Dunkin´Donuts verður með yfir 40 tegundir af kleinuhringjum ingvar haraldsson skrifar 17. apríl 2015 16:13 Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, segir Dunkin´Donuts selja miklu meira en bara kleinuhringi. vísir/vilhelm/Dunkin´Donuts „Það verður miklu meira en Íslendingar eru vanir,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, sérleyfishafa Dunkin´Donuts hér á landi, um úrvalið af kleinuhringjum sem boðið verður upp á í kaffihúsum keðjunnar á Íslandi. Árni Pétur býst við að milli fjörutíu og fimmtíu mismunandi tegundir af kleinuhringjum verði í boði. Fyrsti staðurinn mun opna í sumar Árni Pétur segir að til standi að staðirnir verði ekki inni í verslunum 10-11, a.m.k. ekki tll að byrja með. Stefnt er að því að opna fyrsta staðinn undir merkjum Dunkin´Donuts seinnihluta sumars. Nú sé unnið að því að velja húsnæði. Hann segir að helst sé horft til miðbæjarins þó aðrar staðsetningar séu einnig til skoðunar. „Við munum opna það sem kallast „stand alone“ kaffihús undir merkjum Dunkin´Donuts. Það eru kaffihús með fullri þjónustu. Þar verða allflestar þær vörur sem Dunkin býður upp á sem er miklu fleira en bara kleinuhringir. Það er bakkelsi, morgunmatur, ommelettur, fullt af brauðréttum og vefjum og svo mikið úrval af drykkjum,“ segir Árni.Ekki óraunhæft að opna 16 staði Í tilkynningu í gær kom fram að stefnt væri að því að opna sextán veitingastaði í nafni Dunkin´Donuts næstu fimm árin. Árni Pétur telur það alls ekki óraunhæft, jafnvel þó alþjóðlegar veitingahúsakeðjur á borð við McDonalds og Burger King hafi ekki talið sér fært að reka veitingastaði hér á landi. „Við teljum það ekki óraunhæft. Í hlutarins eðli eru þessir staðir miklu minni en McDonalds staðir sem eru yfirleitt fremur stórir,“ segir hann. Tengdar fréttir Ætla að opna 16 Dunkin´Donuts á Íslandi Veitingastaðirnir verða opnaðir á næstu fimm árum. 16. apríl 2015 10:01 Dunkin’Donuts stefnir á að koma til Íslands Talsmaður Dunkin’ Donuts staðfestir að rætt sé um að kaffihúsakeðjan hefji starfsemi hér á landi. Keðjan er nú starfandi í 34 löndum en fyrsta kaffihúsið á Norðurlöndum var opnað í fyrra. 1. apríl 2015 07:00 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
„Það verður miklu meira en Íslendingar eru vanir,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, sérleyfishafa Dunkin´Donuts hér á landi, um úrvalið af kleinuhringjum sem boðið verður upp á í kaffihúsum keðjunnar á Íslandi. Árni Pétur býst við að milli fjörutíu og fimmtíu mismunandi tegundir af kleinuhringjum verði í boði. Fyrsti staðurinn mun opna í sumar Árni Pétur segir að til standi að staðirnir verði ekki inni í verslunum 10-11, a.m.k. ekki tll að byrja með. Stefnt er að því að opna fyrsta staðinn undir merkjum Dunkin´Donuts seinnihluta sumars. Nú sé unnið að því að velja húsnæði. Hann segir að helst sé horft til miðbæjarins þó aðrar staðsetningar séu einnig til skoðunar. „Við munum opna það sem kallast „stand alone“ kaffihús undir merkjum Dunkin´Donuts. Það eru kaffihús með fullri þjónustu. Þar verða allflestar þær vörur sem Dunkin býður upp á sem er miklu fleira en bara kleinuhringir. Það er bakkelsi, morgunmatur, ommelettur, fullt af brauðréttum og vefjum og svo mikið úrval af drykkjum,“ segir Árni.Ekki óraunhæft að opna 16 staði Í tilkynningu í gær kom fram að stefnt væri að því að opna sextán veitingastaði í nafni Dunkin´Donuts næstu fimm árin. Árni Pétur telur það alls ekki óraunhæft, jafnvel þó alþjóðlegar veitingahúsakeðjur á borð við McDonalds og Burger King hafi ekki talið sér fært að reka veitingastaði hér á landi. „Við teljum það ekki óraunhæft. Í hlutarins eðli eru þessir staðir miklu minni en McDonalds staðir sem eru yfirleitt fremur stórir,“ segir hann.
Tengdar fréttir Ætla að opna 16 Dunkin´Donuts á Íslandi Veitingastaðirnir verða opnaðir á næstu fimm árum. 16. apríl 2015 10:01 Dunkin’Donuts stefnir á að koma til Íslands Talsmaður Dunkin’ Donuts staðfestir að rætt sé um að kaffihúsakeðjan hefji starfsemi hér á landi. Keðjan er nú starfandi í 34 löndum en fyrsta kaffihúsið á Norðurlöndum var opnað í fyrra. 1. apríl 2015 07:00 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Ætla að opna 16 Dunkin´Donuts á Íslandi Veitingastaðirnir verða opnaðir á næstu fimm árum. 16. apríl 2015 10:01
Dunkin’Donuts stefnir á að koma til Íslands Talsmaður Dunkin’ Donuts staðfestir að rætt sé um að kaffihúsakeðjan hefji starfsemi hér á landi. Keðjan er nú starfandi í 34 löndum en fyrsta kaffihúsið á Norðurlöndum var opnað í fyrra. 1. apríl 2015 07:00