Þingmannaballið var blásið af Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2015 14:07 Helstu stjörnur þingmannagleðinnar, sem var daufleg, voru Sigrún Magnúsdóttir, Páll Pétursson að ógleymdum forseta Íslands. Sigrún Magnúsdóttir var eini ráðherrann sem mætti á þingmannagleðina sem haldin var síðastliðið föstudagskvöld. Hún mætti til leiks með mann sinn Pál Pétursson, fyrrum ráðherra, uppá arminn. En, aðrir ráðherrar voru fjarri góðu gamni, eða þannig. Stjórnarandstaðan lét ekki sjá sig þannig að heldur var þetta þunnur þrettándi. Samkvæmt heimildum Vísis var stemmingin hreint út sagt miklu daufari en menn eiga að venjast. Mæting var, samkvæmt heimildum frá Hótel Sögu, talsvert minni en búist hafði verið við. Til stóð að gestir myndu stíga dans að loknu borðhaldi en svo fátt var að messufall var reyndin. Hljómsveitinni Húsið á sléttunni var snúið frá. Ekki liggur fyrir hvort hún fær greitt fyrir giggið sem ekki varð, ekki hefur náðst í Helga Bernódusson skrifstofustjóra Alþingis vegna málsins. Pálmi Sigurhjartarson píanisti lék undir borðhaldi og Gissur Páll Gissurarson tenór söng fyrir hálftómum Súlnasalnum. Samkvæmt heimildum Vísis var heiðursgesturinn eiginlega eini sem virtist leika við hvurn sinn fingur; Ólafur Ragnar Grímsson forseti lét fámennið ekki trufla sig og var hrókur alls „fagnaðar“ – en fljótlega eftir borðhaldið létu gestir sig hverfa. Alþingi Tengdar fréttir Fámennt á árshátíð þingmanna Stjórnarandstaðan sá sér ekki fært að mæta á árshátíð Alþingis í gær sem haldin var á Hótel Sögu. Ástæða þess að stjórnarandstaðan sniðgekk veisluna var sú að ríkisstjórnin sniðgekk þingið í Evrópusambandsmálinu. 14. mars 2015 07:00 Stjórnarandstaðan hunsar þingveislu á Sögu Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir farsælast að þing og þjóð komi að ESB málinu. Aðeins Alþingi geti kallað ákvarðanir þingsins til baka. 13. mars 2015 19:41 Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06 Stefnir í dræma mætingu og litla stemmningu á þingmannagleði í kvöld Píratar ætla ekki að mæta. Helgi Hrafn Gunnarsson telur ólíklegt að nokkur úr stjórnarandstöðunni láti sjá sig. 13. mars 2015 13:39 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir var eini ráðherrann sem mætti á þingmannagleðina sem haldin var síðastliðið föstudagskvöld. Hún mætti til leiks með mann sinn Pál Pétursson, fyrrum ráðherra, uppá arminn. En, aðrir ráðherrar voru fjarri góðu gamni, eða þannig. Stjórnarandstaðan lét ekki sjá sig þannig að heldur var þetta þunnur þrettándi. Samkvæmt heimildum Vísis var stemmingin hreint út sagt miklu daufari en menn eiga að venjast. Mæting var, samkvæmt heimildum frá Hótel Sögu, talsvert minni en búist hafði verið við. Til stóð að gestir myndu stíga dans að loknu borðhaldi en svo fátt var að messufall var reyndin. Hljómsveitinni Húsið á sléttunni var snúið frá. Ekki liggur fyrir hvort hún fær greitt fyrir giggið sem ekki varð, ekki hefur náðst í Helga Bernódusson skrifstofustjóra Alþingis vegna málsins. Pálmi Sigurhjartarson píanisti lék undir borðhaldi og Gissur Páll Gissurarson tenór söng fyrir hálftómum Súlnasalnum. Samkvæmt heimildum Vísis var heiðursgesturinn eiginlega eini sem virtist leika við hvurn sinn fingur; Ólafur Ragnar Grímsson forseti lét fámennið ekki trufla sig og var hrókur alls „fagnaðar“ – en fljótlega eftir borðhaldið létu gestir sig hverfa.
Alþingi Tengdar fréttir Fámennt á árshátíð þingmanna Stjórnarandstaðan sá sér ekki fært að mæta á árshátíð Alþingis í gær sem haldin var á Hótel Sögu. Ástæða þess að stjórnarandstaðan sniðgekk veisluna var sú að ríkisstjórnin sniðgekk þingið í Evrópusambandsmálinu. 14. mars 2015 07:00 Stjórnarandstaðan hunsar þingveislu á Sögu Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir farsælast að þing og þjóð komi að ESB málinu. Aðeins Alþingi geti kallað ákvarðanir þingsins til baka. 13. mars 2015 19:41 Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06 Stefnir í dræma mætingu og litla stemmningu á þingmannagleði í kvöld Píratar ætla ekki að mæta. Helgi Hrafn Gunnarsson telur ólíklegt að nokkur úr stjórnarandstöðunni láti sjá sig. 13. mars 2015 13:39 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Fámennt á árshátíð þingmanna Stjórnarandstaðan sá sér ekki fært að mæta á árshátíð Alþingis í gær sem haldin var á Hótel Sögu. Ástæða þess að stjórnarandstaðan sniðgekk veisluna var sú að ríkisstjórnin sniðgekk þingið í Evrópusambandsmálinu. 14. mars 2015 07:00
Stjórnarandstaðan hunsar þingveislu á Sögu Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir farsælast að þing og þjóð komi að ESB málinu. Aðeins Alþingi geti kallað ákvarðanir þingsins til baka. 13. mars 2015 19:41
Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06
Stefnir í dræma mætingu og litla stemmningu á þingmannagleði í kvöld Píratar ætla ekki að mæta. Helgi Hrafn Gunnarsson telur ólíklegt að nokkur úr stjórnarandstöðunni láti sjá sig. 13. mars 2015 13:39