Sport

Endurgreiddi bensíntitti fimm árum síðar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Innan um fréttir af misgáfulegum uppátækjum leikmanna bandarísku NFL-deildarinnar berast tíðindi af góðverkum leikmanna deildarinnar.

Ein slík fjallar um varnarmanninn William Gholston sem er á mála hjá Tampa Bay Buccaneers. Fyrir fimm árum síðan, þegar hann var á elsta ári í framhaldsskóla (e. high school), varð hann bensínlaus og gekk inn á bensínstöð í grenndinni.

Hann var þó ekki með pening á sér en hitti starfsmann að nafni Mohamed Gabasha sem gaf honum brúsa fullan af bensíni og keyrði hann svo aftur að bílnum sínum.

Þessir menn hittust svo aftur á föstudaginn í fyrsta sinn síðan þetta gerðist. Gholston hefur í dag meira á milli handanna og greiddi Gabasha 100 dollara fyrir góðverkið - bensínkostnaðinn auk vaxta.

„Það var ótrúlegt að hann kom til baka. Hann þakkaði bara fyrir þennan dag. Það var virkilega indælt,“ sagði Gabasha sem tók fund þeirra upp á myndband, sem má sjá hér fyrir neðan.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×