Þingmannaballið var blásið af Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2015 14:07 Helstu stjörnur þingmannagleðinnar, sem var daufleg, voru Sigrún Magnúsdóttir, Páll Pétursson að ógleymdum forseta Íslands. Sigrún Magnúsdóttir var eini ráðherrann sem mætti á þingmannagleðina sem haldin var síðastliðið föstudagskvöld. Hún mætti til leiks með mann sinn Pál Pétursson, fyrrum ráðherra, uppá arminn. En, aðrir ráðherrar voru fjarri góðu gamni, eða þannig. Stjórnarandstaðan lét ekki sjá sig þannig að heldur var þetta þunnur þrettándi. Samkvæmt heimildum Vísis var stemmingin hreint út sagt miklu daufari en menn eiga að venjast. Mæting var, samkvæmt heimildum frá Hótel Sögu, talsvert minni en búist hafði verið við. Til stóð að gestir myndu stíga dans að loknu borðhaldi en svo fátt var að messufall var reyndin. Hljómsveitinni Húsið á sléttunni var snúið frá. Ekki liggur fyrir hvort hún fær greitt fyrir giggið sem ekki varð, ekki hefur náðst í Helga Bernódusson skrifstofustjóra Alþingis vegna málsins. Pálmi Sigurhjartarson píanisti lék undir borðhaldi og Gissur Páll Gissurarson tenór söng fyrir hálftómum Súlnasalnum. Samkvæmt heimildum Vísis var heiðursgesturinn eiginlega eini sem virtist leika við hvurn sinn fingur; Ólafur Ragnar Grímsson forseti lét fámennið ekki trufla sig og var hrókur alls „fagnaðar“ – en fljótlega eftir borðhaldið létu gestir sig hverfa. Alþingi Tengdar fréttir Fámennt á árshátíð þingmanna Stjórnarandstaðan sá sér ekki fært að mæta á árshátíð Alþingis í gær sem haldin var á Hótel Sögu. Ástæða þess að stjórnarandstaðan sniðgekk veisluna var sú að ríkisstjórnin sniðgekk þingið í Evrópusambandsmálinu. 14. mars 2015 07:00 Stjórnarandstaðan hunsar þingveislu á Sögu Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir farsælast að þing og þjóð komi að ESB málinu. Aðeins Alþingi geti kallað ákvarðanir þingsins til baka. 13. mars 2015 19:41 Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06 Stefnir í dræma mætingu og litla stemmningu á þingmannagleði í kvöld Píratar ætla ekki að mæta. Helgi Hrafn Gunnarsson telur ólíklegt að nokkur úr stjórnarandstöðunni láti sjá sig. 13. mars 2015 13:39 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Fleiri fréttir „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir var eini ráðherrann sem mætti á þingmannagleðina sem haldin var síðastliðið föstudagskvöld. Hún mætti til leiks með mann sinn Pál Pétursson, fyrrum ráðherra, uppá arminn. En, aðrir ráðherrar voru fjarri góðu gamni, eða þannig. Stjórnarandstaðan lét ekki sjá sig þannig að heldur var þetta þunnur þrettándi. Samkvæmt heimildum Vísis var stemmingin hreint út sagt miklu daufari en menn eiga að venjast. Mæting var, samkvæmt heimildum frá Hótel Sögu, talsvert minni en búist hafði verið við. Til stóð að gestir myndu stíga dans að loknu borðhaldi en svo fátt var að messufall var reyndin. Hljómsveitinni Húsið á sléttunni var snúið frá. Ekki liggur fyrir hvort hún fær greitt fyrir giggið sem ekki varð, ekki hefur náðst í Helga Bernódusson skrifstofustjóra Alþingis vegna málsins. Pálmi Sigurhjartarson píanisti lék undir borðhaldi og Gissur Páll Gissurarson tenór söng fyrir hálftómum Súlnasalnum. Samkvæmt heimildum Vísis var heiðursgesturinn eiginlega eini sem virtist leika við hvurn sinn fingur; Ólafur Ragnar Grímsson forseti lét fámennið ekki trufla sig og var hrókur alls „fagnaðar“ – en fljótlega eftir borðhaldið létu gestir sig hverfa.
Alþingi Tengdar fréttir Fámennt á árshátíð þingmanna Stjórnarandstaðan sá sér ekki fært að mæta á árshátíð Alþingis í gær sem haldin var á Hótel Sögu. Ástæða þess að stjórnarandstaðan sniðgekk veisluna var sú að ríkisstjórnin sniðgekk þingið í Evrópusambandsmálinu. 14. mars 2015 07:00 Stjórnarandstaðan hunsar þingveislu á Sögu Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir farsælast að þing og þjóð komi að ESB málinu. Aðeins Alþingi geti kallað ákvarðanir þingsins til baka. 13. mars 2015 19:41 Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06 Stefnir í dræma mætingu og litla stemmningu á þingmannagleði í kvöld Píratar ætla ekki að mæta. Helgi Hrafn Gunnarsson telur ólíklegt að nokkur úr stjórnarandstöðunni láti sjá sig. 13. mars 2015 13:39 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Fleiri fréttir „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Sjá meira
Fámennt á árshátíð þingmanna Stjórnarandstaðan sá sér ekki fært að mæta á árshátíð Alþingis í gær sem haldin var á Hótel Sögu. Ástæða þess að stjórnarandstaðan sniðgekk veisluna var sú að ríkisstjórnin sniðgekk þingið í Evrópusambandsmálinu. 14. mars 2015 07:00
Stjórnarandstaðan hunsar þingveislu á Sögu Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir farsælast að þing og þjóð komi að ESB málinu. Aðeins Alþingi geti kallað ákvarðanir þingsins til baka. 13. mars 2015 19:41
Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06
Stefnir í dræma mætingu og litla stemmningu á þingmannagleði í kvöld Píratar ætla ekki að mæta. Helgi Hrafn Gunnarsson telur ólíklegt að nokkur úr stjórnarandstöðunni láti sjá sig. 13. mars 2015 13:39