Hyggjast setja sjálfstýrðan fljúgandi bíl á markað ingvar haraldsson skrifar 16. mars 2015 12:31 Hægt er að fella vængi flugvélarinnar aftur og aka þeim um hefðbundna vegi. mynd/aeromobil Tæknifyrirtækið AeroMobil vinnur nú að því að framleiða bifreið sem hægt er að fljúga. Stefnt er að því að farartækið komi út árið 2017. Juraj Vaculik, forstjóri AeroMobil, segir að bifreiðin fljúgandi verði eins og „Ferrari með vængi.“ Í kjölfarið hyggst fyrirtækið vinna að hönnun sjálfstýrðar fljúgandi bifreiðar. „Við þurfum aðra byltingu, byltingu í ferðahögun einstaklinga,“ sagði Vaculik á ráðstefnu í Austin í Texas um helgina. Vaculik segir tæknin fyrir sjálfstýrðar flugvélar vera til staðar. Vandinn elist í að færa hana yfir á bifreiðar. „Það eru þegar til kerfi sem lenda og taka á loft sjálfvirkt. Það er hægt að láta þessi kerfi vinna saman“, segir Vaculik í samtali við vefmiðilin Mashable.Fyrirtækið hefur unnið að útgáfu fljúgandi bíla um nokkurn tíma. Nýjasta frumgerð AeroMobil er sögð geta tekið af stað og lent á grasi og á flugbrautum. Hins vegar gæti verið talsvert flókið fyrir Aeromobil að koma bílnum í almenna sölu líkt og bent er á í frétt The Verge. Vaculik telur að í framtíðinni muni flugbílar geti tekið af stað á grasblettum við hraðbrautir og bensínstöðvar. Til þess þarf þó að sannfæra yfirvöld á hverjum stað að koma upp slíkri aðstöðu og að farartækin brjóti ekki bága við reglugerðir. Þá þyrftu ökumenn bifreiðanna þyrftu einnig að vera lærðir flugmenn. Ekki er búið að gefa út hvað farartækið eigi að kosta nákvæmlega en Vaculik telur að það muni kosta nokkur hundruð þúsund evrur. Umreiknað í íslenskar krónur mun hver flugbíll því kosta tugi milljóna. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tæknifyrirtækið AeroMobil vinnur nú að því að framleiða bifreið sem hægt er að fljúga. Stefnt er að því að farartækið komi út árið 2017. Juraj Vaculik, forstjóri AeroMobil, segir að bifreiðin fljúgandi verði eins og „Ferrari með vængi.“ Í kjölfarið hyggst fyrirtækið vinna að hönnun sjálfstýrðar fljúgandi bifreiðar. „Við þurfum aðra byltingu, byltingu í ferðahögun einstaklinga,“ sagði Vaculik á ráðstefnu í Austin í Texas um helgina. Vaculik segir tæknin fyrir sjálfstýrðar flugvélar vera til staðar. Vandinn elist í að færa hana yfir á bifreiðar. „Það eru þegar til kerfi sem lenda og taka á loft sjálfvirkt. Það er hægt að láta þessi kerfi vinna saman“, segir Vaculik í samtali við vefmiðilin Mashable.Fyrirtækið hefur unnið að útgáfu fljúgandi bíla um nokkurn tíma. Nýjasta frumgerð AeroMobil er sögð geta tekið af stað og lent á grasi og á flugbrautum. Hins vegar gæti verið talsvert flókið fyrir Aeromobil að koma bílnum í almenna sölu líkt og bent er á í frétt The Verge. Vaculik telur að í framtíðinni muni flugbílar geti tekið af stað á grasblettum við hraðbrautir og bensínstöðvar. Til þess þarf þó að sannfæra yfirvöld á hverjum stað að koma upp slíkri aðstöðu og að farartækin brjóti ekki bága við reglugerðir. Þá þyrftu ökumenn bifreiðanna þyrftu einnig að vera lærðir flugmenn. Ekki er búið að gefa út hvað farartækið eigi að kosta nákvæmlega en Vaculik telur að það muni kosta nokkur hundruð þúsund evrur. Umreiknað í íslenskar krónur mun hver flugbíll því kosta tugi milljóna.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira