Kári Árnason bestur í Astana | Einkunnir íslenska liðsins 28. mars 2015 17:13 Kári Árnason var frábær í vörninni. vísir/getty Kári Árnason var besti leikur íslenska liðsins í 3-0 sigrinum á Kasakstan í undankeppni EM 2016 í dag, en hann spilaði frábærlega í vörninni. Hann fær átta í einkunn fyrir sína frammistöðu líkt og Jóhann Berg, Eiður Smári og Birkir Bjarnason sem spiluðu einnig allir mjög vel. Hér að neðan má sjá einkunnir Vísis fyrir leikinn í Astana.Einkunnir íslensku strákanna:Hannes Þór Halldórsson 7 Öruggur í sínum aðgerðum og ekki að sjá hann hefur ekki spilað „alvöru“ leik á árinu. Varði allt sem á markið kom og sparkaði vel út undir pressu Kasaka.Birkir Már Sævarsson 7 Traustur í varnarleiknum og átti góða spretti til baka þegar Kasakar sóttu hratt. Stöðvaði margar skyndisóknir. Fínn fram á við, náði ágætlega saman við Jóhann Berg og átti 2-3 góðar fyrirgjafir.Kári Árnason 8 Mjög góður leikur hjá miðverðinum. Var látinn bera upp boltann frá endalínu í fyrri hálfleik til að spila í gegnum pressu heimamanna. Kom spilinu í gang með góðum sendingum. Ógnarsterkur í loftinu og í heildina besti varnarmaður Íslands í dag.Ragnar Sigurðsson 7 Sterkur í loftinu líkt og Kári. Las margar sendingar vel hjá Kasökum og gerði Hannesi lífið auðveldara.Ari Freyr Skúlason 6 Ágætur fram á við með góðar sendingar en lenti stundum í vandræðum í vörninni. Missti menn framhjá sér og braut klaufalega sem skiluðu föstum leikatriðum fyrir Kasakstan. Eitt brotið hans leiddi næstum til marks Kasakstan sem hefði komið því inn í leikinn.Jóhann Berg Guðmundsson 8 Kom virkilega sprækur inn og greinilega ólmur í að sýna sig og sanna. Heimir og Lars lásu þetta alveg rétt með að láta Jóhann byrja. Var sérstaklega frískur í fyrri hálfleik og lagði upp fyrsta markið eftir að vinna boltann sjálfur.Gylfi Þór Sigurðsson 7 Ekki sami stjörnuleikurinn frá Gylfa Þór og í öðrum leikjum í undankeppninni en gæði hans eru slík að það skiptir ekki öllu máli. Átti í smá vandræðum með móttökur alveg í byrjun leiksins en komst fljótlega betur í takt við leikinn og dreifði spilinu vel. Tengdi vel við Eið Smára. Þeim leiðist ekki að spila saman.Aron Einar Gunnarsson 7 Var meira með boltann en oft áður. Þurfti að rekja hann langar vegalengdir í fyrri hálfleik sérstaklega þegar Kasakarnir stilltu upp í tíu manna varnarleik. Fór vel með boltann, sendingar góðar og var á réttum stað á okkar vallarhelmingi. Fór meiddur af velli.Birkir Bjarnason 8 Mjög góður leikur hjá Birki sem hljóp úr sér lungun frá fyrstu mínútu. Gerði meira en það; komst vel inn í spilið, skilaði sendingum frábærlega frá sér og skoraði tvö mörk.Eiður Smári Guðjohnsen 8 Það þarf ekkert að taka fram hversu miklir töfrar eru í þessum fótum. Kasakarnir gátu ekki hirt af honum boltann sama hversu margir reyndu í einu. Róaði leik liðsins þegar það þurfti en sprengdi svo upp vörn heimamanna með eitruðum sendingum. Skoraði fyrsta markið með frábærri afgreiðslu.Kolbeinn Sigþórsson 5 Ekki góður leikur hjá framherjanum. Var aldrei í takt við leikinn, fékk boltann í hælana og skilaði varla sendingu frá sér til að byrja með. Sterkur í loftinu en hann getur mun betur.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson fyrir Kolbein Sigþórsson (70.) 6 Kom inn á og djöflaðist í framlínunni. Vann nokkur skallaeinvígi en mátti losa boltann fyrr á samherja þegar það bauðst. Átti sendinguna á Birki í þriðja markinu.Emil Hallfreðsson fyrir Aron Einar Gunnarsson (72.) -Alfreð Finnbogason fyrir Eiðs Smára Guðjohnsen (83.) - EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Átján leikir og yfir 2.000 dagar frá síðasta landsliðsmarki Eiðs Smára Markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi bætti 25. landsliðsmarkinu í sarpinn í Astana í dag. 28. mars 2015 16:08 Þrjú mörk og þrjú stig í Astana Ísland komst upp að hlið Tékklands á toppi A-riðils í undankeppni EM 2016 með öruggum 0-3 sigri á Kasakstan í Astana í dag. Birkir Bjarnason skoraði tvö marka Íslands og Eiður Smári Guðjohnsen eitt. 28. mars 2015 17:15 Sjáðu mörkin sem strákarnir okkar skoruðu í Astana Birkir Bjarnason skoraði tvívegis og Eiður Smári Guðjohnsen bætti við markametið sitt. 28. mars 2015 17:02 Twitter logar eftir mark Eiðs Samskiptavefurinn Twitter gjörsamlega logaði eftir að Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir gegn Kazakstan, en leikið er ytra. Markið kom eftir tuttugu mínútna leik, en staðan í leiknum er 1-0 þegar þetta er skrifað. 28. mars 2015 15:31 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sjá meira
Kári Árnason var besti leikur íslenska liðsins í 3-0 sigrinum á Kasakstan í undankeppni EM 2016 í dag, en hann spilaði frábærlega í vörninni. Hann fær átta í einkunn fyrir sína frammistöðu líkt og Jóhann Berg, Eiður Smári og Birkir Bjarnason sem spiluðu einnig allir mjög vel. Hér að neðan má sjá einkunnir Vísis fyrir leikinn í Astana.Einkunnir íslensku strákanna:Hannes Þór Halldórsson 7 Öruggur í sínum aðgerðum og ekki að sjá hann hefur ekki spilað „alvöru“ leik á árinu. Varði allt sem á markið kom og sparkaði vel út undir pressu Kasaka.Birkir Már Sævarsson 7 Traustur í varnarleiknum og átti góða spretti til baka þegar Kasakar sóttu hratt. Stöðvaði margar skyndisóknir. Fínn fram á við, náði ágætlega saman við Jóhann Berg og átti 2-3 góðar fyrirgjafir.Kári Árnason 8 Mjög góður leikur hjá miðverðinum. Var látinn bera upp boltann frá endalínu í fyrri hálfleik til að spila í gegnum pressu heimamanna. Kom spilinu í gang með góðum sendingum. Ógnarsterkur í loftinu og í heildina besti varnarmaður Íslands í dag.Ragnar Sigurðsson 7 Sterkur í loftinu líkt og Kári. Las margar sendingar vel hjá Kasökum og gerði Hannesi lífið auðveldara.Ari Freyr Skúlason 6 Ágætur fram á við með góðar sendingar en lenti stundum í vandræðum í vörninni. Missti menn framhjá sér og braut klaufalega sem skiluðu föstum leikatriðum fyrir Kasakstan. Eitt brotið hans leiddi næstum til marks Kasakstan sem hefði komið því inn í leikinn.Jóhann Berg Guðmundsson 8 Kom virkilega sprækur inn og greinilega ólmur í að sýna sig og sanna. Heimir og Lars lásu þetta alveg rétt með að láta Jóhann byrja. Var sérstaklega frískur í fyrri hálfleik og lagði upp fyrsta markið eftir að vinna boltann sjálfur.Gylfi Þór Sigurðsson 7 Ekki sami stjörnuleikurinn frá Gylfa Þór og í öðrum leikjum í undankeppninni en gæði hans eru slík að það skiptir ekki öllu máli. Átti í smá vandræðum með móttökur alveg í byrjun leiksins en komst fljótlega betur í takt við leikinn og dreifði spilinu vel. Tengdi vel við Eið Smára. Þeim leiðist ekki að spila saman.Aron Einar Gunnarsson 7 Var meira með boltann en oft áður. Þurfti að rekja hann langar vegalengdir í fyrri hálfleik sérstaklega þegar Kasakarnir stilltu upp í tíu manna varnarleik. Fór vel með boltann, sendingar góðar og var á réttum stað á okkar vallarhelmingi. Fór meiddur af velli.Birkir Bjarnason 8 Mjög góður leikur hjá Birki sem hljóp úr sér lungun frá fyrstu mínútu. Gerði meira en það; komst vel inn í spilið, skilaði sendingum frábærlega frá sér og skoraði tvö mörk.Eiður Smári Guðjohnsen 8 Það þarf ekkert að taka fram hversu miklir töfrar eru í þessum fótum. Kasakarnir gátu ekki hirt af honum boltann sama hversu margir reyndu í einu. Róaði leik liðsins þegar það þurfti en sprengdi svo upp vörn heimamanna með eitruðum sendingum. Skoraði fyrsta markið með frábærri afgreiðslu.Kolbeinn Sigþórsson 5 Ekki góður leikur hjá framherjanum. Var aldrei í takt við leikinn, fékk boltann í hælana og skilaði varla sendingu frá sér til að byrja með. Sterkur í loftinu en hann getur mun betur.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson fyrir Kolbein Sigþórsson (70.) 6 Kom inn á og djöflaðist í framlínunni. Vann nokkur skallaeinvígi en mátti losa boltann fyrr á samherja þegar það bauðst. Átti sendinguna á Birki í þriðja markinu.Emil Hallfreðsson fyrir Aron Einar Gunnarsson (72.) -Alfreð Finnbogason fyrir Eiðs Smára Guðjohnsen (83.) -
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Átján leikir og yfir 2.000 dagar frá síðasta landsliðsmarki Eiðs Smára Markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi bætti 25. landsliðsmarkinu í sarpinn í Astana í dag. 28. mars 2015 16:08 Þrjú mörk og þrjú stig í Astana Ísland komst upp að hlið Tékklands á toppi A-riðils í undankeppni EM 2016 með öruggum 0-3 sigri á Kasakstan í Astana í dag. Birkir Bjarnason skoraði tvö marka Íslands og Eiður Smári Guðjohnsen eitt. 28. mars 2015 17:15 Sjáðu mörkin sem strákarnir okkar skoruðu í Astana Birkir Bjarnason skoraði tvívegis og Eiður Smári Guðjohnsen bætti við markametið sitt. 28. mars 2015 17:02 Twitter logar eftir mark Eiðs Samskiptavefurinn Twitter gjörsamlega logaði eftir að Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir gegn Kazakstan, en leikið er ytra. Markið kom eftir tuttugu mínútna leik, en staðan í leiknum er 1-0 þegar þetta er skrifað. 28. mars 2015 15:31 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sjá meira
Átján leikir og yfir 2.000 dagar frá síðasta landsliðsmarki Eiðs Smára Markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi bætti 25. landsliðsmarkinu í sarpinn í Astana í dag. 28. mars 2015 16:08
Þrjú mörk og þrjú stig í Astana Ísland komst upp að hlið Tékklands á toppi A-riðils í undankeppni EM 2016 með öruggum 0-3 sigri á Kasakstan í Astana í dag. Birkir Bjarnason skoraði tvö marka Íslands og Eiður Smári Guðjohnsen eitt. 28. mars 2015 17:15
Sjáðu mörkin sem strákarnir okkar skoruðu í Astana Birkir Bjarnason skoraði tvívegis og Eiður Smári Guðjohnsen bætti við markametið sitt. 28. mars 2015 17:02
Twitter logar eftir mark Eiðs Samskiptavefurinn Twitter gjörsamlega logaði eftir að Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir gegn Kazakstan, en leikið er ytra. Markið kom eftir tuttugu mínútna leik, en staðan í leiknum er 1-0 þegar þetta er skrifað. 28. mars 2015 15:31