Erlent

Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Vilborg Arna Gissurardóttir.
Vilborg Arna Gissurardóttir. Vísir/Valli
Öflugur jarðskjálfti, að stærðinni 7,9, reið yfir Nepal í nótt. Skjálftamiðja var norðvestur af höfuðborginni Katmandú. Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki.

Að sögn breska ríkisútvarpsins myndaðist mikill glundroði í borginni, röskun varð á samgöngum og fjarskiptakerfi lágu niðri. Fólk þusti út á götur þar sem eyðileggingin blasti við.

Eitt af kennimerkjum borgarinnar, Daharahara-turninn, er rústir einar. Björgunarmenn eru að störfum í borginni en von er á frekari aðstoð í dag.

Jarðskjálftinn, sem var afar snarpur, fannst víða. Þar á meðal í grennd við Everest-fjalla þar sem Vilborg Arna Gissurardóttir og Ingólfur Ragnar Axelsson eru í grunnbúðum. Samkvæmt upplýsingum á Facebook-síðu Vilborgar eru þau bæði óhult.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×