Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk sms frá forstjóranum vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2015 18:00 Fyrir dómi í dag kom fram að sms-samskipti Birnis við Ingólf hafi varðað hvernig haga skyldi viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi. Vísir/GVA Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kauþings, hóf skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni í héraðsdómi í dag. Birnir var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn hlutabréfa í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi.Átti að halda góðum seljanleika Starf Birnis fólst í því að eiga viðskipti með hlutabréf, meðal annars í Kaupþingi. Kvaðst hann aðallega hafa átt viðskipti með bréfin á íslenska markaðnum en tilgangur viðskiptanna var að sögn Birnis að halda góðum seljanleika í bréfunum. Sú háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru á að hafa verið að undirlagi yfirmanna hans, þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta, Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings samstæðunnar og Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns bankans. Til að leiða í ljós að háttsemin hafi að sönnu verið að undirlagi yfirmanna spurði saksóknari Birni út í hversu mikil samskipti hann hafi átt við þá og hvernig þeim samskiptum hafi verið háttað.Ræddu saman 12 sinnum á dag skömmu fyrir hrun Um hvort að samskipti við Ingólf hafi verið mikil sagði Birnir: „Já, þau voru þó nokkur. [...] Þau voru í borðsíma, með meili, smsum. [...] Ég geri mér ekki grein fyrir hversu mörg smsin voru og ég get ekki svarað hvort að samskiptin hafi eitthvað breyst á ákærutímabilinu.” Saksóknari sagði þá gögn málsins sýna að samskiptin hafi aukist mikið í ágúst 2008 og verið nokkuð meiri en áður mánuðina tvo fyrir hrun. Sýndi hann meðal annars yfirlit yfir samskipti Birnis og Ingólfs í gegnum farsíma og sást þar að í vikunni 15.-19. september 2008 ræddu þeir að meðaltali saman 12 sinnum á dag. Spurði Björn hvort eitthvað rifjaðist upp varðandi breytingu á samskiptunum en Birnir sagði svo ekki vera þótt hann rengdi ekki tölurnar í skjalinu. Þá sagðist hann einnig hafa átt í nokkuð tíðum samskiptum við Hreiðar Má sem tengdust viðskiptum með yfirstjórnarsafn bankans. Birnir sagði að samskipti við Sigurð Einarsson hafi verið engin nema það að hann var viðtakandi að tölvupóstum sem voru sendir.„Ég efa að Ingólfur sé einhver plottari, það eru kallarnir fyrir ofan hann” Líkt og áður við aðalmeðferðina var nokkuð mikill fjölda símtala spilaður í dómssal í dag. Mörg þeirra voru tekin upp við rannsókn málsins í maí 2010 og kenndi þar ýmissa grasa. Kom meðal annars fram að sms-samskipti Birnis við Ingólf hafi varðað hvernig haga skyldi viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi. Í einu símtalanna ræðir Birnir aðkomu Einars Pálma og Ingólfs að viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi: „Ingólfur var í miklu sambandi við Einar og Einar kom alltaf til okkar. [...] Einar var alltaf í gemsanum og að fara upp og kom svo til okkar.” Síðar í símtalinu segir Birnir að honum og Pétri hafi ekki fundist þetta „eðlilegt” og að þeir hafi rætt það við Einar Pálma á sínum tíma. „Okkur var farið að þykja þetta óþægilegt og vildum hopa hraðar [...] þetta var bara stefnan og við treystum okkar yfirmönnum.” Í öðru símtali frá maí 2010 ræðir Birnir við Einar Pálma og segist „ekkert viss um að Ingólfur sé sekur.” Einar Pálmi tekur undir það: „Ég efa að Ingólfur sé einhver plottari, það eru kallarnir fyrir ofan hann.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kauþings, hóf skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni í héraðsdómi í dag. Birnir var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn hlutabréfa í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi.Átti að halda góðum seljanleika Starf Birnis fólst í því að eiga viðskipti með hlutabréf, meðal annars í Kaupþingi. Kvaðst hann aðallega hafa átt viðskipti með bréfin á íslenska markaðnum en tilgangur viðskiptanna var að sögn Birnis að halda góðum seljanleika í bréfunum. Sú háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru á að hafa verið að undirlagi yfirmanna hans, þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta, Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings samstæðunnar og Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns bankans. Til að leiða í ljós að háttsemin hafi að sönnu verið að undirlagi yfirmanna spurði saksóknari Birni út í hversu mikil samskipti hann hafi átt við þá og hvernig þeim samskiptum hafi verið háttað.Ræddu saman 12 sinnum á dag skömmu fyrir hrun Um hvort að samskipti við Ingólf hafi verið mikil sagði Birnir: „Já, þau voru þó nokkur. [...] Þau voru í borðsíma, með meili, smsum. [...] Ég geri mér ekki grein fyrir hversu mörg smsin voru og ég get ekki svarað hvort að samskiptin hafi eitthvað breyst á ákærutímabilinu.” Saksóknari sagði þá gögn málsins sýna að samskiptin hafi aukist mikið í ágúst 2008 og verið nokkuð meiri en áður mánuðina tvo fyrir hrun. Sýndi hann meðal annars yfirlit yfir samskipti Birnis og Ingólfs í gegnum farsíma og sást þar að í vikunni 15.-19. september 2008 ræddu þeir að meðaltali saman 12 sinnum á dag. Spurði Björn hvort eitthvað rifjaðist upp varðandi breytingu á samskiptunum en Birnir sagði svo ekki vera þótt hann rengdi ekki tölurnar í skjalinu. Þá sagðist hann einnig hafa átt í nokkuð tíðum samskiptum við Hreiðar Má sem tengdust viðskiptum með yfirstjórnarsafn bankans. Birnir sagði að samskipti við Sigurð Einarsson hafi verið engin nema það að hann var viðtakandi að tölvupóstum sem voru sendir.„Ég efa að Ingólfur sé einhver plottari, það eru kallarnir fyrir ofan hann” Líkt og áður við aðalmeðferðina var nokkuð mikill fjölda símtala spilaður í dómssal í dag. Mörg þeirra voru tekin upp við rannsókn málsins í maí 2010 og kenndi þar ýmissa grasa. Kom meðal annars fram að sms-samskipti Birnis við Ingólf hafi varðað hvernig haga skyldi viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi. Í einu símtalanna ræðir Birnir aðkomu Einars Pálma og Ingólfs að viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi: „Ingólfur var í miklu sambandi við Einar og Einar kom alltaf til okkar. [...] Einar var alltaf í gemsanum og að fara upp og kom svo til okkar.” Síðar í símtalinu segir Birnir að honum og Pétri hafi ekki fundist þetta „eðlilegt” og að þeir hafi rætt það við Einar Pálma á sínum tíma. „Okkur var farið að þykja þetta óþægilegt og vildum hopa hraðar [...] þetta var bara stefnan og við treystum okkar yfirmönnum.” Í öðru símtali frá maí 2010 ræðir Birnir við Einar Pálma og segist „ekkert viss um að Ingólfur sé sekur.” Einar Pálmi tekur undir það: „Ég efa að Ingólfur sé einhver plottari, það eru kallarnir fyrir ofan hann.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira