„365 færir pressuna af KR yfir á FH og Stjörnuna“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2015 20:05 Vísir/Ernir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að 365 miðlar hafi unnið markvisst að því að taka sviðsljósið af KR og varpa því á FH og Stjörnunna í aðdraganda nýs tímabils í Pepsi-deild karla. Þetta sagði hann í Akraborginni, þætti Hjartar Hjartarsonar á X-inu, en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. FH er með öflugt lið og hafa styrkt leikmannahóp sinn mikið í vetur. Heimir segir að hans menn þurfi að mæta klárir til leiks, óháð því hver umræðan um liðið er í fjölmiðlum. „Við erum ánægðir með liðið okkar. Eftir síðustu leiktíð misstum við töluvert af mönnum og þurftum við að fylla í þeirra skörð. Okkur hefur tekist það ágætlega en það verður að koma í ljós hvort að við séum betri í dag eða ekki.“ „Við þurfum að vera tilbúnir 4. maí þegar við förum á KR-völlinn. Það er okkar markmið og erum við ekkert að hugsa lengra en svo.“ FH varð af Íslandsmeistaratitlinum í frægum leik gegn Stjörnunni í lokaumferðinni í Pepsi-deildinni í haust. Stjarnan varð meistari og Heimir segir að hann hafi verið viku að jafna sig. „Það var vond vika en við verðum að nýta okkur þessi vonbrigði nú til að efla okkur,“ sagði Heimir meðal annars í viðtalinu.Vísir/StefánHeimir rifjaði upp að hann tók þátt í „hinum“ stóra úrslitaleik Íslandsmótsins, viðureign ÍA og KR árið 1996, en hann var einnig í tapliðinu þá. „Stundum er þetta svona. Maður vinnur og maður tapar. Það er skemmtilegra að vinna en maður verður að sætta sig við útkomuna og líta fram á veginn. Ef ég myndi eyða öllum mínum tíma í að velta mér upp úr þessu kæmist ég sennilega ekkert áfram,“ sagði Heimir. Heimir veit að hann er með gott lið í höndunum í ár. En það kemur meira til. „Nýir leikmenn þurfa að spila sig saman og það þarf að skapa liðsheild. Það er eitt og annað sem þarf að huga að áður en mótið byrjar.“ Hjörtur spurði hann hvaða lið komi til með að berjast við FH um titilinn í sumar. „Stjarnan er með öflugt lið og með kokhraustan þjálfara líka. Þeir verða mjög öflugir.“ „Blikarnir líta mjög vel út. Þeir hafa spilað vel í vetur og virka á mig sem heilsteypt lið. Svo ertu með Val og Óli [Ólafur Jóhannesson] á eftir að koma með ákveðinn stöðugleika í félagið sem hefur vantað.“ „Svo ertu með KR. KR-ingar verða mjög sterkir. Þeir hafa fengið stekra leikmenn og það kom nýr Dani til félagsins í dag. [Henrik] Bödker er að vinna sína vinnu vel. Þeir verða mjög sterkir.“Guðmundur Benediktsson er aðstoðarþjálfari KR.Vísir/Daníel„Svo er athyglisvert með KR. KR hefur verið svolítið undir radarnum í vetur. Sem markast af því að það eru mikið af mönnum sem tengjast KR sem eru inn í 365. Þeir hafa náð að slá á væntingar sem eru alltaf gerðar til KR. KR hefur verið lítið í umfjölluninni miðað við að KR er stórveldi með frábæran leikmannahóp. Þó þeir hafa misst góða leikmenn hafa þeir, alveg eins og FH, fengið góða leikmenn í staðinn.“ „365 hefur verið klókt í því að taka pressuna af KR og setja hana yfir á FH og Stjörnuna.“ Er þetta allt með ráðum gert? „Þetta er allt með ráðum gert. Ég er að koma með eina skemmtilegustu samræsiskenningu sem hefur verið sett saman á þessum vetri.“ Hann segir að tengsl 365 við FH séu lítil. „Í öllum þessum helstu stöðum ertu með menn sem tengjast KR. Ef FH væri með sömu tengingu væri FH að gera það sama og KR - að vera undir radarnum.“ Heimir nefndi engin nöfn í „samsæriskenningu“ sinni en þess ber að geta að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari 2. flokks karla hjá KR, er yfirmaður íþróttasviðs 365 og Guðmundur Benediktsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokks, starfar hjá 365 sem íþróttafréttamaður. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að 365 miðlar hafi unnið markvisst að því að taka sviðsljósið af KR og varpa því á FH og Stjörnunna í aðdraganda nýs tímabils í Pepsi-deild karla. Þetta sagði hann í Akraborginni, þætti Hjartar Hjartarsonar á X-inu, en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. FH er með öflugt lið og hafa styrkt leikmannahóp sinn mikið í vetur. Heimir segir að hans menn þurfi að mæta klárir til leiks, óháð því hver umræðan um liðið er í fjölmiðlum. „Við erum ánægðir með liðið okkar. Eftir síðustu leiktíð misstum við töluvert af mönnum og þurftum við að fylla í þeirra skörð. Okkur hefur tekist það ágætlega en það verður að koma í ljós hvort að við séum betri í dag eða ekki.“ „Við þurfum að vera tilbúnir 4. maí þegar við förum á KR-völlinn. Það er okkar markmið og erum við ekkert að hugsa lengra en svo.“ FH varð af Íslandsmeistaratitlinum í frægum leik gegn Stjörnunni í lokaumferðinni í Pepsi-deildinni í haust. Stjarnan varð meistari og Heimir segir að hann hafi verið viku að jafna sig. „Það var vond vika en við verðum að nýta okkur þessi vonbrigði nú til að efla okkur,“ sagði Heimir meðal annars í viðtalinu.Vísir/StefánHeimir rifjaði upp að hann tók þátt í „hinum“ stóra úrslitaleik Íslandsmótsins, viðureign ÍA og KR árið 1996, en hann var einnig í tapliðinu þá. „Stundum er þetta svona. Maður vinnur og maður tapar. Það er skemmtilegra að vinna en maður verður að sætta sig við útkomuna og líta fram á veginn. Ef ég myndi eyða öllum mínum tíma í að velta mér upp úr þessu kæmist ég sennilega ekkert áfram,“ sagði Heimir. Heimir veit að hann er með gott lið í höndunum í ár. En það kemur meira til. „Nýir leikmenn þurfa að spila sig saman og það þarf að skapa liðsheild. Það er eitt og annað sem þarf að huga að áður en mótið byrjar.“ Hjörtur spurði hann hvaða lið komi til með að berjast við FH um titilinn í sumar. „Stjarnan er með öflugt lið og með kokhraustan þjálfara líka. Þeir verða mjög öflugir.“ „Blikarnir líta mjög vel út. Þeir hafa spilað vel í vetur og virka á mig sem heilsteypt lið. Svo ertu með Val og Óli [Ólafur Jóhannesson] á eftir að koma með ákveðinn stöðugleika í félagið sem hefur vantað.“ „Svo ertu með KR. KR-ingar verða mjög sterkir. Þeir hafa fengið stekra leikmenn og það kom nýr Dani til félagsins í dag. [Henrik] Bödker er að vinna sína vinnu vel. Þeir verða mjög sterkir.“Guðmundur Benediktsson er aðstoðarþjálfari KR.Vísir/Daníel„Svo er athyglisvert með KR. KR hefur verið svolítið undir radarnum í vetur. Sem markast af því að það eru mikið af mönnum sem tengjast KR sem eru inn í 365. Þeir hafa náð að slá á væntingar sem eru alltaf gerðar til KR. KR hefur verið lítið í umfjölluninni miðað við að KR er stórveldi með frábæran leikmannahóp. Þó þeir hafa misst góða leikmenn hafa þeir, alveg eins og FH, fengið góða leikmenn í staðinn.“ „365 hefur verið klókt í því að taka pressuna af KR og setja hana yfir á FH og Stjörnuna.“ Er þetta allt með ráðum gert? „Þetta er allt með ráðum gert. Ég er að koma með eina skemmtilegustu samræsiskenningu sem hefur verið sett saman á þessum vetri.“ Hann segir að tengsl 365 við FH séu lítil. „Í öllum þessum helstu stöðum ertu með menn sem tengjast KR. Ef FH væri með sömu tengingu væri FH að gera það sama og KR - að vera undir radarnum.“ Heimir nefndi engin nöfn í „samsæriskenningu“ sinni en þess ber að geta að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari 2. flokks karla hjá KR, er yfirmaður íþróttasviðs 365 og Guðmundur Benediktsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokks, starfar hjá 365 sem íþróttafréttamaður.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira