Sport

Spenna fram að síðustu stundu

Telma Tómasson skrifar
Ljósmyndarinn Jón Björnsson fangaði frábæra stemningu í Ölfushöllinni.
Ljósmyndarinn Jón Björnsson fangaði frábæra stemningu í Ölfushöllinni.
Mikil stemning var í Ölfushöllinni þar sem keppni í tölti í Meistaradeild í hestaíþróttum fór fram. Knapar lögðu allt undir og var mikil spenna fram á síðustu stundu.

Sigurvegari kvöldsins var Árni Björn Pálsson á Skímu frá Kvistum, en hann gaf tóninn strax í upphafi og hélt forystunni þar til yfir lauk.

Hástökkvari kvöldsins var Hulda Gústafsdóttir á Kiljan frá Holtsmúla 1, en hún vann B-úrslitin og endaði í öðru sæti í A-úrslitum eftir að hafa velgt Árna Birni verulega undir uggum. Í þriðja sæti hafnaði svo hinn ungi og snjalli knapi Ragnar Tómasson á Sleipni frá Árnanesi.

Ljósmyndarinn Jón Björnsson fangaði frábæra stemningu í Ölfushöllinni og má sjá afraksturinn í meðfylgjandi myndum og myndasyrpu neðst í fréttinni. 

Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu með fleiri myndum frá kvöldinu.

Þekktasti afreksknapi landsins, Sigurbjörn Bárðarson, gerir sjóklárt og snyrtir hér töltsnillinginn Jarl frá Mið-Fossum fyrir keppni.
Mikil stemning var í Ölfushöllinni þegar töltkeppni fór fram í Meistaradeild í hestaíþróttum, enda glæsisýningarnar margar.
Hulda Gústafsdóttir átti velgengni að fagna með Kiljan frá Holtsmúla og var að vonum kampakát í viðtölum við fjölmiðla.
Árni Björn Pálsson er á flugi í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Sigraði töltkeppnina með glæsibrag á Skímu frá Kvistum.
Ragnar Tómasson er ungur og snjall knapi sem hafnaði í þriðja sæti í tölti og fagnar hér með mömmu sinni, Þóru Þrastardóttur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×