Brotaþoli í frelsissviptingarmáli: Hótuðu að klippa af einn putta á sólarhring Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2015 10:42 Meint frelsissvipting átti sér stað í Hlíðunum í Reykjavík. Vísir/GVA Brotaþoli í frelsissviptingarmáli í Hlíðunum gaf skýrslu fyrir dómi og var meðal annars spurður hvers vegna þrjú ár liðu frá dómi þar til hann ákvað að kæra málið. Hann sagði það hafa verið vegna hótana frá ákærðu. Eftir að hann hafði greitt þeim milljón krónur fyrir frelsi sitt hótuðu þeir honum öllu illu ef hann myndi kæra. „Þeir lýsa í smáatriðum hvað muni koma fyrir mig og vísa í tengsl sem þeir hafa við þessi mótorhjólasamtök,” sagði brotaþoli og vísaði þar í að Ríkharð og Davíð voru í Black Pistons mótorhjólasamtökunum. Þá nefndi brotaþoli einnig tengsl ákærðu við Ásgeir Davíðsson, betur þekktan sem Geira á Goldfinger, og Jón Hilmarsson, betur þekktan sem Jón stóra. Á meðan brotaþoli var í haldi fóru ákærðu inn á Facebook-aðgang hans og flettu upp upplýsingum um fjölskyldu hans og vini. Hótuðu þeir því að þau myndu hljóta verra af ef hann færi ekki eftir því sem þeir sögðu að sögn brotaþolans. Höfðu þeir meðal annars hótað að nauðga systur hans ef hann myndi kæra málið. Brotaþoli sagði fyrir dómi að hann hefði ekki þorað að kæra málið fjölskyldu sinnar vegna. Þegar ár var liðið frá atburðinum ætlaði hann að kæra en fjölskylda hans hefði beðið hann um að gera það ekki. „Og ég virti það," sagði brotaþoli. Þegar systir hans flutti til útlanda hefði hann ákveðið að kæra.Boðaður á sáttarfund á Monte Carlo Hann sagðist hafa verið boðaður á sáttafund á Monte Carlo. Ástæðan fyrir þeim fundi var að ákærðu töldu brotaþola skulda þeim tölvu. Hann mætti á fundinn á Monte Carlo þar sem farið var með hann í bakherbergi á Monte Carlo. „Þar er ég barinn í klessu. Þeir koma með upplognar sakir að ég hafi brotist inn til hans og í bíl og eitthvað kjaftæði. Búa til skuld á mig," sagði brotaþoli. Hann var síðar, að því er kemur fram í ákæru, fluttur í íbúð í Hlíðunum þar sem honum var haldið föngum í sólarhring.Sjá einnig:„Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma“ „Ég er pyntaður, hellt upp í mig þvottaefni, borinn eldur að mér, hótað að brjóta á mér lappirnar. Fara á Facebook og finna upplýsingar um vini og fjölskyldy. Hóta að skoða fjölskyldu mína og vini og bara nokkurn veginn öllum sem ég þekki. Skuldin bara hækkar og hækkar og þeir fá það út að ég skulda þeim milljón. Þeir notuðu kylfur og hnúajárn á mig. Það var miðað á mig riffli eitt skipti. Það var hótað að drepa mig mig," sagði brotaþoli sem segist hafa verið látinn afklæðast. „Svo var ég bundinn og keflaður og hent inn í baðkar og geymdur þar yfir nóttina. Það var hótað að taka af mér puttana. Puttarnir mínir voru settir í klippur. Það voru tekin skæri upp að eyrunum á mér. Það voru teknar ljósmyndir og vídeó af mér þar sem ég er laminn og niðurlægður. Það var hótað að birta þetta efni ef ég kæri. Það var alltaf talað um að ég muni hljóta skaða af ef ég kæri og það muni bitna á mínum nánustu. Svo er ég geymdur þarna um nóttina í þessu baðkari," sagði brotaþoli.Frá þingfestingu málsins á dögunum.Vísir/SÁPEinn putti klipptur af á sólarhring Hann sagði ákærðu hafa hótað sér því að ef hann greiddi þeim ekki þessa milljón innan sólarhrings þá myndu þeir klippa af honum putta. Ef annar sólarhringur myndi líða þá yrði annar putti klipptur af. Hann sagði eina ráðið að hringja í föður sinn og fá hann til borga þeim þessa milljón. Hann sagði ákærðu hafa farið með sig að Landsbankanum á Laugavegi þar sem peningurinn var sóttur. Því næst var hann látinn laus eftir ítrekaðar hótanir. Hann var látinn laus og hitti föður sinn sem fór með hann á sjúkrahús þar sem þeir fengu áverkavottorð. Þegar hann var spurður hvort hann hefði haft tækifæri á að flýja úr íbúðinni í Hlíðunum sagðist hann hafa haft eitt tækifæri á því en hefði verið lamaður af ótta og úr losti til að geta það. Hann talaði um að það hefði verið töluverð umferð af fólki inn í íbúðina og í eitt skipti hefði ein stúlka farið á klósettið. Hann hefði ekki haft dug í sér að biðja hana um hjálp enda illa farinn og taldi litlar líkur á að þeir sem ættu erindi í þessa íbúð væru að fara að hjálpa sér. Hann var einnig spurður hvort hann hefði kallað eftir hjálp á Monte Carlo og svaraði hann því sama að hann hefði ekki búist við að fá hjálp frá fólki sem var þar. Fram kom í máli brotaþola að hann hefði verið í amfetamínneyslu á þessum tíma. Tengdar fréttir Frelsissvipting í Hlíðunum: „Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma” Ríkharð Júlíus Ríkharðsson segist hafa snúið við blaðinu. Hann bar við minnisleysi í héraðsdómi í morgun en hann játaði brot sín við skýrslutöku hjá lögreglu. 9. apríl 2015 10:06 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira
Brotaþoli í frelsissviptingarmáli í Hlíðunum gaf skýrslu fyrir dómi og var meðal annars spurður hvers vegna þrjú ár liðu frá dómi þar til hann ákvað að kæra málið. Hann sagði það hafa verið vegna hótana frá ákærðu. Eftir að hann hafði greitt þeim milljón krónur fyrir frelsi sitt hótuðu þeir honum öllu illu ef hann myndi kæra. „Þeir lýsa í smáatriðum hvað muni koma fyrir mig og vísa í tengsl sem þeir hafa við þessi mótorhjólasamtök,” sagði brotaþoli og vísaði þar í að Ríkharð og Davíð voru í Black Pistons mótorhjólasamtökunum. Þá nefndi brotaþoli einnig tengsl ákærðu við Ásgeir Davíðsson, betur þekktan sem Geira á Goldfinger, og Jón Hilmarsson, betur þekktan sem Jón stóra. Á meðan brotaþoli var í haldi fóru ákærðu inn á Facebook-aðgang hans og flettu upp upplýsingum um fjölskyldu hans og vini. Hótuðu þeir því að þau myndu hljóta verra af ef hann færi ekki eftir því sem þeir sögðu að sögn brotaþolans. Höfðu þeir meðal annars hótað að nauðga systur hans ef hann myndi kæra málið. Brotaþoli sagði fyrir dómi að hann hefði ekki þorað að kæra málið fjölskyldu sinnar vegna. Þegar ár var liðið frá atburðinum ætlaði hann að kæra en fjölskylda hans hefði beðið hann um að gera það ekki. „Og ég virti það," sagði brotaþoli. Þegar systir hans flutti til útlanda hefði hann ákveðið að kæra.Boðaður á sáttarfund á Monte Carlo Hann sagðist hafa verið boðaður á sáttafund á Monte Carlo. Ástæðan fyrir þeim fundi var að ákærðu töldu brotaþola skulda þeim tölvu. Hann mætti á fundinn á Monte Carlo þar sem farið var með hann í bakherbergi á Monte Carlo. „Þar er ég barinn í klessu. Þeir koma með upplognar sakir að ég hafi brotist inn til hans og í bíl og eitthvað kjaftæði. Búa til skuld á mig," sagði brotaþoli. Hann var síðar, að því er kemur fram í ákæru, fluttur í íbúð í Hlíðunum þar sem honum var haldið föngum í sólarhring.Sjá einnig:„Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma“ „Ég er pyntaður, hellt upp í mig þvottaefni, borinn eldur að mér, hótað að brjóta á mér lappirnar. Fara á Facebook og finna upplýsingar um vini og fjölskyldy. Hóta að skoða fjölskyldu mína og vini og bara nokkurn veginn öllum sem ég þekki. Skuldin bara hækkar og hækkar og þeir fá það út að ég skulda þeim milljón. Þeir notuðu kylfur og hnúajárn á mig. Það var miðað á mig riffli eitt skipti. Það var hótað að drepa mig mig," sagði brotaþoli sem segist hafa verið látinn afklæðast. „Svo var ég bundinn og keflaður og hent inn í baðkar og geymdur þar yfir nóttina. Það var hótað að taka af mér puttana. Puttarnir mínir voru settir í klippur. Það voru tekin skæri upp að eyrunum á mér. Það voru teknar ljósmyndir og vídeó af mér þar sem ég er laminn og niðurlægður. Það var hótað að birta þetta efni ef ég kæri. Það var alltaf talað um að ég muni hljóta skaða af ef ég kæri og það muni bitna á mínum nánustu. Svo er ég geymdur þarna um nóttina í þessu baðkari," sagði brotaþoli.Frá þingfestingu málsins á dögunum.Vísir/SÁPEinn putti klipptur af á sólarhring Hann sagði ákærðu hafa hótað sér því að ef hann greiddi þeim ekki þessa milljón innan sólarhrings þá myndu þeir klippa af honum putta. Ef annar sólarhringur myndi líða þá yrði annar putti klipptur af. Hann sagði eina ráðið að hringja í föður sinn og fá hann til borga þeim þessa milljón. Hann sagði ákærðu hafa farið með sig að Landsbankanum á Laugavegi þar sem peningurinn var sóttur. Því næst var hann látinn laus eftir ítrekaðar hótanir. Hann var látinn laus og hitti föður sinn sem fór með hann á sjúkrahús þar sem þeir fengu áverkavottorð. Þegar hann var spurður hvort hann hefði haft tækifæri á að flýja úr íbúðinni í Hlíðunum sagðist hann hafa haft eitt tækifæri á því en hefði verið lamaður af ótta og úr losti til að geta það. Hann talaði um að það hefði verið töluverð umferð af fólki inn í íbúðina og í eitt skipti hefði ein stúlka farið á klósettið. Hann hefði ekki haft dug í sér að biðja hana um hjálp enda illa farinn og taldi litlar líkur á að þeir sem ættu erindi í þessa íbúð væru að fara að hjálpa sér. Hann var einnig spurður hvort hann hefði kallað eftir hjálp á Monte Carlo og svaraði hann því sama að hann hefði ekki búist við að fá hjálp frá fólki sem var þar. Fram kom í máli brotaþola að hann hefði verið í amfetamínneyslu á þessum tíma.
Tengdar fréttir Frelsissvipting í Hlíðunum: „Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma” Ríkharð Júlíus Ríkharðsson segist hafa snúið við blaðinu. Hann bar við minnisleysi í héraðsdómi í morgun en hann játaði brot sín við skýrslutöku hjá lögreglu. 9. apríl 2015 10:06 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira
Frelsissvipting í Hlíðunum: „Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma” Ríkharð Júlíus Ríkharðsson segist hafa snúið við blaðinu. Hann bar við minnisleysi í héraðsdómi í morgun en hann játaði brot sín við skýrslutöku hjá lögreglu. 9. apríl 2015 10:06