Jóhann Berg: Ég lenti í bölvuðu veseni en ég er klár núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2015 08:15 Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er í frábæru formi, laus við meiðslin og líklegur til að fá sæti í byrjunarliðinu á móti Kasakstan á morgun. Hann missti nánast alveg af fyrstu fjórum leikjum Íslands í undankeppninni. „Þetta er mjög mikilvægur leikur. Eins og menn hafa verið að tala um þá verðum við að vinna þennan leik til að eiga einhvern möguleika á því að komast áfram," segir Jóhann Berg. Hann vill sjá betri frammistöðu en á móti Tékkum. „Ég held að við þurfum að spila boltanum betur en í síðasta leik. Við spiluðum þá boltanum ekki nógu vel og vorum kannski frekar stressaðir á móti Tékkum enda var mikið undir í þeim leik. Það er líka mikið undir hér en við verðum bara að spila boltanum því það hefur alltaf gengið best hjá okkur," segir Jóhann Berg. Hann spilaði bara í þrettán mínútur í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins í undankeppni EM 2016 en þær komu í síðasta leiknum á móti Tékkum. „Ég lenti í meiðslum og bölvuðu veseni en ég er klár núna og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað. Þjálfarnir sjá um að velja byrjunarliðið en að sjálfsögðu vill ég byrja alla leiki og vonandi byrja ég á laugardaginn. Það er langt síðan ég losnaði við þessi meiðsli. Ég er eins og nýr maður í dag. Ég er klár í 90 mínútur," segir Jóhann Berg. Jóhann Berg hefur skorað átta mörk fyrir Charlton í ensku b-deildinni á tímabilinu og kann greinilega mjög vel við sig hjá Lundúnafélaginu. „Það hefur gengið mjög vel og ég hef sjálfur verið að skora og spila mjög vel. Ég er því fullur sjálfstrausts," segir Jóhann Berg. „Við höfðum sagt það sjálfir að við viljum vinna þennan leik og auðvitað er kannski erfitt að segja að við eigum að vinna einhvern fótboltaleik en að sama skapi teljum við okkur vera með betra lið en þeir. Vonandi vinnum við því þennan leik," segir Jóhann Berg og hann kvartar ekki yfir vallaraðstæðum. „Gervigrasið er allt í lagi. Ég held að flestir okkar hafi spilað á gervigrasi áður og það er engin afsökun. Grasið er náttúrulega alltaf betra en það er engin afsökun fyrir okkur að vera spila á gervigrasi. Vonandi getum við náð að spila betur en í síðasta leik og ná í þessa þrjá punkta því þá verður leikurinn í sumar svakalegur," segir Jóhann Berg. Íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins en tvö efstu sætin gefa sæti á Evrópumótinu. „Það er mjög góða staða og við getum ekki kvartað þótt að við hefðum viljað fá meira út úr síðasta leik. Við erum ennþá inn í þessu og það er það sem skiptir máli," sagði Jóhann Berg. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er í frábæru formi, laus við meiðslin og líklegur til að fá sæti í byrjunarliðinu á móti Kasakstan á morgun. Hann missti nánast alveg af fyrstu fjórum leikjum Íslands í undankeppninni. „Þetta er mjög mikilvægur leikur. Eins og menn hafa verið að tala um þá verðum við að vinna þennan leik til að eiga einhvern möguleika á því að komast áfram," segir Jóhann Berg. Hann vill sjá betri frammistöðu en á móti Tékkum. „Ég held að við þurfum að spila boltanum betur en í síðasta leik. Við spiluðum þá boltanum ekki nógu vel og vorum kannski frekar stressaðir á móti Tékkum enda var mikið undir í þeim leik. Það er líka mikið undir hér en við verðum bara að spila boltanum því það hefur alltaf gengið best hjá okkur," segir Jóhann Berg. Hann spilaði bara í þrettán mínútur í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins í undankeppni EM 2016 en þær komu í síðasta leiknum á móti Tékkum. „Ég lenti í meiðslum og bölvuðu veseni en ég er klár núna og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað. Þjálfarnir sjá um að velja byrjunarliðið en að sjálfsögðu vill ég byrja alla leiki og vonandi byrja ég á laugardaginn. Það er langt síðan ég losnaði við þessi meiðsli. Ég er eins og nýr maður í dag. Ég er klár í 90 mínútur," segir Jóhann Berg. Jóhann Berg hefur skorað átta mörk fyrir Charlton í ensku b-deildinni á tímabilinu og kann greinilega mjög vel við sig hjá Lundúnafélaginu. „Það hefur gengið mjög vel og ég hef sjálfur verið að skora og spila mjög vel. Ég er því fullur sjálfstrausts," segir Jóhann Berg. „Við höfðum sagt það sjálfir að við viljum vinna þennan leik og auðvitað er kannski erfitt að segja að við eigum að vinna einhvern fótboltaleik en að sama skapi teljum við okkur vera með betra lið en þeir. Vonandi vinnum við því þennan leik," segir Jóhann Berg og hann kvartar ekki yfir vallaraðstæðum. „Gervigrasið er allt í lagi. Ég held að flestir okkar hafi spilað á gervigrasi áður og það er engin afsökun. Grasið er náttúrulega alltaf betra en það er engin afsökun fyrir okkur að vera spila á gervigrasi. Vonandi getum við náð að spila betur en í síðasta leik og ná í þessa þrjá punkta því þá verður leikurinn í sumar svakalegur," segir Jóhann Berg. Íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins en tvö efstu sætin gefa sæti á Evrópumótinu. „Það er mjög góða staða og við getum ekki kvartað þótt að við hefðum viljað fá meira út úr síðasta leik. Við erum ennþá inn í þessu og það er það sem skiptir máli," sagði Jóhann Berg.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira