Twitter tekur á hefndarklámi Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2015 12:08 Hefndarklám hefur víða verið tekið hörðum tökum síðustu misseri. Vísir/getty Reglum samfélagsmiðilsins Twitter hefur verið breytt til að stöðva dreifingu hefndarkláms. Ekki er langt síðan Dick Costolo, framkvæmdastjóri Twitter, sagði að fyrirtækið hefði staðið sig ömurlega í að berjast gegn misnotkun og „tröllum“ á samfélagsmiðlinum. Í reglum Twitter stendur nú að bannað sé að dreifa persónulegum myndum eða myndböndum sem voru teknar eða er dreift án samþykkis viðkomandi. Lokað verður á notendur sem dreifa hefndarklámi og þeir beðnir um að fjarlæga efnið, annars eigi þeir ekki aftur snúið á Twitter. Þeir sem kvarta yfir birtingu þurfa að sanna hverjir þeir eru og að þeir hafi ekki gefið leyfi fyrir birtingu efnisins. Á vef BBC kemur fram að víða er verið að taka hefndarklám og þá sem því dreifa hörðum tökum. Í Englandi og Wales getur hver sá sem dreifir hefndarklámi átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisvist. þá hefur hefndarklám verið gert refsivert í fjölda ríkja Bandaríkjanna. Talsmaður Twitter segir að starfsmenn fyrirtækisins séu vongóðir á að hægt verði að bregðast við öllum tilkynningum innan skynsamlegs tímaramma. Breytingar verða gerðir á tölvukóðum samfélagsmiðilsins, svo að ekki verði hægt að birta myndir aftur sem hafi verið bannaðar. Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Reglum samfélagsmiðilsins Twitter hefur verið breytt til að stöðva dreifingu hefndarkláms. Ekki er langt síðan Dick Costolo, framkvæmdastjóri Twitter, sagði að fyrirtækið hefði staðið sig ömurlega í að berjast gegn misnotkun og „tröllum“ á samfélagsmiðlinum. Í reglum Twitter stendur nú að bannað sé að dreifa persónulegum myndum eða myndböndum sem voru teknar eða er dreift án samþykkis viðkomandi. Lokað verður á notendur sem dreifa hefndarklámi og þeir beðnir um að fjarlæga efnið, annars eigi þeir ekki aftur snúið á Twitter. Þeir sem kvarta yfir birtingu þurfa að sanna hverjir þeir eru og að þeir hafi ekki gefið leyfi fyrir birtingu efnisins. Á vef BBC kemur fram að víða er verið að taka hefndarklám og þá sem því dreifa hörðum tökum. Í Englandi og Wales getur hver sá sem dreifir hefndarklámi átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisvist. þá hefur hefndarklám verið gert refsivert í fjölda ríkja Bandaríkjanna. Talsmaður Twitter segir að starfsmenn fyrirtækisins séu vongóðir á að hægt verði að bregðast við öllum tilkynningum innan skynsamlegs tímaramma. Breytingar verða gerðir á tölvukóðum samfélagsmiðilsins, svo að ekki verði hægt að birta myndir aftur sem hafi verið bannaðar.
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira