ISIS liðar tóku fjölda kristna Eþíópíumenn af lífi Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2015 17:00 Enskumælandi maður stýrði annarri aftökunni. Vígamenn Íslamska ríkisins í Líbýu tóku tvo hópa kristinna Eþíópíumanna af lífi í nýju myndbandi sem samtökin hafa sent frá sér. Löndunum sem verða fyrir ódæðisverkum ISIS virðist fjölga en í gær sagði forseti Afganistan að samtökin hefðu framkvæmt sjálfsmorðsárás þar í landi þar sem minnst 35 létu lífið. Myndbandið svipar mjög til þess þegar rúmlega tuttugu kristnir Egyptar voru myrtir í febrúar. Þá gerðu Egyptar loftárásir gegn ISIS í Líbýu. Ekki er ljóst hvort að Eþíópí muni eða geti brugðist við á svipaðan hátt.AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni yfirvalda í Eþíópíu að verið sé að ganga úr skugga um að myndbandið sé raunverulegt. Redwan Hussein taldi líklegt að um flóttamenn væri að ræða sem hefðu farið til Líbýu til að reyna að komast til Evrópu. „Fáist þetta staðfest, reynist þetta vera hætta fyrir þá sem reyna að ferðast þessa hættulegu leið til Evrópu.“Annar hluti Eþíópíumannanna er tekinn lífi á strönd í Líbýu.Í myndbandinu sjást vígamenn eyðileggja kirkjur, leiði og önnur trúartákn. Þá sést enskumælandi maður hóta kristnu fólki á yfirráðarsvæði þeirra og segir að annað hvort snúist þau til Íslam eða borgi sérstakan skatt. Annar hópurinn er í haldi ISIS í Barqa héraði í Austur-Líbýu. Hinn hópurinn er í haldi í Fazzan héraði í suðurhluta landsins. Ekki er vitað nákvæmlega hve margir menn voru teknir af lífi, en ljóst er að þeir voru minnst tuttugu. Mennirnir í öðrum hópnum er leiddir á strönd þar sem þeir eru afhöðvaðir en hinir eru skotnir í höfuðið. „Ég tel þetta vera enn eitt atvikið þar sem ISIS drepa kristið fólk í nafni Íslam,“ segir Abba Kaletsidk Mulugeta hjá Rétttrúnaðarkirkjunni í Eþíópíu. Hann segir ódæði sem þessi vera ólíðandi. „Engin trú boðar morð á fólki og ekki morð á fólki sem er annarrar trúar.“Hinum mönnunum var haldið í eyðimörk.Samtökin stjórna um einum þriðja af Sýrlandi og Írak. Þar að auki eru vígamenn ISIS starfandi í Afganistan, Jemen, Egyptalandi og Líbýu. Þá hafa Boko Haram, hryðjuverkasamtökin í Nígeríu, lýst sig hliðholl ISIS. ISIS hafa sótt fram í Írak síðustu misseri. Þrátt fyrir það hefur heinn í Írak, studdur af vopnuðum sveitum Sjíta og loftárásum, sótt hart fram gegn samtökunum. Þar að auki hafa Kúrdar endurheimt um ellefu þorp frá ISIS á síðustu dögum. #ISIS released a video threatening Christians and executing by gunshot and beheading Ethiopian Christians in Libya. pic.twitter.com/jSLVPKl22X— SITE Intel Group (@siteintelgroup) April 19, 2015 Flóttamenn Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Níu ára stúlka sögð ólétt eftir nauðganir vígamanna ISIS Af þeim 216 jasídum sem ISIS sleppti nýverið úr haldi hafa mörg börn og konur verið misnotuð. 13. apríl 2015 14:56 ISIS-liðar búnir að missa fjórðung Barack Obama Bandaríkjaforseti og Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, munu eiga fund í Hvíta húsinu í Washington í dag. 14. apríl 2015 09:26 ISIS lýsir yfir ábyrgð á tveimur árásum Fjörutíu týndu lífi og hundrað særðust. 18. apríl 2015 16:41 ISIS lýsir yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás í Irbil Fjórir týndu lífi og átján særðust í bílasprengjuárás við ræðismannaskrifstofur Bandaríkjanna í dag. 17. apríl 2015 21:53 ISIS birti myndband af eyðileggingu Nimrud Rústirnar, sem voru 3000 ára gamlar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu. 13. apríl 2015 10:27 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins í Líbýu tóku tvo hópa kristinna Eþíópíumanna af lífi í nýju myndbandi sem samtökin hafa sent frá sér. Löndunum sem verða fyrir ódæðisverkum ISIS virðist fjölga en í gær sagði forseti Afganistan að samtökin hefðu framkvæmt sjálfsmorðsárás þar í landi þar sem minnst 35 létu lífið. Myndbandið svipar mjög til þess þegar rúmlega tuttugu kristnir Egyptar voru myrtir í febrúar. Þá gerðu Egyptar loftárásir gegn ISIS í Líbýu. Ekki er ljóst hvort að Eþíópí muni eða geti brugðist við á svipaðan hátt.AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni yfirvalda í Eþíópíu að verið sé að ganga úr skugga um að myndbandið sé raunverulegt. Redwan Hussein taldi líklegt að um flóttamenn væri að ræða sem hefðu farið til Líbýu til að reyna að komast til Evrópu. „Fáist þetta staðfest, reynist þetta vera hætta fyrir þá sem reyna að ferðast þessa hættulegu leið til Evrópu.“Annar hluti Eþíópíumannanna er tekinn lífi á strönd í Líbýu.Í myndbandinu sjást vígamenn eyðileggja kirkjur, leiði og önnur trúartákn. Þá sést enskumælandi maður hóta kristnu fólki á yfirráðarsvæði þeirra og segir að annað hvort snúist þau til Íslam eða borgi sérstakan skatt. Annar hópurinn er í haldi ISIS í Barqa héraði í Austur-Líbýu. Hinn hópurinn er í haldi í Fazzan héraði í suðurhluta landsins. Ekki er vitað nákvæmlega hve margir menn voru teknir af lífi, en ljóst er að þeir voru minnst tuttugu. Mennirnir í öðrum hópnum er leiddir á strönd þar sem þeir eru afhöðvaðir en hinir eru skotnir í höfuðið. „Ég tel þetta vera enn eitt atvikið þar sem ISIS drepa kristið fólk í nafni Íslam,“ segir Abba Kaletsidk Mulugeta hjá Rétttrúnaðarkirkjunni í Eþíópíu. Hann segir ódæði sem þessi vera ólíðandi. „Engin trú boðar morð á fólki og ekki morð á fólki sem er annarrar trúar.“Hinum mönnunum var haldið í eyðimörk.Samtökin stjórna um einum þriðja af Sýrlandi og Írak. Þar að auki eru vígamenn ISIS starfandi í Afganistan, Jemen, Egyptalandi og Líbýu. Þá hafa Boko Haram, hryðjuverkasamtökin í Nígeríu, lýst sig hliðholl ISIS. ISIS hafa sótt fram í Írak síðustu misseri. Þrátt fyrir það hefur heinn í Írak, studdur af vopnuðum sveitum Sjíta og loftárásum, sótt hart fram gegn samtökunum. Þar að auki hafa Kúrdar endurheimt um ellefu þorp frá ISIS á síðustu dögum. #ISIS released a video threatening Christians and executing by gunshot and beheading Ethiopian Christians in Libya. pic.twitter.com/jSLVPKl22X— SITE Intel Group (@siteintelgroup) April 19, 2015
Flóttamenn Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Níu ára stúlka sögð ólétt eftir nauðganir vígamanna ISIS Af þeim 216 jasídum sem ISIS sleppti nýverið úr haldi hafa mörg börn og konur verið misnotuð. 13. apríl 2015 14:56 ISIS-liðar búnir að missa fjórðung Barack Obama Bandaríkjaforseti og Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, munu eiga fund í Hvíta húsinu í Washington í dag. 14. apríl 2015 09:26 ISIS lýsir yfir ábyrgð á tveimur árásum Fjörutíu týndu lífi og hundrað særðust. 18. apríl 2015 16:41 ISIS lýsir yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás í Irbil Fjórir týndu lífi og átján særðust í bílasprengjuárás við ræðismannaskrifstofur Bandaríkjanna í dag. 17. apríl 2015 21:53 ISIS birti myndband af eyðileggingu Nimrud Rústirnar, sem voru 3000 ára gamlar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu. 13. apríl 2015 10:27 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Níu ára stúlka sögð ólétt eftir nauðganir vígamanna ISIS Af þeim 216 jasídum sem ISIS sleppti nýverið úr haldi hafa mörg börn og konur verið misnotuð. 13. apríl 2015 14:56
ISIS-liðar búnir að missa fjórðung Barack Obama Bandaríkjaforseti og Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, munu eiga fund í Hvíta húsinu í Washington í dag. 14. apríl 2015 09:26
ISIS lýsir yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás í Irbil Fjórir týndu lífi og átján særðust í bílasprengjuárás við ræðismannaskrifstofur Bandaríkjanna í dag. 17. apríl 2015 21:53
ISIS birti myndband af eyðileggingu Nimrud Rústirnar, sem voru 3000 ára gamlar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu. 13. apríl 2015 10:27