Innlent

Gísli Freyr greiðir Evelyn bætur

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sátt náðist í skaðabótamáli Evelyn Glory Jospeh á hendur fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra.
Sátt náðist í skaðabótamáli Evelyn Glory Jospeh á hendur fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra. Vísir/GVA
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríksiráðherra, hefur samþykkt að greiða Evelyn Glory Joseph  bætur vegna leka á trúnaðargögnum sem snertu hana úr ráðuneytinu. Þetta staðfestir lögmaður Joseph.

„Þessi niðurstaða skiptir hana verulegu máli,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaður sem segir að gengið hafi verið frá sátt í málinu í morgun. Taka átti fyrir skaðabótamál Joseph á hendur Gísla Frey fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en þar sem sátt náðist er það óþarft.

Líkt og flestum er kunnugt viðurkenndi Gísli Freyr á síðasta ári að hafa lekið trúnaðargögnum um hælisleitandann Tony Omos til fjölmiðla en í gögnunum var einnig talað um Joseph og íslenska konu. Hann var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi vegna málsins.

Áður höfðu sáttaumleitanir ekki borið árangur en skaðabótamálinu var í lok febrúarmánuði frestað þar sem enn var reynt að ná sáttum. Joseph fór fram á 4,5 milljónir króna skaðabætur úr hendi Gísla Freys.

Gísli Freyr hefur áður samþykkt að greiða íslensku konunni skaðabætur.


Tengdar fréttir

Gísli Freyr greiðir íslenskri konu bætur

Fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra og íslensk kona sem nafngreind var í minnisblaði í tengslum við Lekamálið svokallaða hafa náð sáttum um að Gísli Freyr greiði henni bætur.

Sáttaumleitanir enn ekki borið árangur

Sáttaumleitanir í máli Evelyn Glory Joseph gegn Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, hafa ekki borið árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×