Íslenski boltinn

Leikur HK og Breiðabliks verður styrktarleikur fyrir Ólaf Inga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
HK og Breiðablik hafa tekið höndum saman til styrktar Ólafi Inga Ingimundarsyni.
HK og Breiðablik hafa tekið höndum saman til styrktar Ólafi Inga Ingimundarsyni. vísir/daníel
HK og Breiðablik mætast í Kópavogsslag í Lengjubikarnum á fimmtudaginn eftir viku. Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst klukkan 18:15.

Ákveðið hefur verið að leikurinn verði styrktarleikur fyrir Ólaf Inga Ingimundarson sem greindist með heilaæxli á dögunum.

Frjáls framlög verða við innganginn og allur ágóði af leiknum rennur til Ólafs. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Gunnleifs Gunnleifssonar, markvarðar Breiðabliks og fyrrverandi leikmanns HK.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kópavogsliðin leika styrktarleik. Árin 2012 og 2014 léku HK og Breiðablik styrktarleiki fyrir Bjarka Má Sigvaldason, fyrrverandi leikmann HK, sem hefur háð erfiða baráttu við krabbamein.

Leikurinn verður, sem áður segir, fimmtudaginn eftir viku í Kórnum og hefst klukkan 18:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×