Innlent

Gísli Freyr greiðir íslenskri konu bætur

Atli Ísleifsson skrifar
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Vísir/Ernir
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, og íslensk kona sem nafngreind var í minnisblaði innanríkisráðuneytisins í tengslum við Lekamálið svokallaða hafa náð sáttum um að Gísli Freyr greiði konunni bætur. Ólafur Garðarson, lögmaður Gísla Freys, staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Fyrst var greint frá málinu í hádegisfréttum RÚV. Gísli Freyr hafði áður leitað sátta um bótakröfur Tony Omos og tveggja kvenna í Lekamálinu. Sátt hefur því náðst í einu málinu.

Hælisleitandinn Tony Omos krefst fimm milljóna króna í bætur, Evelyn Glory Joseph 4,5 milljón króna en íslenska konan fór fram á 2,5 milljóna króna. Ólafur segir þó að bæturnar sem samið var um í tilviki íslensku konunnar ekki vera nálægt þeirri upphæð, „enda kröfurnar ekki í nokkru samræmi við dómaframkvæmd á Íslandi.“

Réttarhöld í máli Tony Omos og Evelyn Glory Joseph fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem dómari lagði að mönnum að sætta þetta mál. Voru teknir frestir í báðum málum og eru réttarhöld í öðru málinu næst 25. febrúar og hinu 11. mars. Segir Ólafur að framundan séu því fundir til að reyna frekari sættir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×