Erlent

Ungbarni bjargað úr rústum eftir 22 klukkustundir

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Barnið er nú á spítala og er ástand þess stöðugt.
Barnið er nú á spítala og er ástand þess stöðugt. vísir/twitter
Fjögurra mánaða dreng var á sunnudag bjargað úr rústum húss sem hrunið hafði til grunna í jarðskjálftanum í Nepal á laugardag. Þá hafði hann lifað af í rústunum í 22 klukkustundir. 

Nepaska dagblaðið Kathmandu Today birti ótrúlegar myndir af björgun drengsins, sem nú hafa ratað inn á veraldarvefinn.

Hermenn á svæðinu fundu drenginn. Þeir höfðu þá leitað að eftirlifendum á svæðinu um nokkurn tíma en án árangurs. Þegar þeir voru við það að yfirgefa svæðið heyrðu þeir daufan grátur og hófu því leitina að nýju.

Barnið er nú á spítala og er ástand þess stöðugt, að því er fram kemur á vef Independent. Foreldrar drengins eru enn ófundnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×