hvað átt væri við með því „að setja niður hælana“, hvort að það þýddi að stoppa. „Nei, það þýðir að nú ætla ég að kaupa. Við erum tilbúnir að kaupa ef við setjum niður hælana.“ Svo var hann spurður út í ummæli Einars um að stöðva þyrfti frjálst fall bréfanna. „Ég get ekki svarað fyrir hann en ætli hann hafi ekki bara verið að tala um að hafa ekki of mikið flökt á bréfunum,“ sagði Pétur.„Markaðurinn fer bara þangað sem hann vill“ Saksóknari spurði þá hvort að þetta hafi ekki bara í raun verið stöðutaka í bréfunum þegar þeir hafi verið að stökkva inn og stöðva frjálst fall. „Þetta var bara bland af hvoru tveggja, stöðutaka og seljanleiki. Við vorum bara að reyna að fylgjast með markaðnum á hverjum degi. [...] Það er samt enginn sem stöðvar frjálst fall. Markaðurinn fer bara þangað sem hann vill og það er enginn sem stöðvar það.“ Skýrslutöku yfir Pétri Kristni verður framhaldið á morgun og á miðvikudag. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði í dag Pétur Kristin Guðmarsson, einn sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, út í einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæran nær til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Saksóknari spilaði meðal annars upptökur af símtölum og varpaði myndum úr kauphallarhermi upp á vegg til að varpa ljósi á viðskiptin. Var að gera sig „kláran fyrir skotgrafirnar“ Eitt símtalanna sem spilað var átti Pétur við eiganda verðbréfafyrirtækis þann 6. nóvember 2007. Í því sagðist Pétur meðal annars vera að fara að gera sig „kláran fyrir skotgrafirnar“. Saksóknari spurði hvað þeir hafi verið að ræða. „Hann er að bjóða mér "market access", það er að geta átt viðskipti í gegnum hans auðkenni. En ég vil taka það fram að við nýttum okkur þetta aldrei. Við áttum alltaf viðskipti í gegnum okkar auðkenni,“ svaraði Pétur. Þegar hann var svo spurður út í hvað hann átti við með „skotgrafarhernaði“ svaraði hann: „Ég veit það ekki. Ég var lengi í hernum og þetta er bara eitthvað líkingamál sem ég nota,“ en fram kom við upphaf skýrslutökunnar yfir Pétri að hann hafi farið í herforingjaskóla að loknu stúdentsprófi.Mátti ekki vera of mikið flökt á bréfunum Annað símtal sem spilað var átti Pétur við yfirmann sinn hjá eigin viðskiptum, Einar Guðna Sigmundsson, snemma morguns þann 8. nóvember 2007. Þar ræddu þeir meðal annars „að setja niður hælana“ og „að stöðva frjálst fall“ varðandi viðskipti bankans með bréf í sjálfum sér. Saksóknari bað Pétur um að útskýra hvað átt væri við með því „að setja niður hælana“, hvort að það þýddi að stoppa. „Nei, það þýðir að nú ætla ég að kaupa. Við erum tilbúnir að kaupa ef við setjum niður hælana.“ Svo var hann spurður út í ummæli Einars um að stöðva þyrfti frjálst fall bréfanna. „Ég get ekki svarað fyrir hann en ætli hann hafi ekki bara verið að tala um að hafa ekki of mikið flökt á bréfunum,“ sagði Pétur.„Markaðurinn fer bara þangað sem hann vill“ Saksóknari spurði þá hvort að þetta hafi ekki bara í raun verið stöðutaka í bréfunum þegar þeir hafi verið að stökkva inn og stöðva frjálst fall. „Þetta var bara bland af hvoru tveggja, stöðutaka og seljanleiki. Við vorum bara að reyna að fylgjast með markaðnum á hverjum degi. [...] Það er samt enginn sem stöðvar frjálst fall. Markaðurinn fer bara þangað sem hann vill og það er enginn sem stöðvar það.“ Skýrslutöku yfir Pétri Kristni verður framhaldið á morgun og á miðvikudag.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira