Íslenski boltinn

Prinsinn talaði vel um íslenska boltann

ÍBV fékk góðan liðsstyrk í dag þegar Hollendingurinn Mees Junior Siers samdi við félagið til tveggja ára.

„Ég er ekkert hræddur við að binda mig til tveggja ára. Ég tel þetta vera gott fyrir félagið og mig sjálfan," segir Siers en hann var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Ölgerðinni fyrr í dag.

Þetta er 27 ára gamall miðjumaður sem lék síðast með danska liðinu SönderjyskE.  Siers á að baki yfir 100 leiki í hollensku 1. deildinni og hefur einnig leikið með yngri landsliðum Hollands.

„Ég fór til Eyja er ég var hér á dögunum og talaði við forráðamenn félagsins. Mér leist vel á þetta," segir Siers en hann veit lítið um íslenska boltann en hafði þó heyrt ýmislegt frá Prince Rajcomar sem gerði garðinn frægan með Blikum hér um árið.

„Ég þekki Prinsinn og hann talaði vel um deildina og félögin. Ég hef ekki áhyggjur af neinu hérna. Þetta verður flott."

Siers segir að það sé gott skref á hans ferli að koma til Íslands því það sé fínn stökkpallur í sterkari deildir.

Sjá má viðtalið við Siers hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×