Formúla 1

Hamilton á ráspól í fjórða skiptið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hamilton gat leyft sér að brosa.
Hamilton gat leyft sér að brosa. vísir/getty
Ökuþórinn Lewis Hamilton verður á ráspól í Formúlu 1 kappakstrinum í Barein um helgina, en þetta er í fjórða skiptið sem hann verður á ráspól á þessu tímabili.

Hamilton, á Mercedes, sem keyrði á 1:32,571 verður á ráspól. Sebastian Vettel á Ferraro verður annar, Nico Rosberg á Mercedes verður þriðji og Kimi Raikkonen verður fjórði.

Þetta er í fjórða skipti á tímabilinu sem Hamilton er á ráspól, en það er í fyrsta skipti síðan 2011 sem einhver gerir það. Þá var það Sebastian Vettel sem gerði slíkt hið sama.

„Mér líður vel. Ég er mjög ánægður. Það er mjög gott að vera með þessar skeppnur fyrir neðan til að sækja á hornin," sagði Hamilton við fjölmiðla.

„Ferrari voru mjög flótir þessa helgina. Þeir verða erfiðir viðureignar. Ég held að við séum í góðu stöðu og ég hlakka til að berjast."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×