Erlent

Opna að nýju verslun þar sem gíslum var haldið í Parísarárásinni

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fjórir létu lífið auk gíslatökumannsins í versluninni, sem opnuð var aftur í dag.
Fjórir létu lífið auk gíslatökumannsins í versluninni, sem opnuð var aftur í dag. Vísir/AFP
Matvöruverslunin þar sem Amedy Coulibaly hélt fjölda manns gíslingu í París þann 9. janúar síðastliðinn opnar aftur í morgun. Verslunin, sem er í gyðingahverfi í borginni, hefur verið lokaður allt síðan gíslatakan átti sér stað.

Fjórir létust þegar Coulibaly réðist inn í verslunina, þar á meðal Yohan Cohen, 22 ára, sem lést þegar hann reyndi að afvopna hann. Sjálfur lést Coulibaly þegar lögreglan réðist inn í verslunina eftir nokkurra tíma umsátur. Gíslatökumaðurinn hafði svarið hryðjuverkasamtökunum ISIS hollustu sína.

Allt frá gíslatökunni hefur verslunin verið einskonar táknmynd trúarofsókna í Frakklandi en myndir af hinum látnum eru fyrir utan verslunina og hafa blóm verið skilin eftir fyrir utan hana til minningar.

„Þetta sýnir að samfélag gyðinga í Frakklandi heldur lífinu áfram,“ segir Robert Ejnes, leiðtogi samtaka gyðinga í Frakklandi, í samtali við New York Times. „Við viljum sýna að hvað sem gerist, vinnur lífið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×