Amazon kvartar yfir seinagangi flugmálastjórnar Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2015 12:53 Amazon vill flytja vörur að dyrum fólks með drónum. Vísir/AFP Internetfyrirtækið Amazon vill að flugmálastjórn Bandaríkjanna líti til Evrópu við löggjöf og reglur varðandi flug dróna. Flugmálastjórn samþykkti í síðustu viku að Amazon gæti hafið tilraunir með heimsendingaþjónustu með dróna. Markmið fyrirtækisins er að sé eitthvað keypt á heimasíðu þeirra, verði mögulegt að fá það sent heim að dyrum með drónum. Forsvarsmenn Amazon segja þó að yfirvöld í Bandaríkjunum vinni allt of hægt. Leyfisveitingin tók eitt og hálft ár og nær leyfið einungis yfir eina tegund dróna. Á þeim tíma hefur Amazon þróað dróna síðan áfram svo tegundin sem hefur fengið leyfi er úrelt. „Hvergi, nema í Bandaríkjunum, höfum við þurft að bíða lengur en einn til tvo mánuði áður en við getum hafið tilraunir okkar og leyfin hafa náð til flokk dróna, sem veitir okkur svigrúm til frekari þróunar og tilrauna, án þess að þurfa sífellt ný leyfi,“ hefur The Verge eftir Paul Misener frá Amazon. Misener setti einnig út á reglur sem flugmálastjórnin (FAA) hefur lagt til. Þar er sagt til um að öllum drónum eigi að vera flogið af manneskjum og að þeim megi ekki fljúga úr sjónmáli. Hann sagði að allar reglur yrðu að gera fyrirtækjum mögulegt að nýta tæknina til fulls. Að leyfilegt verði að fljúga drónum sjálfvirkt og úr sjónmáli. Það hefði mögulega verið hættulegt fyrir nokkrum árum, en Misener sagði að tækninni hefði fleygt áfram á undanförnum árum og vel sé hægt að draga úr hættunni. Forsvarsmenn Amazon telja að Bandaríkin muni missa af lestinni, nái uppástungur FAA fram að ganga. Í Evrópu hafa drónar verið flokkaðir sem ný tegund flygilda, en í Bandaríkjunum eru þeir flokkaðir með mönnuðum flugvélum. Misener segir fyrirkomulagið í Evrópu vera mun betra. Sérfræðingar sem Forbes ræddi við á dögunum segja að fyrirtæki eins og Amazon og Google muni Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Internetfyrirtækið Amazon vill að flugmálastjórn Bandaríkjanna líti til Evrópu við löggjöf og reglur varðandi flug dróna. Flugmálastjórn samþykkti í síðustu viku að Amazon gæti hafið tilraunir með heimsendingaþjónustu með dróna. Markmið fyrirtækisins er að sé eitthvað keypt á heimasíðu þeirra, verði mögulegt að fá það sent heim að dyrum með drónum. Forsvarsmenn Amazon segja þó að yfirvöld í Bandaríkjunum vinni allt of hægt. Leyfisveitingin tók eitt og hálft ár og nær leyfið einungis yfir eina tegund dróna. Á þeim tíma hefur Amazon þróað dróna síðan áfram svo tegundin sem hefur fengið leyfi er úrelt. „Hvergi, nema í Bandaríkjunum, höfum við þurft að bíða lengur en einn til tvo mánuði áður en við getum hafið tilraunir okkar og leyfin hafa náð til flokk dróna, sem veitir okkur svigrúm til frekari þróunar og tilrauna, án þess að þurfa sífellt ný leyfi,“ hefur The Verge eftir Paul Misener frá Amazon. Misener setti einnig út á reglur sem flugmálastjórnin (FAA) hefur lagt til. Þar er sagt til um að öllum drónum eigi að vera flogið af manneskjum og að þeim megi ekki fljúga úr sjónmáli. Hann sagði að allar reglur yrðu að gera fyrirtækjum mögulegt að nýta tæknina til fulls. Að leyfilegt verði að fljúga drónum sjálfvirkt og úr sjónmáli. Það hefði mögulega verið hættulegt fyrir nokkrum árum, en Misener sagði að tækninni hefði fleygt áfram á undanförnum árum og vel sé hægt að draga úr hættunni. Forsvarsmenn Amazon telja að Bandaríkin muni missa af lestinni, nái uppástungur FAA fram að ganga. Í Evrópu hafa drónar verið flokkaðir sem ný tegund flygilda, en í Bandaríkjunum eru þeir flokkaðir með mönnuðum flugvélum. Misener segir fyrirkomulagið í Evrópu vera mun betra. Sérfræðingar sem Forbes ræddi við á dögunum segja að fyrirtæki eins og Amazon og Google muni
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira