Íslenski boltinn

Sjáðu mörk FH gegn Noregsmeisturunum og viðtal við Davíð Þór

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emil Pálsson skoraði sigurmarkið, en hér er hann ásamt Bödda Löpp.
Emil Pálsson skoraði sigurmarkið, en hér er hann ásamt Bödda Löpp. Vísir/FH
FH vann Noregsmeistara Molde 3-2 á æfingarmóti á Marbella á Spáni eins og Vísir greindi frá í gær. Mörkin í leiknum hafa nú verið klippt saman í eitt myndband.

Molde komst í 2-0, en Davíð Þór Viðarsson minnkaði muninn eftir hornspyrnu. Kassim Doumbia jafnaði svo metinn með þrumuskoti rétt fyrir fyrir hlé og staðan var 2-2 í hálfleik.

Í síðari hálfleik átti FH meðal annars skalla og skot í slá, en sigurmarkið skoraði Emil Pálsson eftir laglega sendingu frá fyrirliðanum Davíð Þór Viðarssyni. Lokatölur 3-2.

Heimasíða Molde hefur nú klippt fjögur af fimm mörkum leiksins saman, en svo virðist vera sem þeir hafa misst af síðasta marki FH. Öll hin fjögur mörkin má sjá hér.

Neðst í þessari frétt má svo sjá viðtal vefsíðu stuðningsmanna FH við Davíð Þór Viðarsson, fyrirliða FH. Davíð spilaði vel í leiknum í gær, en hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö.

FH mætir liðinu sem var í öðru sæti í finnsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, SJK, í lokaleik mótsins á mánudaginn.

Pepsi-deildin byrjar að rúlla þann fjórða maí með fimm leikjum, en FH mætir KR í stórleik fyrstu umferðar. Hann fer fram í Vesturbænum þann fimmta maí.

Viðtal við Davíð Þór:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×