„Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2015 11:21 Úr dómssal í gærmorgun. Vísir/GVA Björn Þorvaldsson, saksóknari, hefur í morgun spurt Einar Pálma Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumann eigin viðskipta Kaupþings, út í einstaka viðskiptadaga í janúar 2008. Fjöldi símtala og tölvupósta er borinn undir ákærða og hann spurður út úr þeim en Einar er sakaður um að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun bankans á 11 mánaða tímabili fyrir hrun. Á hann að hafa stuðlað að miklum hlutabréfakaupum Kaupþings í sjálfu sér með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi.Einar segist engu hafa ráðið Við skýrslutökuna hefur Einar lagt áherslu á það að hann hafi engu ráðið varðandi viðskipti deildar hans með hlutabréf í bankanum. Öll fyrirmæli hafi hann fengið frá Ingólfi Helgasyni, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Einar hefur þó ítrekað tekið fram að hann hafi ekki séð neitt óeðlilegt eða ólöglegt við það að Kaupþing hafi verið með svokallaða óformlega viðskiptavakt í eigin hlutabréfum. Slíkt hafi verið alþekkt á markaðnum og tíðkast lengi hjá bankanum sem og hinum stóru viðskiptabönkunum, Glitni og Landsbankanum. Saksóknari vill aftur á móti meina að það hafi ekki verið eðlilegt að útgefandi bréfanna sjálfra hafi verið með svo öfluga vakt í þeim. Hann hefur meðal annars sagt að viðskiptavaki kaupi og selji hlutabréf jöfnum höndum en það hafi deild eigin viðskipta ekki gert.Vildi selja en Ingólfur bannaði Undir þetta hefur Einar tekið að vissu leyti og komið hefur fram að hann hafi í janúar 2008 beðið Ingólf Helgason um leyfi til að selja hlutabréf í bankanum þar sem þeir „hafi tekið mikið inn á sig”. Vildi Einar selja á þinginu en Ingólfur bannaði honum það og sagðist ætla frekar að selja bréfin í „pökkum”, það er í utanþingsviðskiptum. „Við vildum stundum hopa og selja meira til að hafa meira jafnvægi í þessu,” sagði Einar. Saksóknari spurði hann þá hvers vegna Ingólfur vildi ekki selja á þinginu. Einar sagðist ekki geta svarað því; saksóknari yrði að spyrja Ingólf út í það.„Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ Með því að spila símtöl Einars við meðákærðu, meðal annars þá Pétur Kristinn Guðmarsson og Birni Sæ Björnsson, sem voru verðbréfasalar hjá eigin viðskiptum, reynir saksóknari að sýna fram á að þeir hafi meðvitað haft það að markmiðið að halda verði hlutabréfanna uppi og/eða passa að þau lækkuðu ekki of mikið. Í einu símtalanna ræða Einar og Pétur um að “slá Kaupþing upp.” EPS: „Já, já, já. Við verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?” PKG: „Fá þetta upp áður en það fer aftur niður.” EPS: „Við verðum að fá það mikið upp.” PKG: „Já.” Saksóknari spurði Einar um hvað þeir væru að tala þarna. Var ákærði vægast sagt ósáttur við spurninguna. „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” Dómari virtist sammála Einari varðandi þetta og sagði saksóknara að fara yfir í næstu spurningu. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02 Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu hvort að eigin viðskipti gætu „tæknilega blekkt markaðinn” Á meðal gagna í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er upptaka frá fundi innri endurskoðunar bankans með Einari Pálma Sigmundssyni, forstöðumanns eigin viðskipta, í nóvember 2007. 27. apríl 2015 19:30 „Ég hef ekkert vald í Kaupþingi” Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi, var ekki alltaf klár á því hvaða skilaboð forstjórinn, Ingólfur Helgason, var að senda varðandi hlutabréfakaup bankans í sjálfum sér. 27. apríl 2015 16:54 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari, hefur í morgun spurt Einar Pálma Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumann eigin viðskipta Kaupþings, út í einstaka viðskiptadaga í janúar 2008. Fjöldi símtala og tölvupósta er borinn undir ákærða og hann spurður út úr þeim en Einar er sakaður um að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun bankans á 11 mánaða tímabili fyrir hrun. Á hann að hafa stuðlað að miklum hlutabréfakaupum Kaupþings í sjálfu sér með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi.Einar segist engu hafa ráðið Við skýrslutökuna hefur Einar lagt áherslu á það að hann hafi engu ráðið varðandi viðskipti deildar hans með hlutabréf í bankanum. Öll fyrirmæli hafi hann fengið frá Ingólfi Helgasyni, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Einar hefur þó ítrekað tekið fram að hann hafi ekki séð neitt óeðlilegt eða ólöglegt við það að Kaupþing hafi verið með svokallaða óformlega viðskiptavakt í eigin hlutabréfum. Slíkt hafi verið alþekkt á markaðnum og tíðkast lengi hjá bankanum sem og hinum stóru viðskiptabönkunum, Glitni og Landsbankanum. Saksóknari vill aftur á móti meina að það hafi ekki verið eðlilegt að útgefandi bréfanna sjálfra hafi verið með svo öfluga vakt í þeim. Hann hefur meðal annars sagt að viðskiptavaki kaupi og selji hlutabréf jöfnum höndum en það hafi deild eigin viðskipta ekki gert.Vildi selja en Ingólfur bannaði Undir þetta hefur Einar tekið að vissu leyti og komið hefur fram að hann hafi í janúar 2008 beðið Ingólf Helgason um leyfi til að selja hlutabréf í bankanum þar sem þeir „hafi tekið mikið inn á sig”. Vildi Einar selja á þinginu en Ingólfur bannaði honum það og sagðist ætla frekar að selja bréfin í „pökkum”, það er í utanþingsviðskiptum. „Við vildum stundum hopa og selja meira til að hafa meira jafnvægi í þessu,” sagði Einar. Saksóknari spurði hann þá hvers vegna Ingólfur vildi ekki selja á þinginu. Einar sagðist ekki geta svarað því; saksóknari yrði að spyrja Ingólf út í það.„Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ Með því að spila símtöl Einars við meðákærðu, meðal annars þá Pétur Kristinn Guðmarsson og Birni Sæ Björnsson, sem voru verðbréfasalar hjá eigin viðskiptum, reynir saksóknari að sýna fram á að þeir hafi meðvitað haft það að markmiðið að halda verði hlutabréfanna uppi og/eða passa að þau lækkuðu ekki of mikið. Í einu símtalanna ræða Einar og Pétur um að “slá Kaupþing upp.” EPS: „Já, já, já. Við verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?” PKG: „Fá þetta upp áður en það fer aftur niður.” EPS: „Við verðum að fá það mikið upp.” PKG: „Já.” Saksóknari spurði Einar um hvað þeir væru að tala þarna. Var ákærði vægast sagt ósáttur við spurninguna. „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” Dómari virtist sammála Einari varðandi þetta og sagði saksóknara að fara yfir í næstu spurningu.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02 Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu hvort að eigin viðskipti gætu „tæknilega blekkt markaðinn” Á meðal gagna í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er upptaka frá fundi innri endurskoðunar bankans með Einari Pálma Sigmundssyni, forstöðumanns eigin viðskipta, í nóvember 2007. 27. apríl 2015 19:30 „Ég hef ekkert vald í Kaupþingi” Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi, var ekki alltaf klár á því hvaða skilaboð forstjórinn, Ingólfur Helgason, var að senda varðandi hlutabréfakaup bankans í sjálfum sér. 27. apríl 2015 16:54 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02
Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu hvort að eigin viðskipti gætu „tæknilega blekkt markaðinn” Á meðal gagna í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er upptaka frá fundi innri endurskoðunar bankans með Einari Pálma Sigmundssyni, forstöðumanns eigin viðskipta, í nóvember 2007. 27. apríl 2015 19:30
„Ég hef ekkert vald í Kaupþingi” Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi, var ekki alltaf klár á því hvaða skilaboð forstjórinn, Ingólfur Helgason, var að senda varðandi hlutabréfakaup bankans í sjálfum sér. 27. apríl 2015 16:54