Íslenski boltinn

Fékk skert námslán vegna launa sem aldrei voru greidd | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tanja Tómasdóttir.
Tanja Tómasdóttir. mynd/skjáskot
Íþróttafélag skilaði skattinum launamiða án þess að hafa greitt íþróttamanninum laun. Tekjur liðanna 24 í efstu tveimur deildum fótboltans í fyrra námu 2,5 milljarða króna og hækkuðu um tíu prósent.

Þetta kom fram í frétt Arnars Björnssonar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Knattspyrnumaður í Pepsi-deildinni fékk launamiða fyrir laun sem íþróttafélagið hafði ekki borgað. Knattspyrnumaðurinn taldi launin fram til skatts en fékk skert námslán vegna tekna sem ekki skiluðu sér.

„Það er því miður mjög algengt og leikmenn eru oft of ragir við að leita réttar síns eða leita sér aðstoðar,“ segir Tanja Tómasdóttir, lögfræðingur og stjórnarmaður í Leikmannasamtökunum, aðspurð um hvort það sé algengt að leikmenn fái ekki greidd laun.

„Það er kannski erfitt fyrir leikmann að fara einn upp á móti félaginu og fá greiðslur. Þessum málum hefur fjölgað að því leyti að leikmenn hafa nú vettvang til að leita til.“

Hvað varðar laun sem gefin eru upp til skatts en skila sér ekki sem verða til þess að námslán er skert segir Tanja: „Það er mjög alvarlegt mál og ef slíkt mál kemur upp ætti leikmaður hiklaust að leita réttar síns.“

Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×