Viðskipti innlent

Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru bara einhverjir aulabrandarar okkar á milli“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ingólfur Helgason, annar frá hægri, í dómssal á mánudaginn.
Ingólfur Helgason, annar frá hægri, í dómssal á mánudaginn. Vísir/GVA
Líkt og fyrri daginn spilar Björn Þorvaldsson, saksóknari, fjölda símtala fyrir dómi í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings.

Flest þeirra hafa verið spiluð áður, meðal annars símtal milli Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, og Péturs Kristins Guðmarssonar, verðbréfasala hjá eigin viðskiptum bankans, í lok janúar 2008 þar sem þeir ræða um „dauða köttinn.”

 

IH: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?”

PMG: „Hann er bara að lúra og mala.”

IH: „Er það ekki?”

PMG: „Jú.”

IH: „Er hann ekki snöggur upp ef það er sparkað í hann.”

PMG: „Ég held það.”

 

Saksóknari spurði Ingólf hver þessi “dauði köttur” hafi verið.

 

„Mér finnst líklegt að það sé verið að tala þarna um Kaupþing. Þetta eru bara einhverjir aulabrandarar okkar á milli,” svaraði Ingólfur.

 

Í öðru símtali fyrr í sama mánuði segir Ingólfur við Pétur að þeir þurfi “að styðja svona nett við bankann eða svona, við skulum ekkert vera að kippa í hann.” Björn spurði hvað hann hafi átt við þarna.

 

„Pétur hafði nú ýmsar skýringar á þessu samtali hér en ég hafði þá trú að það væri betra að vera með kauptilboð í staðinn fyrir að vera að taka sölutilboðum. Við erum bara að ræða það,” sagði Ingólfur.

Ingólfur hefur svarað mörgum spurningum saksóknara með orðunum „það kann að vera”, „ég skal ekki um það segja”, „ég veit það ekki” eða „ég man það ekki.” Hann hefur að auki lagt mikla áherslu á það að viðskipti Kaupþings með eigin bréf hafi alltaf verið á viðskiptalegum forsendum og ráðist af markaðsástæðum.


Tengdar fréttir

Leið mjög illa dagana fyrir hrun

Einar Pálmi Sigmundsson segir að menn hafi fyllst bjartsýni þegar Al Thani keypti í Kaupþingi en viku seinna var Glitnir þjóðnýttur. Þá hafi orðið straumhvörf á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×