Erlent

Nepal: Neyðaraðstoð tekin að berast til afskekktra þorpa

Atli Ísleifsson skrifar
Mörg þúsund manns hafa staðið í biðröðum í Katmandú til að komast um borð í rútur til að yfirgefa höfuðborgina.
Mörg þúsund manns hafa staðið í biðröðum í Katmandú til að komast um borð í rútur til að yfirgefa höfuðborgina. Vísir/AFP
Neyðaraðstoð er nú tekin að berast til afskekktra þorpa nærri þeim stað þar sem upptök stóra skjálftans í Nepal var á laugardaginn. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir að auk þess að aðstoð sé tekin að berast til þorpa í Katmandúdalnum hafi aðstoð nú einnig borist til þorpa í héruðunum Dhading og Gorkha.

Staðfest er að rúmlega fimm þúsund manns hafi látist í skjálftanum. Óttast er að sjúkdómar eigi eftir að brjótast út meðal fólks, sem þarf að hafast við undir berum himni með takmarkaðan aðgang að hreinu vatni. Eftirskjálftar með aurskriðum hafa sums staðar gert björgunarfólki erfitt fyrir.

Mörg þúsund manns hafa staðið í biðröðum í Katmandú til að komast um borð í rútur til að yfirgefa höfuðborgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×