Við viljum fá ábyrgð, samfélagsins vegna Árni Þór Hlynsson skrifar 11. mars 2015 12:08 Í ár eru 25 ár liðin frá því að Félag bókhaldsstofa var stofnað af hugsjónamönnum sem sáu þörf á hagsmunasamtökum þeirra er starfa á sviði bókhalds, reiknings- og skattskila. Í dag eru félagsmenn um 80 talsins og rekur hver félagsmaður stofu með allt að 15 manns í vinnu. Áætla má að um 200 starfsgildi séu á stofum félagsmanna. Þá hefur og verið áætlað að a.m.k. 5-8 þúsund lögaðilar í landinu njóti bókhalds- og uppgjörsþjónustu félagsmanna í Félagi bókhaldsstofa. Frá upphafi hafa markmið þessara hagsmunasamtaka verið þau að efla faglega þekkingu í stéttinni með kröfum um endurmenntun, samræmingu vinnubragða, veita félagsmönnum aðhald og vinna að bættri þjónustu félagsmanna við viðskiptavini sína, opinbera aðila og annarra er treysta á störf þeirra. Til að ná því markmiði sínu að auka faglega þekkingu hefur félagið haldið tvær ráðstefnur á ári; annars vegar stóra vetrarráðstefnu (sem eru að jafnaði tveir dagar), og hinsvegar haustráðstefnu (gjarnan einn til tveir dagar, eftir því sem stjórn félagsins telur þörf á). Þessu til viðbótar hafa verið haldin sjálfstæð námskeið. Morgunverðarfundir eru haldnir þriðja miðvikudag í mánuði. Á þessum fundum hittast félagsmenn og ræða saman, leita eftir ráðleggingum frá öðrum í faginu og læra þannig hver af öðrum. Einnig hafa hinir ýmsu gestir mætt á þessa fundi og haldið fyrirlestra. Félagsmenn hafa undirgengist að stunda endurmenntun sem er mæld samkvæmt ákveðnu stigakerfi; með því að mæta á ráðstefnu og/eða morgunverðarfundi safna félagsmenn stigum. Meðal hagsmunamála sem félagsmenn hafa barist fyrir er að tryggja tilurð skoðunarmanna í lögum um ársreikninga. Árin 2009 og 2010 voru lögð fram frumvörp á Alþingi sem lögðu til svo gott sem útþurrkun á nærri allri ábyrgð þeirra er vinna ársreikninga fyrir stóran hluta fyrirtækja í landinu. Í núgildandi lögum segir um skoðunarmenn (fyrir m.a. tilstilli félagsmanna í Félagi bókhaldsstofa) að þeir skuli vera lögráða og fjár síns ráðandi. Þeir skulu hafa þá reynslu í bókhaldi og viðskiptaháttum sem með hliðsjón af starfsemi og stærð félagsins er nauðsynleg til rækslu starfans. Þá gilda sömu óhæðisskilyrði um skoðunarmenn og endurskoðendur. Þá samdi félagið við tryggingafélögin í landinu um atvinnurekstrartryggingu til handa félagsmönnum, fyrst fagstétta sem ekki hafa löggildingu. Slíkt þótti mjög mikilvært gagnvart umbjóðendum okkar, fyrirtækjum í landinu. Félagsmenn hafa lengi barist fyrir því að breytingar verði gerðar á lögum um ársreikninga, þannig að löggilt millistig milli bókara og endurskoðenda verði tekið upp á Íslandi. Slíkt fyrirkomulag er vel þekkt í löggjöf landa sem við kjósum gjarnan að bera okkur saman við, t.d. í Noregi. Með þessu móti mætti tryggja aðgreiningu starfa, þ.e.a.s. sami maður skal ekki semja reikningsskil fyrirtækja og endurskoða síðan sömu (eigin) reikningsskil. Með því að löggilda reikningsskilamenn/skattskilamenn mætti skylda félög yfir tilteknum veltumörkum, t.d. 10 milljónum, til að láta endurskoðendur eða reikningsskilamenn staðfesta skattframtöl þeirra og ársreikninga, gegn ábyrgð. Með þessu móti ynnist tvennt; Reikningsskil félaga í landinu yrðu mun áreiðanlegri en nú er og skattaeftirlit ríkisskattstjóra yrði í mun ríkari mæli forvirkt, með t.a.m. heimsóknum, prófunum og samvinnu, enda yrðu innsend gögn í formi skattframtala fyrirtækja vottuð af löggiltum aðilum. Með þessu móti mætti ætla að með tímanum næðist að lágmarka svarta atvinnustarfsemi og auka tekjustofna ríkisins. Hér er því er um þjóðþrifamál að ræða.Höfundur er formaður félags bókhaldsstofa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Í ár eru 25 ár liðin frá því að Félag bókhaldsstofa var stofnað af hugsjónamönnum sem sáu þörf á hagsmunasamtökum þeirra er starfa á sviði bókhalds, reiknings- og skattskila. Í dag eru félagsmenn um 80 talsins og rekur hver félagsmaður stofu með allt að 15 manns í vinnu. Áætla má að um 200 starfsgildi séu á stofum félagsmanna. Þá hefur og verið áætlað að a.m.k. 5-8 þúsund lögaðilar í landinu njóti bókhalds- og uppgjörsþjónustu félagsmanna í Félagi bókhaldsstofa. Frá upphafi hafa markmið þessara hagsmunasamtaka verið þau að efla faglega þekkingu í stéttinni með kröfum um endurmenntun, samræmingu vinnubragða, veita félagsmönnum aðhald og vinna að bættri þjónustu félagsmanna við viðskiptavini sína, opinbera aðila og annarra er treysta á störf þeirra. Til að ná því markmiði sínu að auka faglega þekkingu hefur félagið haldið tvær ráðstefnur á ári; annars vegar stóra vetrarráðstefnu (sem eru að jafnaði tveir dagar), og hinsvegar haustráðstefnu (gjarnan einn til tveir dagar, eftir því sem stjórn félagsins telur þörf á). Þessu til viðbótar hafa verið haldin sjálfstæð námskeið. Morgunverðarfundir eru haldnir þriðja miðvikudag í mánuði. Á þessum fundum hittast félagsmenn og ræða saman, leita eftir ráðleggingum frá öðrum í faginu og læra þannig hver af öðrum. Einnig hafa hinir ýmsu gestir mætt á þessa fundi og haldið fyrirlestra. Félagsmenn hafa undirgengist að stunda endurmenntun sem er mæld samkvæmt ákveðnu stigakerfi; með því að mæta á ráðstefnu og/eða morgunverðarfundi safna félagsmenn stigum. Meðal hagsmunamála sem félagsmenn hafa barist fyrir er að tryggja tilurð skoðunarmanna í lögum um ársreikninga. Árin 2009 og 2010 voru lögð fram frumvörp á Alþingi sem lögðu til svo gott sem útþurrkun á nærri allri ábyrgð þeirra er vinna ársreikninga fyrir stóran hluta fyrirtækja í landinu. Í núgildandi lögum segir um skoðunarmenn (fyrir m.a. tilstilli félagsmanna í Félagi bókhaldsstofa) að þeir skuli vera lögráða og fjár síns ráðandi. Þeir skulu hafa þá reynslu í bókhaldi og viðskiptaháttum sem með hliðsjón af starfsemi og stærð félagsins er nauðsynleg til rækslu starfans. Þá gilda sömu óhæðisskilyrði um skoðunarmenn og endurskoðendur. Þá samdi félagið við tryggingafélögin í landinu um atvinnurekstrartryggingu til handa félagsmönnum, fyrst fagstétta sem ekki hafa löggildingu. Slíkt þótti mjög mikilvært gagnvart umbjóðendum okkar, fyrirtækjum í landinu. Félagsmenn hafa lengi barist fyrir því að breytingar verði gerðar á lögum um ársreikninga, þannig að löggilt millistig milli bókara og endurskoðenda verði tekið upp á Íslandi. Slíkt fyrirkomulag er vel þekkt í löggjöf landa sem við kjósum gjarnan að bera okkur saman við, t.d. í Noregi. Með þessu móti mætti tryggja aðgreiningu starfa, þ.e.a.s. sami maður skal ekki semja reikningsskil fyrirtækja og endurskoða síðan sömu (eigin) reikningsskil. Með því að löggilda reikningsskilamenn/skattskilamenn mætti skylda félög yfir tilteknum veltumörkum, t.d. 10 milljónum, til að láta endurskoðendur eða reikningsskilamenn staðfesta skattframtöl þeirra og ársreikninga, gegn ábyrgð. Með þessu móti ynnist tvennt; Reikningsskil félaga í landinu yrðu mun áreiðanlegri en nú er og skattaeftirlit ríkisskattstjóra yrði í mun ríkari mæli forvirkt, með t.a.m. heimsóknum, prófunum og samvinnu, enda yrðu innsend gögn í formi skattframtala fyrirtækja vottuð af löggiltum aðilum. Með þessu móti mætti ætla að með tímanum næðist að lágmarka svarta atvinnustarfsemi og auka tekjustofna ríkisins. Hér er því er um þjóðþrifamál að ræða.Höfundur er formaður félags bókhaldsstofa.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun