Handbolti

Reiknar ekki með Jóhanni Gunnari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Stefán
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, reiknar ekki með því að skyttan Jóhann Gunnar Einarsson verði með sínu liði í mikilvægum leik gegn ÍR í kvöld.

„Jóhann Gunnar fer til sjúkraþjálfara og læknis á eftir en það er ólíklegt að hann spili í dag,“ sagði Einar Andri í samtali við mbl.is í dag.

Afturelding vann fyrsta leikinn í rimmunni en áföllin dundu svo yfir í leik tvö. Þá meiddist Jóhann Gunnar á öxl og Jóhann Jóhannsson fékk að líta rauða spjaldið, auk þess sem að ÍR vann leikinn.

Báðir misstu af þriðja leiknum, sem ÍR-ingar unnu í Mosfellsbæ á þriðjudaginn, og þar sem Jóhann Jóhannsson var úrskurðaður í tveggja leikja bann missir hann einnig af fjórða leiknum í dag.

Leikurinn fer fram í Austurbergi klukkan 16.00 og geta ÍR-ingar þá tryggt sér sigur og sæti gegn Haukum í lokaúrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×